Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 639, 150. löggjafarþing 4. mál: sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki (skatthlutfall).
Lög nr. 131 12. desember 2019.

Lög um breytingu á lögum um sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, nr. 155/2010, með síðari breytingum (skatthlutfall).


1. gr.

     Í stað „0,376%“ í 4. gr. laganna kemur: 0,145%.

2. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Þrátt fyrir ákvæði 4. gr. skal gjaldhlutfall sérstaks skatts á fjármálafyrirtæki á árunum 2021–2023 vera sem hér segir:
  1. Við álagningu árið 2021 verður gjaldhlutfallið 0,318% vegna tekjuársins 2020.
  2. Við álagningu árið 2022 verður gjaldhlutfallið 0,261% vegna tekjuársins 2021.
  3. Við álagningu árið 2023 verður gjaldhlutfallið 0,203% vegna tekjuársins 2022.


3. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2020.

Samþykkt á Alþingi 4. desember 2019.