Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 629, 149. löggjafarþing 179. mál: útflutningur hrossa (gjald í stofnverndarsjóð).
Lög nr. 124 18. desember 2018.

Lög um breytingu á lögum um útflutning hrossa, nr. 27/2011, með síðari breytingum (gjald í stofnverndarsjóð).


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:
  1. Í stað „1.500 kr.“ í 1. málsl. kemur: 3.500 kr.
  2. Í stað „Bændasamtök Íslands“ í 2. málsl. kemur: Innheimtumaður ríkissjóðs.


2. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2019.

Samþykkt á Alþingi 7. desember 2018.