Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1445, 149. löggjafarþing 642. mál: siglingavernd (dagsektir, laumufarþegar o.fl.).
Lög nr. 41 16. maí 2019.

Lög um breytingu á lögum um siglingavernd, nr. 50/2004, með síðari breytingum (dagsektir, laumufarþegar o.fl.).


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. a laganna:
 1. Á eftir orðunum „framkvæmd á siglingavernd“ í 1. mgr. kemur: þ.m.t. æfingar og þjálfun í samræmi við verndaráætlun.
 2. Við 1. mgr. bætist: að viðlögðum dagsektum.
 3. Á eftir 1. mgr. koma sjö nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
 4.      Krafa um úrbætur að viðlögðum dagsektum skv. 1. mgr. skal tilkynnt skriflega á sannanlegan hátt þeim aðila sem hún beinist að.
       Verði eftirlitsskyldur aðili ekki við kröfu Samgöngustofu um viðeigandi úrbætur skv. 1. mgr. getur stofnunin ákveðið að hann greiði dagsektir þar til bætt hefur verið úr annmörkum að mati hennar.
       Eftirlitsskyldum aðila sem fyrirhuguð ákvörðun um dagsektir skv. 1. mgr. beinist að skal veittur frestur til að koma að skriflegum athugasemdum áður en ákvörðun er tekin. Tilkynningu Samgöngustofu um fyrirhugaða ákvörðun um dagsektir skal fylgja skriflegur rökstuðningur.
       Dagsektir geta numið frá 10.000 kr. til 1 millj. kr. á dag. Við ákvörðun fjárhæðar dagsekta skal m.a. líta til eðlis og alvarleika vanrækslu eða brots, hvað það hefur staðið lengi, hvort um ítrekað brot er að ræða og fjárhagslegs styrkleika hins eftirlitsskylda aðila.
       Ákvarðanir Samgöngustofu um dagsektir eru aðfararhæfar. Málskot til ráðuneytisins frestar aðför. Kærufrestur vegna ákvörðunar um dagsektir er sjö dagar.
       Dagsektir skulu renna í ríkissjóð að frádregnum kostnaði við álagningu og innheimtu. Óinnheimtar dagsektir falla niður þegar skyldu er fullnægt.
       Heimilt er að kveða nánar á um ákvörðun um innheimtu dagsekta í reglugerð.
 5. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Athugasemdir og úrbætur. Dagsektir.


2. gr.

     Í stað orðanna „og 6. gr. laga þessara“ í 15. gr. laganna kemur: 6. gr. og 2.–3. mgr. 8. gr. laga þessara.

3. gr.

     Lög þessi taka þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 6. maí 2019.