Aðrar útgáfur af skjalinu:
PDF
Word Perfect.
Þingskjal 991, 146. löggjafarþing 374. mál: meðferð sakamála (rafræn undirritun sakbornings).
Lög nr. 34 14. júní 2017.
Þingskjal 991, 146. löggjafarþing 374. mál: meðferð sakamála (rafræn undirritun sakbornings).
Lög nr. 34 14. júní 2017.
Lög um breytingu á lögum um meðferð sakamála, nr. 88/2008, með síðari breytingum (rafræn undirritun sakbornings).
1. gr.
Við 1. mgr. 148. gr. laganna bætast þrír nýir málsliðir er orðast svo: Rafræn undirritun sakbornings telst fullgild undirritun samkvæmt þessari grein. Hafi skýrsla verið undirrituð rafrænt er lögreglu heimilt að afhenda hana sakborningi með rafrænum hætti. Ráðherra skal kveða nánar á um framkvæmd rafrænnar undirritunar og afhendingar skýrslu í reglugerð.2. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.Samþykkt á Alþingi 31. maí 2017.