Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 989, 146. löggjafarþing 312. mál: endurskoðendur (eftirlitsgjald).
Lög nr. 38 14. júní 2017.

Lög um breytingu á lögum um endurskoðendur, nr. 79/2008, með síðari breytingum (eftirlitsgjald).


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 8. mgr. 18. gr. laganna:
  1. Í stað „50.000 kr.“ í 1. málsl. kemur: 80.000 kr.
  2. Í stað „1. janúar“ í 2. málsl. kemur: 1. apríl.


2. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Þrátt fyrir ákvæði 8. mgr. 18. gr. verður árlegt gjald fyrir rekstrarárið 2017 50.000 kr., með gjalddaga 1. janúar 2018.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 31. maí 2017.