Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 575, 145. löggjafarþing 60. mál: sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum sem falla undir lög nr. 26/2007 (sanngirnisbætur vegna Landakotsskóla).
Lög nr. 117 16. desember 2015.

Lög um breytingu á lögum nr. 47/2010, um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum sem falla undir lög nr. 26/2007 (sanngirnisbætur vegna Landakotsskóla).


1. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Þrátt fyrir ákvæði laganna er ráðherra heimilt, að fenginni umsögn nefndar samkvæmt lögum nr. 26/2007, að ákveða að aðrar skýrslur en skýrslur nefndarinnar verði lagðar til grundvallar því að krafa um sanngirnisbætur verði tekin til meðferðar.
     Ákvæði laganna eiga við um kröfur um sanngirnisbætur samkvæmt ákvæði þessu eftir því sem við á en þó er ráðherra heimilt að ákveða að innköllun fari fram með öðrum hætti en lýst er í 5. gr. laganna og að afla megi staðfestingar skv. 1. mgr. 6. gr. á því að viðkomandi hafi verið vistaður á því heimili eða stofnun sem um ræðir með öðrum hætti en með staðfestingu nefndar samkvæmt lögum nr. 26/2007.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 3. desember 2015.