Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1448, 145. löggjafarþing 688. mál: Evrópska efnahagssvæðið (Uppbyggingarsjóður EES 2014--2021).
Lög nr. 81 16. júní 2016.

Lög um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, með síðari breytingum (Uppbyggingarsjóður EES 2014–2021).


1. gr.

     Við 1. gr. laganna bætist nýr töluliður, svohljóðandi: samning milli Evrópusambandsins, Íslands, Liechtensteins og Noregs um EES-fjármagnskerfið 2014–2021.

2. gr.

     Við 2. gr. laganna bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
     1. gr. samningsins, sem vísað er til í 11. tölul. 1. gr., skal hafa lagagildi hér á landi.
     Þau ákvæði samningsins, sem vísað er til í 13. mgr., eru prentuð sem fylgiskjal X með lögum þessum.

3. gr.

     1. gr. samningsins um EES-fjármagnskerfið 2014–2021, sem vísað er til í 2. gr. laga þessara, er prentuð sem fylgiskjal með lögum þessum.

4. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.


Fylgiskjal.

Fylgiskjal X með lögum um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, með síðari breytingum.
1. GR. SAMNINGS UM EES-FJÁRMAGNSKERFIÐ 2014–2021

1. gr.

     Í stað 117. gr. EES-samningsins komi eftirfarandi:
     „Í bókun 38, bókun 38a, og viðauka við hana, í bókun 38b og viðauka við hana og í bókun 38c er að finna ákvæði um fjármagnskerfið“.

Samþykkt á Alþingi 2. júní 2016.