Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 627, 149. löggjafarþing 158. mál: svæðisbundin flutningsjöfnun.
Lög nr. 125 18. desember 2018.

Lög um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun, nr. 160/2011, með síðari breytingum (gildissvið og framlenging gildistíma).


1. gr.

     Við 2. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Lög þessi gilda einnig um veitingu flutningsjöfnunarstyrkja til einstaklinga eða lögaðila sem framleiða með ræktun ávexti, blóm eða grænmeti og fullvinna framleiðslu sína í söluhæfar umbúðir enda falli framleiðslan undir flokk 01.1, ræktun nytjajurta annarra en fjölærra, og/eða flokk 01.2, ræktun fjölærra nytjajurta, í A-bálki íslensku atvinnugreinaflokkunarinnar ÍSAT2008.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
  1. 7. tölul. orðast svo: Framleiðsla: Ummyndun efnis eða ræktun í nýjar afurðir sem fellur undir ákvæði 2. gr.
  2. Í stað „245 km“ í 10. tölul. kemur: 150 km.


3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:
  1. Í stað „245 km“ í 1. og 2. mgr. kemur: 150 km.
  2. Í stað „245–390 km“ í 2. mgr. kemur: 150–390 km.
  3. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
  4.      Nemi styrkhæfar umsóknir um flutningsjöfnunarstyrk hærri fjárhæð en sem nemur fjárheimildum ársins, að frádregnum kostnaði Byggðastofnunar, skal stofnunin lækka hlutföll endurgreiðslna skv. 2. mgr. þannig að ekki sé farið fram úr fjárheimildum. Nemi styrkhæfar umsóknir hins vegar lægri fjárhæð en fjárheimildir ársins, að frádregnum kostnaði Byggðastofnunar, skal stofnunin hækka hlutföll endurgreiðslu skv. 2. mgr. þannig að fjárheimildir verði fullnýttar, enda sé ekki farið upp fyrir þau mörk sem tilgreind eru í 3. mgr.


4. gr.

     Við 7. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Kostnaður Byggðastofnunar af móttöku og umsýslu umsókna um styrki samkvæmt lögum þessum greiðist af fjárveitingu fyrir jöfnun flutningskostnaðar.

5. gr.

     Í stað ártalsins „2020“ í 11. gr. laganna kemur: 2025.

6. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2019.

Samþykkt á Alþingi 7. desember 2018.