Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1007, 150. löggjafarþing 386. mál: leiga skráningarskyldra ökutækja (stjórnvaldssektir).
Lög nr. 10 27. febrúar 2020.

Lög um breytingu á lögum um leigu skráningarskyldra ökutækja, nr. 65/2015 (stjórnvaldssektir).


1. gr.

     Á eftir 4. mgr. 6. gr. laganna kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
     Óheimilt er að breyta kílómetrastöðu akstursmælis skráningarskylds ökutækis.

2. gr.

     Í stað „7. mgr.“ í 9. tölul. 1. mgr. 12. gr. laganna kemur: 8. mgr.

3. gr.

     Í stað orðanna „laga þessara og starfrækir ökutækjaleigu eða einkaleigu án leyfis“ í 1. mgr. 13. gr. laganna kemur: eða 5. mgr. 6. gr.

4. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 24. febrúar 2020.