Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1742, 149. löggjafarþing 494. mál: rafræn viðskipti og önnur rafræn þjónusta (takmörkuð ábyrgð hýsingaraðila).
Lög nr. 54 21. júní 2019.

Lög um breytingu á lögum um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu, nr. 30/2002, með síðari breytingum (takmörkuð ábyrgð hýsingaraðila).


1. gr.

     2. tölul. 1. mgr. 14. gr. laganna orðast svo: beina vitneskju um að um sé að ræða ólöglega starfsemi eða upplýsingar og, að því er varðar skaðabótaábyrgð, honum sé kunnugt um staðreyndir eða aðstæður svo að ljóst megi vera að um ólöglega starfsemi eða upplýsingar er að ræða.

2. gr.

     15., 16. og 17. gr. ásamt fyrirsögnum og 2. málsl. 18. gr. laganna falla brott.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 7. júní 2019.