Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 709, 145. löggjafarþing 447. mál: Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu (reikningsár og frestun gildistöku).
Lög nr. 129 28. desember 2015.

Lög um breytingu á lögum um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, nr. 23/2013, með síðari breytingum (reikningsár og frestun gildistöku).


1. gr.

     2. málsl. 1. mgr. 9. gr. laganna fellur brott.

2. gr.

     2. málsl. 1. mgr. 19. gr. laganna orðast svo: Þó öðlast 4. mgr. 7. gr. og 1. og 2. mgr. 14. gr. gildi 1. janúar 2016 og 4. gr. öðlast gildi 1. janúar 2018.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 19. desember 2015.