Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 609, 145. löggjafarþing 264. mál: Landhelgisgæsla Íslands (verkefni erlendis).
Lög nr. 119 18. desember 2015.

Lög um breytingu á lögum um Landhelgisgæslu Íslands, nr. 52/2006 (verkefni erlendis).


1. gr.

     Við 2. mgr. 5. gr. laganna bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Þá er Landhelgisgæslunni heimilt að fengnu samþykki ráðherra að taka þátt í samstarfsverkefni erlendis, enda verði slíkt verkefni ekki það umsvifamikið að stofnunin fái ekki sinnt lögbundnu hlutverki sínu samkvæmt lögum þessum. Landhelgisgæslan gerir ráðherra grein fyrir verkefninu og umfangi þess ásamt hættumati.

2. gr.

     Lög þessi taka þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 8. desember 2015.