Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 875, 148. löggjafarþing 346. mál: húsnæðissamvinnufélög (fjármögnun húsnæðissamvinnufélaga).
Lög nr. 26 7. maí 2018.

Lög um breytingu á lögum um húsnæðissamvinnufélög, nr. 66/2003, með síðari breytingum (fjármögnun húsnæðissamvinnufélaga).


1. gr.

     D-liður 1. mgr. 5. gr. laganna orðast svo: Með lánum, með útgáfu skuldabréfa og/eða með styrkjum og framlögum frá samstarfsaðilum.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 26. apríl 2018.