Aðrar útgáfur af skjalinu:
PDF
Word Perfect.
Þingskjal 903, 146. löggjafarþing 505. mál: meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum (úttektarheimildir).
Lög nr. 27 26. maí 2017.
Heimilt er að taka út áfallnar greiðslur vegna vaxta, verðbóta vaxta, arðs og samningsbundinna afborgana höfuðstóls lánaskuldbindinga, annarra en eingreiðslulánaskuldbindinga, og verðbætur þeirra. Tilkynna skal Seðlabanka Íslands um úttekt skv. 1. málsl. innan fimm virkra daga frá því að hún á sér stað.
Þingskjal 903, 146. löggjafarþing 505. mál: meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum (úttektarheimildir).
Lög nr. 27 26. maí 2017.
Lög um breytingu á lögum um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum, nr. 37/2016, með síðari breytingum (úttektarheimildir).
1. gr.
2. mgr. 11. gr. laganna orðast svo:Heimilt er að taka út áfallnar greiðslur vegna vaxta, verðbóta vaxta, arðs og samningsbundinna afborgana höfuðstóls lánaskuldbindinga, annarra en eingreiðslulánaskuldbindinga, og verðbætur þeirra. Tilkynna skal Seðlabanka Íslands um úttekt skv. 1. málsl. innan fimm virkra daga frá því að hún á sér stað.
2. gr.
Í stað „1.000.000 kr.“ í 3. mgr. 12. gr. laganna kemur: 100.000.000 kr.3. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.Samþykkt á Alþingi 24. maí 2017.