Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 799, 150. löggjafarþing 104. mál: tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi (Grænland og Færeyjar).
Lög nr. 147 22. desember 2019.

Lög um breytingu á lögum um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi, nr. 43/1999, með síðari breytingum (Grænland og Færeyjar).


1. gr.

     Við 2. mgr. 2. gr. laganna bætist: auk Grænlands og Færeyja.

2. gr.

     Á eftir orðunum „Evrópska efnahagssvæðið“ í 5. málsl. 2. mgr. 5. gr. laganna kemur: auk Grænlands og Færeyja.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 17. desember 2019.