Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1204, 148. löggjafarþing 648. mál: veiðigjald (veiðigjald 2018).
Lög nr. 56 19. júní 2018.

Lög um breytingu á lögum um veiðigjald, nr. 74/2012 (veiðigjald 2018).


1. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Þrátt fyrir önnur ákvæði þessara laga, m.a. 8. og 9. gr., skal veiðigjald á landaðan afla, frá og með 1. september til 31. desember 2018, nema í krónum á hvert kílógramm óslægðs afla þeim fjárhæðum sem hér segir:
Tegund Veiðigjald kr. Tegund Veiðigjald kr.
Blágóma 2,82 Loðna 1,80
Blálanga 9,98 Lýsa 7,59
Búrfiskur 78,73 Makríll 3,35
Djúpkarfi 17,35 Náskata 2,60
Gjölnir 3,25 Rækja 1,74
Grálúða 58,13 Sandkoli 3,04
Grásleppa 9,76 Síld 3,22
Gullkarfi 13,23 Skarkoli 17,14
Gulllax 6,51 Skata 5,86
Háfur 5,21 Skrápflúra 2,60
Hákarl 1,30 Skötuselur 25,59
Hámeri 5,21 Slétti langhali 9,76
Hlýri 16,92 Snarphali 3,04
Humar 20,17 Sólkoli 37,31
Hvítskata 6,72 Steinbítur 12,80
Hörpudiskur 10,19 Stinglax 8,03
Ígulker 8,03 Stóra brosma 3,04
Keila 6,94 Tindaskata 1,52
Kolmunni 1,16 Ufsi 13,23
Langa 11,50 Úthafskarfi 13,23
Langlúra 6,51 Ýsa 25,16
Litla brosma 1,95 Þorskur 21,69
Litli karfi 7,81 Öfugkjafta 9,11

     Veiðigjald annarra nytjastofna en í töflunni greinir er 1,03 kr. á hvert kílógramm óslægðs afla. Veiðigjald fyrir hval er sem hér segir: Langreyður 51.440 kr. og hrefna 8.230 kr. Veiðigjald á sjávargróður er: 514 kr. á hvert landað tonn klóþangs, hrossaþara og stórþara (blautvigt).
     Hver gjaldskyldur aðili á rétt á því að veittur sé 20% afsláttur af fyrstu 1,58 millj. kr. álagðs veiðigjalds og 15% afsláttur af næstu 1,58 millj. kr. álagningar, vegna afla sem landað er frá 1. september til 31. desember 2018.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.
     Fyrirmælum annarra ákvæða laganna verður beitt við framkvæmd laga þessara, þótt lögin falli að öðru leyti úr gildi 31. desember 2018.

Samþykkt á Alþingi 8. júní 2018.