Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1474, 149. löggjafarþing 633. mál: aukatekjur ríkissjóðs (gjald fyrir þinglýsingar með rafrænni færslu).
Lög nr. 29 15. maí 2019.

Lög um breytingu á lögum um aukatekjur ríkissjóðs, nr. 88/1991, með síðari breytingum (gjald fyrir þinglýsingar með rafrænni færslu).


1. gr.

     Við 1. mgr. 8. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Fyrir þinglýsingu með rafrænni færslu skal greiða 1.500 kr.

2. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Þrátt fyrir ákvæði 2. málsl. 1. mgr. 8. gr. skal greiða 2.500 kr. fyrir þinglýsingu með rafrænni færslu fram til 1. janúar 2020.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 7. maí 2019.