Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 104, 148. löggjafarþing 7. mál: útlendingar (dvalarleyfi vegna iðnnáms).
Lög nr. 89 27. desember 2017.

Lög um breytingu á lögum um útlendinga, nr. 80/2016, með síðari breytingum (dvalarleyfi vegna iðnnáms).


1. gr.

     15. tölul. 3. gr. laganna fellur brott.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 65. gr. laganna:
  1. Við 1. mgr. bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Fullt nám er samfellt nám á háskólastigi, þ.m.t. nám á háskólastigi sem fram fer á vinnustöðum, eða annað það nám sem gerir sambærilegar kröfur til undirbúningsmenntunar og nám á háskólastigi. Sá sem sækir einstök námskeið telst ekki stunda fullt nám.
  2. Á eftir 4. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
  3.      Heimilt er að veita útlendingi dvalarleyfi samkvæmt ákvæði þessu að uppfylltum skilyrðum 2. mgr. vegna iðnnáms og viðurkennds starfsnáms á framhaldsskólastigi.


3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 22. desember 2017.