Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1790, 149. löggjafarþing 759. mál: efnalög (breytt hugtakanotkun, einföldun á framkvæmd, EES-reglur um kvikasilfur).
Lög nr. 57 25. júní 2019.

Lög um breytingu á efnalögum, nr. 61/2013, með síðari breytingum (breytt hugtakanotkun, einföldun á framkvæmd, EES-reglur um kvikasilfur).


1. gr.

     Í stað orðanna „sértækra nota samkvæmt lögum þessum“ í 2. málsl. 1. mgr. 2. gr. laganna kemur: nota í vörum sem falla undir lög þessi.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
  1. Við 22. tölul. bætast tveir nýir stafliðir, svohljóðandi:
    1. Hvað varðar plöntuverndarvörur er markaðssetning það að hafa umráð með sölu, þ.m.t. að bjóða þær til sölu eða afhendingar í öðru formi, hvort heldur er gegn gjaldi eða án endurgjalds, og sjálf salan, dreifingin eða önnur form afhendingar að undanskilinni endursendingu til fyrri seljanda. Afgreiðsla í frjálst flæði inn á EES-svæði telst markaðssetning.
    2. Hvað varðar sæfivörur er markaðssetning það að bjóða tiltekna sæfivöru eða meðhöndlaða vöru fram í fyrsta sinn á markaði, þ.m.t. öll afhending sæfivöru eða meðhöndlaðrar vöru til dreifingar eða notkunar meðan á viðskiptastarfsemi stendur, hvort heldur er gegn greiðslu eða án endurgjalds.
  2. 27. tölul. orðast svo: Notendaleyfi: Leyfi sem veitir nafngreindum einstaklingi heimild til að kaupa og nota notendaleyfisskyldar vörur.
  3. 32. og 33. tölul. falla brott.
  4. 41. tölul. orðast svo: Útrýmingarefni: Nagdýraeitur, lindýraeitur, ormaeitur og vörur til að verjast öðrum hryggleysingjum, skordýraeitur, mítlasæfar og vörur til að verjast öðrum liðdýrum.
  5. 42. tölul. fellur brott.
  6. Við 45. tölul. bætist: sem tekin hafa verið saman í samræmi við kröfur um form og innihald öryggisblaða sem settar eru í reglugerð.
  7. Við bætast eftirfarandi orðskýringar í réttri stafrófsröð, svohljóðandi:
    1. Eiturefnaleyfi: Leyfi veitt af Vinnueftirliti ríkisins til nafngreinds einstaklings eða fyrirtækis til að kaupa og nota eiturefni við framkvæmd vinnu.
    2. Faggilding: Aðferð sem þar til bær aðili beitir til að veita formlega viðurkenningu á því að aðili sé hæfur til að vinna tiltekin verkefni. Um faggildingu fer samkvæmt lögum um faggildingu o.fl., nr. 24/2006.
    3. Kvikasilfur: Frumefnið kvikasilfur (Hg(0) CAS-nr. 7439-97-6).
    4. Kvikasilfurssamband: Hvers konar efni sem samanstendur af kvikasilfursatómum og einu eða fleiri atómum annarra frumefna sem einungis er unnt að aðskilja í mismunandi efnisþætti með efnahvörfum.
    5. Notendaleyfisskyld vara: Plöntuverndarvörur og útrýmingarefni þar sem skilgreint er í markaðsleyfi að varan sem um ræðir sé einungis ætluð til notkunar í atvinnuskyni, enda sé krafist sérstakrar kunnáttu við notkun hennar.
    6. Sambandsleyfi: Stjórnvaldsaðgerð þar sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins heimilar að sæfivara eða flokkur skyldra sæfivara sé boðinn fram á markaði og notaður á yfirráðasvæði Evrópusambandsins eða hluta þess.
    7. Tannsilfur: Málmblendi sem inniheldur kvikasilfur og notað er til tannviðgerða.
    8. Vara með viðbættu kvikasilfri: Vara eða efnisþáttur vöru sem inniheldur kvikasilfur eða kvikasilfurssamband sem bætt var við af ásetningi.


