Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 115, 148. löggjafarþing 4. mál: mannvirki (faggilding, frestur).
Lög nr. 91 29. desember 2017.

Lög um breytingu á lögum um mannvirki, nr. 160/2010, með síðari breytingum (faggilding, frestur).


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. tölul. ákvæðis til bráðabirgða í lögunum:
  1. 1. málsl. verður svohljóðandi: Mannvirkjastofnun og byggingarfulltrúar hafa eftirfarandi frest til að afla sér faggildingar í samræmi við ákvæði 19. gr.:
    1. frest til 1. janúar 2019 til að afla sér faggildingar til að yfirfara séruppdrætti og annast úttektir,
    2. frest til 1. janúar 2020 til að afla sér faggildingar til að yfirfara aðaluppdrætti.
  2. Í stað ártalsins „2018“ í 3. málsl. kemur: 2020.


2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 28. desember 2017.