Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 597, 146. löggjafarþing 236. mál: útlendingar (frestun réttaráhrifa o.fl.).
Lög nr. 17 18. apríl 2017.

Lög um breytingu á lögum um útlendinga, nr. 80/2016 (frestun réttaráhrifa o.fl.).


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 35. gr. laganna:
  1. Í stað 1. málsl. 2. mgr. koma þrír nýir málsliðir, svohljóðandi: Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. frestar kæra ekki réttaráhrifum ákvörðunar Útlendingastofnunar um að útlendingur skuli yfirgefa landið í þeim tilvikum þegar Útlendingastofnun hefur metið umsókn hans bersýnilega tilhæfulausa og hann kemur frá ríki sem er á lista stofnunarinnar yfir örugg upprunaríki, sbr. b-lið 1. mgr. og 2. mgr. 29. gr. Hið sama gildir um ákvörðun sem Útlendingastofnun tekur samkvæmt lokamálslið þessarar málsgreinar. Berist kærunefnd útlendingamála beiðni um frestun réttaráhrifa á ákvörðun Útlendingastofnunar eða kæra á ákvörðun Útlendingastofnunar um að fresta ekki réttaráhrifum skal nefndin vísa frá slíku erindi.
  2. 3. mgr. fellur brott.


2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 70. gr. laganna:
  1. Í stað 2. málsl. 1. mgr. koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Skilyrði þess er að makinn hafi rétt til fjölskyldusameiningar samkvæmt þessum kafla og að hann sé annaðhvort í hjúskap eða sambúð. Sambúð skal hafa varað lengur en eitt ár.
  2. Orðin „hjúskapur eða“ í 2. mgr. falla brott.


3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.
     Við gildistöku laga þessara fellur brott ákvæði til bráðabirgða í lögunum.

Samþykkt á Alþingi 6. apríl 2017.