Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1525, 144. löggjafarþing 698. mál: niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar (full niðurgreiðsla vegna flutnings og dreifingar).
Lög nr. 66 9. júlí 2015.

Lög um breytingu á lögum um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar, nr. 78/2002, með síðari breytingum (full niðurgreiðsla vegna flutnings og dreifingar).


1. gr.

     1. málsl. 1. gr. laganna orðast svo: Lög þessi mæla fyrir um niðurgreiðslur kostnaðar, styrkveitingar og úthlutun fjár sem ákveðið er í fjárlögum til.

2. gr.

     1. málsl. 1. mgr. 4. gr. laganna orðast svo: Niðurgreiða skal orku til hitunar íbúðarhúsnæðis í eftirfarandi tilvikum.

3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:
 1. Í stað 1. mgr. koma þrjár nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
 2.      Upphæð niðurgreiðslna á raforku til húshitunar skal nema jafngildi kostnaðar við flutning og dreifingu raforkunnar frá virkjun til notanda.
       Upphæð niðurgreiðslna á vatni frá kyntum hitaveitum skal ákveðin í samræmi við breytingar á niðurgreiðslum til beinnar rafhitunar og þeirri fjárhæð sem samþykkt er í fjárlögum viðkomandi árs.
       Upphæð niðurgreiðslna á eldsneyti skal miða við að kostnaður notenda verði svipaður og þar sem hann er hæstur með rafhitun.
 3. Á eftir orðunum „hámarksfjölda lítra af olíu“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: og hámarksfjölda kílóa eða rúmmetra af tilteknum tegundum eldsneytis.


4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „olíu“ í 1. málsl. kemur: eldsneyti.
 2. Í stað orðsins „olíukaup“ í 2. málsl. kemur: eldsneytiskaup.
 3. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Ákvörðun notkunar við eldsneytishitun.


5. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „olíu“ kemur: eldsneyti.
 2. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Framkvæmd niðurgreiðslu á eldsneyti.


6. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna:
 1. Í stað 1. málsl. koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Veita skal styrki til stofnunar nýrra hitaveitna eða til stækkunar eldri veitna. Styrkjunum skal varið til eftirfarandi þátta.
 2. Í stað orðsins „olíu“ í 4. tölul. kemur: eldsneyti.


7. gr.

     Í stað orðsins „olíu“ í 1. og 5. málsl. 1. mgr. 12. gr. laganna kemur: eldsneyti.

8. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda 1. janúar 2016.

Samþykkt á Alþingi 30. júní 2015.