3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
  1. Í stað orðsins „varnarefna“ í 5. tölul. kemur: plöntuverndarvara.
  2. Í stað orðanna „á varnarefnum“ í 9. tölul. kemur: fyrir plöntuverndarvörum og sæfivörum.
  3. Í stað orðanna „tiltekinna varnarefna“ í 11. tölul. kemur: notendaleyfisskyldra vara.


4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:
  1. 2. tölul. orðast svo: hafa, í samvinnu við Umhverfisstofnun og í samræmi við áherslur eftirlitsáætlunar, sbr. 52. gr., eftirlit með meðferð og merkingum efna og efnablandna í starfsleyfisskyldri og skráningarskyldri starfsemi sem heyrir undir starfsleyfi sem nefndin gefur út og/eða hefur eftirlit með á grundvelli laga um hollustuhætti og mengunarvarnir; leiki grunur á um brot á þáttum sem falla undir lög þessi skal heilbrigðisnefnd tilkynna um það til Umhverfisstofnunar á þann hátt sem stofnunin ákveður.
  2. 4. tölul. fellur brott.


5. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. laganna:
  1. Í stað orðsins „varnarefna“ í 3. tölul. kemur: plöntuverndarvara.
  2. 4. tölul. orðast svo: tilkynna Umhverfisstofnun á þann hátt sem stofnunin ákveður ef grunur leikur á um brot á þáttum sem falla undir lög þessi og eftir atvikum að upplýsa slökkvilið um framkvæmd og niðurstöður eftirlits samkvæmt ákvæðum laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.
  3. Við bætist nýr töluliður, svohljóðandi: taka saman upplýsingar um atvinnusjúkdóma sem tengjast sæfivörum, einkum að því er varðar viðkvæma hópa, og um allar ráðstafanir sem gerðar eru til að draga úr hættunni á frekari tilvikum.


6. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. laganna:
  1. 1. tölul. fellur brott.
  2. Við bætast tveir nýir töluliðir, svohljóðandi:
    1. taka saman upplýsingar um öll tilvik eitrunar vegna sæfivara og allar ráðstafanir sem gerðar eru til að draga úr hættu á frekari tilvikum,
    2. halda utan um algeng eitrunartilvik og upplýsa Umhverfisstofnun um þau í því skyni að stofnunin geti upplýst almenning um hættu tengda notkun á efnum, efnablöndum og hlutum sem innihalda efni þegar þörf er á til verndar heilsu eða umhverfi.
  3. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
  4.      Framleiðendum, eftirnotendum og hverjum þeim öðrum sem hafa undir höndum upplýsingar sem geta talist nauðsynlegar til að upplýsa um eitrunartilvik ber að afhenda þær Eitrunarmiðstöð Landspítalans sem og gögn sem hafa þýðingu vegna tiltekins eitrunartilviks, þ.m.t. upplýsingar um hlutfallslega samsetningu vörunnar.


7. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 11. gr. laganna:
  1. Í stað orðsins „varnarefna“ í f-lið 2. tölul. kemur: plöntuverndarvara og sæfivara.
  2. Í stað orðsins „Varnarefni“ í upphafi 3. tölul. kemur: Plöntuverndarvörur og sæfivörur.
  3. Í stað orðsins „varnarefna“ í a-lið 3. tölul. kemur: plöntuverndarvara.
  4. Í stað orðsins „efnanna“ í b-lið 3. tölul. kemur: varanna.
  5. Á eftir orðinu „markaðsleyfis“ í b-lið 3. tölul. kemur: sem og afgreiðslu sambandsleyfa.
  6. Í stað orðsins „varnarefna“ í c-lið 3. tölul. kemur: plöntuverndarvara og sæfivara.
  7. Í stað orðsins „varnarefnum“ í e- og i-lið 3. tölul. kemur: plöntuverndarvörum og sæfivörum.
  8. Í stað orðsins „varnarefni“ í f-lið 3. tölul. kemur: plöntuverndarvörum og sæfivörum.
  9. Í stað orðsins „varnarefna“ í g- og h-lið 3. tölul. kemur: plöntuverndarvara.
  10. 12. tölul. orðast svo: Kaup og viðtöku eiturefna og notendaleyfisskyldra vara.
  11. Í stað orðanna „tiltekinna varnarefna“ í 14. tölul. kemur: notendaleyfisskyldra vara.
  12. Í stað orðsins „varnarefna“ í 15. tölul. kemur: plöntuverndarvara og útrýmingarefna.
  13. 21. tölul. orðast svo:
    1. Kvikasilfur, sbr. X. kafla C, þ.m.t. um:
      1. takmarkanir á eða bann við útflutningi kvikasilfurs, þ.m.t. kvikasilfurssambanda og efnablandna sem innihalda kvikasilfur, sem og undanþágur frá útflutningstakmörkunum eða útflutningsbanni,
      2. takmarkanir á eða bann við innflutningi kvikasilfurs, þ.m.t. kvikasilfurssambanda og efnablandna sem innihalda kvikasilfur, sem og undanþágur frá innflutningstakmörkunum eða innflutningsbanni,
      3. takmarkanir á eða bann við útflutningi, innflutningi og framleiðslu vara með viðbættu kvikasilfri sem og undanþágur frá takmörkunum eða banni,
      4. eyðublöð fyrir inn- og útflutning kvikasilfurs,
      5. takmarkanir á og bann við notkun kvikasilfurs, kvikasilfurssambanda og efnablandna sem innihalda kvikasilfur í iðnaðarstarfsemi og bráðabirgðageymslu kvikasilfurs, kvikasilfurssambanda og efnablandna sem innihalda kvikasilfur,
      6. takmarkanir á og bann við framleiðslu og markaðssetningu nýrra vara með viðbættu kvikasilfri og nýrra framleiðsluferla, leyfisveitingar vegna framleiðslu og markaðssetningar nýrra vara með viðbættu kvikasilfri sem og undanþágur frá slíkum takmörkunum og bönnum,
      7. bann við notkun kvikasilfurs við óvélvæddan og minni háttar gullnámugröft,
      8. takmarkanir og bann við notkun tannsilfurs sem og meðferð tannsilfurs,
      9. meðferð kvikasilfursúrgangs, þ.m.t. um förgun, skýrslugjöf, varðveislu og geymslu kvikasilfursúrgangs, rekjanleika og menguð svæði.


8. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 16. gr. laganna:
  1. Orðin „og varnarefni“ í 1. málsl. 1. mgr. falla brott.
  2. Í stað orðanna „tiltekin varnarefni skulu geymd“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: notendaleyfisskyldar vörur skulu geymdar.
  3. Í stað orðanna „og varnarefna“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: plöntuverndarvara og sæfivara.


9. gr.

     Í stað orðanna „svo sem varnarefnum“ í 19. gr. laganna kemur: þar á meðal plöntuverndarvörum og sæfivörum.

10. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 20. gr. laganna:
  1. 1. málsl. 1. mgr. orðast svo: Sá sem markaðssetur tiltekin leyfisskyld efni eða efnablöndur skal tilkynna Umhverfisstofnun um hvaða efni og efnablöndur ræðir og gefur Umhverfisstofnun út skráningarnúmer fyrir tollafgreiðslu þeirra.
  2. Í stað orðanna „eiturefni og“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: tiltekin.
  3. Í stað orðanna „á þar til gerðum eyðublöðum fyrir undangengið ár“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: fyrir undangengið ár á þann hátt sem stofnunin ákveður.
  4. Í stað orðanna „Tollstjóra er heimilt að“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: Tollstjóri skal.


11. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 21. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „eða sem varnarefni“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: þar á meðal plöntuverndarvörur og sæfivörur.
  2. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
  3.      Innflytjandi, framleiðandi eða annar aðili sem ber ábyrgð á markaðssetningu hættulegra efna eða efnablandna sem flokkast sem slík skal upplýsa Eitrunarmiðstöð Landspítala, á þann hátt sem hún ákveður, um efnasamsetningu og áhrif þeirra.


