Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1473, 149. löggjafarþing 638. mál: bindandi álit í skattamálum (gildistími útgefinna álita, hækkun gjalds).
Lög nr. 39 16. maí 2019.

Lög um breytingu á lögum um bindandi álit í skattamálum, nr. 91/1998, með síðari breytingum (gildistími útgefinna álita, hækkun gjalds).


1. gr.

     Orðin „og viðkomandi skattyfirvalds“ í 1. málsl. 4. gr. laganna falla brott.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:
  1. 1. málsl. orðast svo: Ríkisskattstjóri skal leggja bindandi álit til grundvallar skattlagningu álitsbeiðanda.
  2. Við bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Gildistími bindandi álita sem ríkisskattstjóri gefur út skv. 4. gr. er fimm ár. Hafi álitsbeiðandi ekki gert ráðstafanir sem fjallað er um í álitinu innan þess tíma fellur það niður.


3. gr.

     Í stað „75.000 kr.“ í 2. málsl. 1. mgr. 7. gr. laganna kemur: 150.000 kr.

4. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 7. maí 2019.