Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1044, 146. löggjafarþing 413. mál: landhelgi, efnahagslögsaga og landgrunn (grunnlínupunktar og aðlægt belti).
Lög nr. 58 14. júní 2017.

Lög um breytingu á lögum um landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunn, nr. 41/1979 (grunnlínupunktar og aðlægt belti).


1. gr.

     1. gr. laganna orðast svo:
     Landhelgi Íslands skal afmörkuð af línu sem alls staðar er 12 sjómílur frá grunnlínu sem dregin er milli eftirtalinna staða:
1. 66°27'18,73"N 22°24'10,19"V Horn I
2. 66°08'04,64"N 20°10'48,81"V Ásbúðarrif
3. 66°12'04,58"N 18°51'30,00"V Siglunes
4. 66°10'20,57"N 17°51'14,76"V Flatey
5. 66°17'59,33"N 17°07'02,92"V Lágey
6. 66°30'37,67"N 16°32'38,58"V Rauðinúpur
7. 66°32'26,03"N 16°11'47,30"V Rifstangi
8. 66°32'16,91"N 16°01'52,45"V Hraunhafnartangi I
9. 66°32'15,98"N 16°01'31,32"V Hraunhafnartangi II
10. 66°32'14,74"N 16°01'18,66"V Hraunhafnartangi III
11. 66°22'42,72"N 14°31'47,69"V Langanes
12. 65°30'39,80"N 13°36'16,23"V Glettinganes
13. 65°09'58,45"N 13°30'37,83"V Norðfjarðarhorn
14. 65°04'37,50"N 13°29'34,21"V Gerpir
15. 64°58'54,90"N 13°30'46,40"V Hólmur
16. 64°57'41,21"N 13°31'33,17"V Setusker
17. 64°54'04,80"N 13°36'51,98"V Þursasker
18. 64°35'06,16"N 14°01'35,92"V Ystiboði
19. 64°32'45,47"N 14°06'56,14"V Selsker
20. 64°23'45,67"N 14°27'32,81"V Hvítingar
21. 64°14'08,11"N 14°58'22,20"V Stokksnes I
22. 64°14'23,41"N 14°57'37,98"V Stokksnes II
23. 64°01'39,04"N 15°58'37,16"V Hrollaugseyjar
24. 63°55'45,18"N 16°11'00,17"V Tvísker
25. 63°47'50,65"N 16°38'22,59"V Ingólfshöfði
26. 63°43'31,09"N 17°37'32,76"V Hvalsíki
27. 63°30'24,19"N 18°00'01,69"V Meðallandssandur I
28. 63°32'23,47"N 17°55'14,65"V Meðallandssandur II
29. 63°27'43,73"N 18°09'09,22"V Mýrnatangi
30. 63°23'36,05"N 18°44'10,16"V Kötlutangi
31. 63°23'32,72"N 19°07'26,23"V Lundadrangur
32. 63°17'44,80"N 20°36'16,61"V Surtsey
33. 63°43'48,66"N 22°59'18,71"V Eldeyjardrangur
34. 63°40'40,03"N 23°17'05,86"V Geirfugladrangur
35. 64°51'16,81"N 24°02'19,59"V Skálasnagi
36. 65°30'07,00"N 24°32'12,73"V Bjargtangar I
37. 65°30'17,56"N 24°32'07,35"V Bjargtangar II
38. 65°48'23,52"N 24°06'07,72"V Kópanes
39. 66°03'39,84"N 23°47'33,50"V Barði I
40. 66°04'11,01"N 23°46'41,61"V Barði II
41. 66°25'48,44"N 23°08'21,56"V Straumnes I
42. 66°25'54,17"N 23°08'10,87"V Straumnes II
43. 66°25'59,11"N 23°07'52,08"V Straumnes III
44. 66°26'11,36"N 23°06'47,40"V Straumnes IV
45. 66°28'00,48"N 22°57'13,86"V Kögur I
46. 66°28'11,57"N 22°56'12,07"V Kögur II
47. 66°27'55,63"N 22°28'21,71"V Horn II
Landhelgin skal auk þess afmörkuð af línu sem alls staðar er 12 sjómílur frá stórstraumsfjöruborði Kolbeinseyjar (67°08'59,57"N, 18°40'58,70"V), Hvalbaks (64°35'45,42"N, 13°16'37,71"V) og ystu annesjum og skerjum Grímseyjar (66°34'03,27"N, 18°01'18,74"V; 66°33'33,72"N, 18°00'03,65"V; 66°32'45,09"N, 17°58'38,74"V; 66°32'00,88"N, 17°58'40,37"V; 66°31'29,42"N, 17°58'45,61"V; 66°31'36,26"N, 17°59'24,84"V; 66°31'40,69"N, 17°59'43,81"V; 66°32'15,60"N, 18°01'17,25"V; 66°32'21,61"N, 18°01'22,93"V; 66°32'33,57"N, 18°01'34,45"V; 66°33'04,77"N, 18°01'48,60"V; 66°34'01,34"N, 18°01'28,13"V).
     Hver sjómíla reiknast 1.852 metrar.

2. gr.

     Á eftir I. kafla laganna kemur nýr kafli, I.A, Aðlægt belti, með þremur nýjum greinum, 2. gr. a, 2. gr. b og 2. gr. c, svohljóðandi:
     
     a. (2. gr. a.)
     Aðlægt belti er svæði utan landhelgi sem afmarkast af línu sem alls staðar er 24 sjómílur frá grunnlínum landhelginnar.
     
     b. (2. gr. b.)
     Innan aðlægs beltis hafa íslensk stjórnvöld heimild til að beita nauðsynlegu valdi til að:
  1. afstýra brotum á lögum og reglum í tolla-, fjár-, innflytjenda- eða heilbrigðismálum á landi eða innan landhelginnar,
  2. refsa fyrir brot á framangreindum lögum og reglum sem framin eru á landi eða innan landhelginnar.

     
     c. (2. gr. c.)
     Brottnám muna sem eru fornleifafræðilegs og sögulegs eðlis af hafsbotni innan aðlæga beltisins án heimildar íslenskra stjórnvalda telst vera brot á lögum og reglum sem um slíkt gilda á Íslandi.

3. gr.

     Heiti laganna verður: Lög um landhelgi, aðlægt belti, efnahagslögsögu og landgrunn.

4. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 1. júní 2017.