12. gr.

     24. gr. laganna orðast svo, ásamt fyrirsögn:
Markaðssetning eiturefna og notendaleyfisskyldra vara.
     Sá sem setur á markað eiturefni eða notendaleyfisskyldar vörur skal tilkynna um það til Umhverfisstofnunar á þann hátt sem stofnunin ákveður. Í tilkynningu skal tilgreina nafngreindan ábyrgðaraðila til að tryggja að nægjanleg fagþekking sé innan fyrirtækisins og skal hann vera til taks þegar sala fer fram. Umhverfisstofnun birtir á vefsetri sínu skrá yfir þá aðila sem hafa tilkynnt um markaðssetningu og tilnefnt ábyrgðaraðila.
     Nafngreindur ábyrgðaraðili á vegum þess sem um getur í 1. mgr. skal hafa lokið námi eða námskeiði þar sem fjallað er um, eftir atvikum, meðferð á eiturefnum eða notendaleyfisskyldum vörum, svo og um lög og reglur sem á því sviði gilda. Viðkomandi skal hafa staðist próf sem sýnir fram á þekkingu hans. Láti viðkomandi ábyrgðaraðili af störfum hjá hlutaðeigandi verslun eða birgi skal tilkynna til Umhverfisstofnunar um nýjan ábyrgðaraðila sem uppfyllir ákvæði 1. og 2. málsl.
     Til að taka við, kaupa og nota eiturefni þarf einstaklingur að vera 18 ára eða eldri. Kaupandi og viðtakandi skulu veita upplýsingar um til hvers og hvar nota skuli eiturefnið og framvísa skilríkjum til að staðfesta á sér deili. Til að taka við og kaupa eiturefni í því skyni að nota það við framkvæmd vinnu skal framvísa eiturefnaleyfi sem veitt hefur verið af Vinnueftirliti ríkisins. Sá sem markaðssetur eiturefni ber ábyrgð á því að einungis þeim sem mega kaupa, nota og veita viðtöku eiturefnum séu afhent umrædd efni. Ráðherra setur í reglugerð, sbr. 11. gr., nánari ákvæði um kaup og viðtöku eiturefna, svo sem um hámarksmagn sem einstaklingur má kaupa af eiturefnum.
     Til að taka við, kaupa og nota notendaleyfisskyldar vörur skal einstaklingur, eftir því sem við á, vera handhafi að notendaleyfi fyrir plöntuverndarvörum eða útrýmingarefnum. Sá sem markaðssetur notendaleyfisskyldar vörur ber ábyrgð á því að einungis handhöfum notendaleyfa séu afhentar slíkar vörur.
     Eiturefnum og notendaleyfisskyldum vörum skal komið þannig fyrir á útsölustöðum að þær séu ekki aðgengilegar viðskiptavinum heldur skulu þær afhentar sérstaklega. Sá sem markaðssetur eiturefni og notendaleyfisskyldar vörur skal halda skrá yfir sölu þeirra og afhenda Umhverfisstofnun upplýsingar um kaupanda og selt magn á því formi sem stofnunin tilgreinir. Ráðherra setur í reglugerð, sbr. 11. gr., nánari ákvæði um framsetningu eiturefna á útsölustöðum og undanþágur frá skilyrðum um að tilnefna skuli ábyrgðaraðila og að eiturefnum sé komið þannig fyrir að þau séu ekki aðgengileg viðskiptavinum.
     Óheimilt er að afhenda eiturefni eða notendaleyfisskylda vöru ef ástæða er til þess að ætla að viðkomandi kynni að fara sjálfum sér að voða eða gæti unnið öðrum tjón með efnunum sökum geðveiki, neyslu vímugjafa, vanþroska, vanstillingar, fákunnáttu o.s.frv.

13. gr.

     2. mgr. 27. gr. laganna orðast svo:
     Umhverfisstofnun tekur ákvörðun um veitingu markaðsleyfis og skal sú ákvörðun samsvara ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ákvörðun Umhverfisstofnunar skal liggja fyrir áður en 30 dagar eru liðnir frá ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar. Birting ákvörðunar á vefsetri Umhverfisstofnunar telst opinber birting.

