Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1520, 144. löggjafarþing 674. mál: Samgöngustofa og loftferðir (gjaldskrárheimildir og EES-reglur).
Lög nr. 76 9. júlí 2015.

Lög um breytingu á lögum um Samgöngustofu, stjórnsýslustofnun samgöngumála, og lögum um loftferðir, með síðari breytingum (gjaldskrárheimildir, lagastoð fyrir EES-innleiðingu).


I. KAFLI
Breyting á lögum um Samgöngustofu, stjórnsýslustofnun samgöngumála, nr. 119/2012, með síðari breytingum.

1. gr.

     Við 10. gr. laganna bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
     Ráðherra er heimilt að setja reglugerð um innleiðingu EES-gerða sem varða stofnun og störf Siglingaöryggisstofnunar Evrópu (EMSA).
     Ráðherra er einnig heimilt að setja reglugerð um innleiðingu EES-gerða sem varða verkefni á sviði Siglingaöryggisstofnunar Evrópu og stofnuninni hafa verið falin á grundvelli stofngerða hennar, sbr. 2. mgr.

2. gr.

     Við 12. gr. laganna bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
     Gjald fyrir útgáfu lofthæfisskírteinis til útflutnings er helmingur gjalds fyrir fyrstu útgáfu.
     Gjald fyrir fyrstu útgáfu lofthæfisskírteinis loftfars sem ekki er vélknúið er 25% af gjaldi fyrir vélknúin loftför.

II. KAFLI
Breyting á lögum um loftferðir, nr. 60/1998, með síðari breytingum.

3. gr.

     Við 3. mgr. 57. gr. c laganna bætist nýr stafliður, svohljóðandi: greiðslu kostnaðar vegna starfa samræmingarstjóra. Jafnframt færist orðið „og“ í lok g-liðar aftast í h-lið.

4. gr.

     Við 146. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Ráðherra er heimilt að setja reglugerð sem felur í sér innleiðingu EES-gerða sem varða verkefni á sviði Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) og stofnuninni hafa verið falin á grundvelli stofngerða hennar, sbr. 2. mgr.

5. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 30. júní 2015.