Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 637, 150. löggjafarþing 186. mál: fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri (afnám búsetuskilyrða).
Lög nr. 138 12. desember 2019.

Lög um breytingu á lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri, nr. 34/1991, með síðari breytingum (búsetuskilyrði).


1. gr.

     Í stað orðanna „enda séu viðkomandi aðilar búsettir eða með heimilisfesti“ í 2. mgr. 7. gr. laganna kemur: eða um þá sem eru búsettir.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „enda séu viðkomandi ríkisborgarar“ í 1. mgr. kemur: eða um þá sem eru.
  2. Á eftir orðinu „Færeyingar“ í 2. mgr. kemur: og þeir.


3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 4. desember 2019.