14. gr.

     2. mgr. 30. gr. laganna orðast svo:
     Öryggisblöð skulu vera á íslensku eða ensku.

15. gr.

     Við 2. málsl. 1. mgr. 32. gr. laganna bætist: í samræmi við ákvæði reglugerðar, sbr. 11. gr.

16. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 34. gr. laganna:
  1. Í stað orðsins „varnarefna“ hvarvetna í greininni kemur: plöntuverndarvara.
  2. Fyrirsögn greinarinnar verður svohljóðandi: Áætlun um notkun plöntuverndarvara.


17. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 35. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „Varnarefna sem sett“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: Plöntuverndarvörur og sæfivörur sem settar.
  2. Í stað orðanna „varnarefni nema þau“ í 3. málsl. 1. mgr. kemur: og nota sæfivörur og plöntuverndarvörur nema þær.
  3. Í stað orðanna „varnarefna“ og „varnarefni“ í 5. málsl. 1. mgr. kemur: plöntuverndarvara og sæfivara; og: plöntuverndarvörur og sæfivörur.
  4. 2.–5. mgr. orðast svo:
  5.      Þegar framkvæmdastjórn Evrópusambandsins veitir sambandsleyfi fyrir sæfivöru eða ákveður að sambandsleyfi fyrir sæfivöru hafi ekki verið veitt skal Umhverfisstofnun taka samsvarandi ákvörðun samtímis, þ.e. áður en 30 dagar eru liðnir frá ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar. Birting ákvörðunar á vefsíðu Umhverfisstofnunar telst opinber birting. Ráðherra setur í reglugerð, sbr. 3. tölul. 11. gr., nánari ákvæði um sambandsleyfi.
         Umhverfisstofnun er heimilt að veita undanþágur frá 1. mgr. Ráðherra setur í reglugerð, sbr. 11. gr., nánari fyrirmæli um undanþágur.
         Plöntuverndarvörur og sæfivörur skal setja á markað undir heiti sem tilgreint er í markaðsleyfi.
         Ráðherra skal í reglugerð, sbr. 11. gr., takmarka notkun notendaleyfisskyldra vara við þá sem hafa notendaleyfi og sölu notendaleyfisskyldra vara við þá aðila sem hafa tilkynnt um tilnefningu ábyrgðaraðila slíkra vara, sbr. 24. gr.
  6. Fyrirsögn greinarinnar verður svohljóðandi: Markaðsleyfi fyrir plöntuverndarvörum og sæfivörum.


18. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 36. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „varnarefni sem hefur“ í 1. málsl. kemur: plöntuverndarvöru og sæfivöru sem hafa.
  2. 2. málsl. orðast svo: Leyfið er háð því að plöntuverndarvaran eða sæfivaran uppfylli viðmið sem sett eru í reglugerð þannig að hún sé að öllu leyti sambærileg við plöntuverndarvöru eða sæfivöru sem þegar hefur fengið markaðsleyfi á Íslandi, sbr. 35. gr.


19. gr.

     Í stað orðsins „varnarefna“ í 1. málsl. 37. gr. laganna kemur: plöntuverndarvara.

20. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 38. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „Varnarefni skulu merkt“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: Plöntuverndarvörur og sæfivörur skulu merktar.
  2. Í stað orðanna „varnarefni með sérheiti eða markaðsheiti vörunnar“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: plöntuverndarvörur og sæfivörur með heiti sem tilgreint er í markaðsleyfi vörunnar.
  3. Í stað orðsins „varnarefna“ í 2. mgr. kemur: plöntuverndarvara og sæfivara.


21. gr.

     Í stað orðsins „varnarefna“ hvarvetna í 39. gr. laganna kemur, í viðeigandi beygingarmynd: plöntuverndarvara og sæfivara.

22. gr.

     Fyrirsögn VII. kafla laganna verður: Plöntuverndarvörur og sæfivörur.

23. gr.

