Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 733, 146. löggjafarþing 410. mál: hlutafélög og einkahlutafélög (rafræn fyrirtækjaskrá o.fl.).
Lög nr. 26 19. maí 2017.

Lög um breytingu á lögum um hlutafélög og lögum um einkahlutafélög (rafræn fyrirtækjaskrá o.fl.).


I. KAFLI
Breyting á lögum um hlutafélög, nr. 2/1995, með síðari breytingum.

1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 84. gr. laganna:
  1. Á eftir orðinu „ársreikning“ í 1. mgr. kemur: sem saminn er samkvæmt lögum um ársreikninga.
  2. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
  3.      Undanþegin skyldu til að leggja fram á aðalfundi skýrslu endurskoðenda eða skoðunarmanna eru örfélög samkvæmt skilgreiningu laga um ársreikninga sem nýta sér heimild þeirra laga til að semja rekstraryfirlit og efnahagsyfirlit byggð á skattframtali félagsins.


2. gr.

     Á eftir orðinu „skoðunarmanna“ í 4. mgr. 88. gr. laganna kemur: þegar við á.

3. gr.

     Í stað 3. mgr. 147. gr. laganna koma tvær nýjar málsgreinar, 3. og 4. mgr., svohljóðandi:
     Tilkynningar til hlutafélagaskrár ásamt fylgiskjölum og tilskildum skráningar- og birtingargjöldum skal senda beint til hlutafélagaskrár á því formi sem hlutafélagaskrá ákveður.
     Tilkynningar og gögn sem skylt er að senda hlutafélagaskrá skulu vera á íslensku.

II. KAFLI
Breyting á lögum um einkahlutafélög, nr. 138/1994, með síðari breytingum.

4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 59. gr. laganna:
  1. Á eftir orðinu „ársreikning“ í 1. mgr. kemur: sem saminn er samkvæmt lögum um ársreikninga.
  2. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
  3.      Undanþegin skyldu til að leggja fram á aðalfundi skýrslu endurskoðenda eða skoðunarmanna eru örfélög samkvæmt skilgreiningu laga um ársreikninga sem nýta sér heimild þeirra laga til að semja rekstraryfirlit og efnahagsyfirlit byggð á skattframtali félagsins.


5. gr.

     Á eftir orðinu „skoðunarmanna“ í 4. mgr. 63. gr. laganna kemur: þegar við á.

6. gr.

     Í stað 3. mgr. 121. gr. laganna koma tvær nýjar málsgreinar, 3. og 4. mgr., svohljóðandi:
     Tilkynningar til hlutafélagaskrár ásamt fylgiskjölum og tilskildum skráningar- og birtingargjöldum skal senda beint til hlutafélagaskrár á því formi sem hlutafélagaskrá ákveður. Skal málsmeðferðin vera rafræn sé þess kostur.
     Tilkynningar og gögn sem skylt er að senda hlutafélagaskrá skulu vera á íslensku.

7. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 9. maí 2017.