Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 798, 145. löggjafarþing 225. mál: skipulagslög (grenndarkynning).
Lög nr. 7 9. febrúar 2016.

Lög um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2010 (grenndarkynning).


1. gr.

     Í stað orðsins „varðandi“ í 1. málsl. 5. mgr. 13. gr. laganna kemur: og í samræmi við.

2. gr.

     3. mgr. 43. gr. laganna orðast svo:
     Við útgáfu framkvæmda- eða byggingarleyfis getur sveitarstjórn heimilað að vikið sé frá kröfum 2. mgr. um breytingu á deiliskipulagi og grenndarkynningu þegar um svo óveruleg frávik er að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.

3. gr.

     1. mgr. 44. gr. laganna orðast svo:
     Þegar sótt er um byggingar- eða framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmd sem er í samræmi við aðalskipulag en deiliskipulag liggur ekki fyrir getur sveitarstjórn eða sá aðili sem heimild hefur til fullnaðarafgreiðslu mála, sbr. 6. gr., ákveðið að veita megi leyfi án deiliskipulagsgerðar ef framkvæmdin er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar. Skal skipulagsnefnd þá láta fara fram grenndarkynningu. Þegar um er að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi skal skipulagsnefnd láta fara fram grenndarkynningu, sbr. 2. og 3. mgr. 43. gr.

4. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 1. febrúar 2016.