Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1033, 145. löggjafarþing 385. mál: sérstakt gjald vegna ólögmæts sjávarafla (útvíkkun skilgreiningar).
Lög nr. 19 30. mars 2016.

Lög um breytingu á lögum um sérstakt gjald vegna ólögmæts sjávarafla, nr. 37/1992, með síðari breytingum.


1. gr.

     1. mgr. 1. gr. laganna orðast svo:
     Ólögmætur er sá sjávarafli:
  1. sem er umfram það aflamark eða krókaaflamark sem veiðiskip hefur eða umfram hámarksafla sem veiðiskipi er settur með öðrum hætti,
  2. sem fenginn er án þess að tilskilin veiðileyfi hafi verið fyrir hendi,
  3. sem fenginn er utan leyfilegra veiðidaga, nema um eðlilegan meðafla sé að ræða,
  4. sem fenginn er með óleyfilegum veiðarfærum,
  5. sem fenginn er á svæði þar sem viðkomandi veiðar eru bannaðar,
  6. sem 2. mgr. 7. gr. tekur til.


2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 16. mars 2016.