Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1818, 149. löggjafarþing 781. mál: stjórnsýsla búvörumála (flutningur málefna búnaðarstofu).
Lög nr. 84 27. júní 2019.

Lög um breytingu á ýmsum lagaákvæðum um stjórnsýslu búvörumála (flutningur málefna búnaðarstofu).


I. KAFLI
Breyting á lögum um búfjárhald, nr. 38/2013.

1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
  1. Í stað 2. málsl. 1. mgr. koma tveir nýir málsliðir sem orðast svo: Ráðherra er heimilt að framselja stjórnsýsluvald samkvæmt lögum þessum til stjórnvalds. Þá er heimilt, með samningi, að fela aðila utan stjórnsýslunnar framkvæmd eftirlits.
  2. 2. málsl. 2. mgr. fellur brott.


2. gr.

     Orðin „Matvælastofnun heldur utan um og“ í 1. tölul. 3. gr. laganna falla brott.

3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. laganna:
  1. 1. mgr. orðast svo:
  2.      Umráðamönnum búfjár er skylt að skila haustskýrslu með rafrænum hætti í Bústofn eigi síðar en 20. nóvember hvert ár.
  3. 3. mgr. fellur brott.
  4. Í stað 4. og 5. mgr. kemur ein málsgrein, svohljóðandi:
  5.      Heimilt er að fara í árlega skoðun til allra umráðamanna búfjár til þess að sannreyna upplýsingagjöf skv. 2. mgr. Skoðun hjá umráðamönnum búfjár sem ekki skila inn fullnægjandi gögnum skal framkvæmd á kostnað þeirra.
  6. Í stað orðsins „Matvælastofnun“ í 1. málsl. 6. mgr. kemur: Ráðherra.
  7. Í stað orðsins „Matvælastofnunar“ í 2. málsl. 6. mgr. kemur: ráðherra.


4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. laganna:
  1. 1. málsl. 1. mgr. orðast svo: Umráðamanni búfjár er skylt að heimila aðgang að gripahúsum og/eða beitilöndum í þágu upplýsingaöflunar samkvæmt lögum þessum.
  2. 2. mgr. orðast svo:
  3.      Umráðamönnum búfjár sem njóta opinberra greiðslna í landbúnaði þar sem fjöldi gripa er grundvöllur greiðslu er skylt að veita atbeina sinn við að staðreyna fjölda gripa með talningu, m.a. með því að heimila aðgang að gripahúsum og/eða beitilöndum. Sinni umráðamaður búfjár ekki slíkri skyldu er heimilt að fella niður opinberar greiðslur sem grundvallast á talningunni þar til umráðamaður búfjár sinnir skyldu sinni samkvæmt ákvæðinu.


5. gr.

     Orðið „Matvælastofnunar“ í 3. tölul. 13. gr. laganna fellur brott.

6. gr.

     Orðið „Matvælastofnunar“ í e-lið 1. mgr. 14. gr. laganna fellur brott.

II. KAFLI
Breyting á búnaðarlögum, nr. 70/1998, með síðari breytingum.

7. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. laganna:
  1. Í stað orðsins „Matvælastofnun“ kemur: Ráðherra.
  2. Við greinina bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Heimilt er, með samningi, að fela stjórnvaldi eða aðila utan stjórnsýslunnar þetta eftirlit.


III. KAFLI
Breyting á búvörulögum, nr. 99/1993, með síðari breytingum.

8. gr.

     Við 3. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ráðherra er heimilt að framselja stjórnsýsluvald samkvæmt lögum þessum til stjórnvalds.

9. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 32. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „Matvælastofnun er heimilt að“ í 1. mgr. kemur: Heimilt er að.
  2. Orðið „Matvælastofnun“ í 4. mgr. fellur brott.


10. gr.

     Í stað orðanna „Matvælastofnun skal halda“ í 1. mgr. 38. gr. laganna kemur: Halda skal.

11. gr.

     Í stað orðsins „Matvælastofnun“ í 4. og 5. mgr. 39. gr. laganna kemur: ráðherra.

12. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 52. gr. laganna:
  1. Í stað orðsins „Matvælastofnunar“ í 3. málsl. kemur: ráðherra.
  2. Í stað orðsins „Matvælastofnun“ í 4. málsl. kemur: Ráðherra.


13. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 53. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „Matvælastofnun skal halda“ í 1. mgr. kemur: Halda skal.
  2. 2. málsl. 3. mgr. fellur brott.


14. gr.

     Í stað orðsins „Matvælastofnunar“ í 2. mgr. 54. gr. laganna kemur: ráðherra.

15. gr.

     Í stað orðanna „Matvælastofnun skal halda“ í 2. mgr. 59. gr. laganna kemur: Halda skal.

16. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 77. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „Matvælastofnun skal safna“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: Safna skal.
  2. Orðið „Matvælastofnun“ í 2. málsl. 1. mgr. fellur brott.
  3. Í stað orðsins „Matvælastofnun“ í 2. mgr. kemur: ráðherra.
  4. Orðin „við störf stofnunarinnar“ í 2. mgr. falla brott.


17. gr.

     Við 1. málsl. 3. mgr. 82. gr. laganna bætist: ef við á.

IV. KAFLI
Breyting á lögum um Matvælastofnun, nr. 30/2018.

18. gr.

     Orðin „og stuðningsgreiðslur í landbúnaði“ í a-lið 2. gr. laganna falla brott.

V. KAFLI
Breyting á lögum um velferð dýra, nr. 55/2013, með síðari breytingum.

19. gr.

     Í stað orðsins „Matvælastofnun“ í 1. málsl. 4. mgr. 37. gr. laganna kemur: ráðherra.

VI. KAFLI
Gildistaka o.fl.

20. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2020.
     Starfsmenn búnaðarstofu Matvælastofnunar sem eru í starfi við gildistöku laganna verða starfsmenn hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu með sömu ráðningarkjörum og áður giltu. Um rétt starfsmanna til starfa hjá ráðuneytinu fer eftir ákvæðum laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, með síðari breytingum, eins og við á. Ákvæði 7. gr. laga nr. 70/1996, gilda ekki um störf sem ráðið er í samkvæmt þessu ákvæði.

Samþykkt á Alþingi 13. júní 2019.