     45. og 46. gr. laganna falla brott.

24. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 47. gr. laganna:
  1. Í stað orðsins „varnarefni“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: plöntuverndarvörur og útrýmingarefni.
  2. Í stað orðsins „varnarefna“ í 3. málsl. a-liðar 2. mgr. kemur: plöntuverndarvara og útrýmingarefna.
  3. Í stað 3. mgr. koma tvær nýjar málsgreinar sem orðast svo:
  4.      Notendaleyfi skulu gefin út til átta ára. Framlengja má notendaleyfi í allt að tvö ár hafi umsækjandi ekki komist á námskeið, sbr. a-lið 2. mgr. Notendaleyfi skal gefið út á einstakling og í því skal tilgreina notkunarsvið og takmarkanir sem um meðferð varanna gilda. Heimilt er að binda notendaleyfi því skilyrði að aðstaða eða búnaður leyfishafa sé yfirfarinn reglulega af Vinnueftirliti ríkisins.
         Umhverfisstofnun er heimilt að endurnýja notendaleyfi til átta ára í senn. Skilyrði fyrir endurnýjun notendaleyfis er að umsækjandi hafi, eftir því sem við á, lokið námi eða námskeiði þar sem fjallað er um meðferð plöntuverndarvara eða útrýmingarefna, svo og um lög og reglur sem á því sviði gilda. Umsækjandi skal hafa staðist próf sem sýnir fram á viðhald þekkingar hans. Með umsókn um endurnýjun notendaleyfis skal fylgja staðfesting á skoðun Vinnueftirlits ríkisins á aðstöðu og búnaði umsækjanda vegna endurnýjunar notendaleyfisins.


25. gr.

     Fyrirsögn X. kafla laganna verður: Notendaleyfi.

26. gr.

     Á eftir X. kafla B laganna kemur nýr kafli, X. kafli C, Kvikasilfur, með þremur nýjum greinum, 47. gr. q – 47. gr. s, ásamt fyrirsögnum, svohljóðandi:
     
     a. (47. gr. q.)
Takmarkanir á inn- og útflutningi.
     Inn- og útflutningur kvikasilfurs er óheimill, þ.m.t. kvikasilfurssambanda og efnablandna sem innihalda kvikasilfur og ráðherra tilgreinir í reglugerð, sbr. 11. gr.
     Ráðherra skal í reglugerð, sbr. 11. gr., setja nánari fyrirmæli um inn- og útflutning kvikasilfurs, kvikasilfurssambanda og efnablandna sem innihalda kvikasilfur sem og undanþágur frá inn- og útflutningstakmörkunum eða inn- og útflutningsbanni.
     
     b. (47. gr. r.)
Innflutningur, útflutningur og framleiðsla vara með viðbættu kvikasilfri.
     Innflutningur, útflutningur og framleiðsla vara með viðbættu kvikasilfri, sem tilgreindar eru í reglugerð sem ráðherra setur, sbr. 11. gr., er óheimil frá og með þeim dagsetningum sem tilgreindar eru í reglugerð, sbr. 11. gr.
     Ráðherra skal í reglugerð, sbr. 11. gr., setja nánari fyrirmæli um innflutning, útflutning og framleiðslu vara með viðbættu kvikasilfri.
     
     c. (47. gr. s.)
Tannsilfur.
     Notkun tannsilfurs er eingöngu heimil þegar því er komið fyrir í hylkjum í fyrir fram ákveðnum skömmtum. Notkun tannsilfurs í lausu er óheimil.
     Notkun tannsilfurs til viðgerða á barnatönnum og til viðgerða á tönnum barna undir 15 ára aldri, barnshafandi kvenna og kvenna með barn á brjósti er óheimil nema tannlæknir telji slíka notkun nauðsynlega með hliðsjón af læknisfræðilegum þörfum sjúklingsins.
     Ráðherra gefur út, í samráði við þann ráðherra sem fer með málefni lýðheilsu og forvarna, aðgerðaáætlun um aðgerðir sem grípa þarf til í því skyni að draga úr notkun tannsilfurs. Aðgerðaáætlunin skal birt opinberlega.

