Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1622, 144. löggjafarþing 800. mál: uppbygging innviða vegna atvinnustarfsemi í landi Bakka.
Lög nr. 64 9. júlí 2015.

Lög um breytingu á lögum nr. 41/2013, um heimild til handa ráðherra, f.h. ríkissjóðs, til að fjármagna uppbyggingu innviða vegna atvinnustarfsemi í landi Bakka í Norðurþingi, með síðari breytingum (fjárheimild).


1. gr.

     Orðin „sem kostar allt að 1.800 millj. kr., miðað við verðlag í lok árs 2012“ í a-lið 1. mgr. 1. gr. laganna falla brott.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 3. júlí 2015.