Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 2071, 149. löggjafarþing 792. mál: raforkulög (tilvísun í stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku).
Lög nr. 113 6. september 2019.

Lög um breytingu á raforkulögum, nr. 65/2003, með síðari breytingum (flutningskerfi raforku).


1. gr.

     Á eftir 5. mgr. 9. gr. a laganna kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
     Um tengingu raforkukerfis landsins við raforkukerfi annars lands um sæstreng fer samkvæmt stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 2. september 2019.