27. gr.

     Á eftir 2. málsl. 2. mgr. 52. gr. laganna kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Í því skyni að gæta hagkvæmni í eftirliti og fyrirbyggja tvíverknað og skörun í eftirliti, eftir því sem frekast er unnt, skal Umhverfisstofnun, við gerð eftirlitsáætlunarinnar, hafa samráð við önnur stjórnvöld sem hafa hlutverki að gegna skv. II. kafla.

28. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 54. gr. laganna:
  1. Í stað orðsins „varnarefna“ í 1. og 6. tölul. 1. mgr. kemur: fyrir plöntuverndarvörum og sæfivörum.
  2. 3. tölul. 1. mgr. orðast svo: Útgáfu vottorða fyrir ábyrgðaraðila, sbr. 24. gr., sem hafa lokið námi eða námskeiði, sbr. a-lið 2. mgr. 47. gr.
  3. 7. tölul. 1. mgr. fellur brott.
  4. Á eftir orðinu „eftirlit“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: beitingu þvingunarúrræða.


29. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 57. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „stöðvun markaðssetningar á vöru um stundarsakir“ í 3. málsl. kemur: tímabundna stöðvun markaðssetningar á vöru.
  2. Fyrirsögn greinarinnar verður svohljóðandi: Tímabundin stöðvun markaðssetningar á vöru.


30. gr.

     Fyrirsögn XIII. kafla laganna verður: Þvingunarúrræði og bráðabirgðaúrræði.

31. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 62. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „tiltekinna varnarefna“ í 2. tölul. kemur: notendaleyfisskyldra vara.
  2. Í stað orðanna „varnarefna“ í 7. tölul. kemur: plöntuverndarvara og sæfivara.
  3. Við bætast þrír nýir töluliðir, 12., 13. og 16. tölul., svohljóðandi, og breytist röð annarra liða samkvæmt því:
    1. Ákvæðum um markaðssetningu flúoraðra gróðurhúsalofttegunda, sbr. 44. gr. b.
    2. Ákvæðum um magn flúoraðra gróðurhúsalofttegunda, sbr. 44. gr. c.
    3. Ákvæðum um að eldsneytisbirgjar skuli draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á vistferli fyrir hverja orkueiningu úr eldsneyti og afhentri orku í samræmi við reglugerð sem ráðherra setur, sbr. 3. mgr. 47. gr. m.


32. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 65. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „og varnarefna“ í 2. tölul. 1. mgr. kemur: plöntuverndarvara og sæfivara.
  2. Í stað orðsins „varnarefna“ í 4. tölul. 1. mgr. kemur: plöntuverndarvara og sæfivara.


33. gr.

     Við 69. gr. laganna bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/852 frá 17. maí 2017 um kvikasilfur og niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 1102/2008.

34. gr.

     Ákvæði til bráðabirgða I og II í lögunum falla brott.

35. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða:
     Tímabundin skráning Umhverfisstofnunar fyrir plöntuverndarvöru sem veitt var á grundvelli ákvæðis til bráðabirgða II gildir:
  1. í 12 mánuði frá því að virka efnið í vörunni hefur verið áhættumetið og samþykki fyrir því endurnýjað í samræmi við reglugerð sem ráðherra setur, sbr. 11. gr., og á meðan afgreiðsla umsóknar um markaðsleyfi sem sótt hefur verið um fyrir vörunni í samræmi við ákvæði 35. gr. er í vinnslu eða
  2. þar til virka efnið í vörunni verður bannað á Íslandi með reglugerð sem ráðherra setur, sbr. 11. gr.

     Umhverfisstofnun er heimilt að fella úr gildi tímabundna skráningu fyrir plöntuverndarvöru hafi varan ekki verið sett á markað næstliðin fimm ár.
     Umhverfisstofnun skal gera aðila viðvart þegar tímabundin skráning fellur úr gildi.

36. gr.

Gildistaka.
     Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 2019.

Samþykkt á Alþingi 11. júní 2019.