Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1464, 150. löggjafarþing 470. mál: dómstólar o.fl. (Endurupptökudómur).
Lög nr. 47 28. maí 2020.

Lög um breytingu á lögum um dómstóla, lögum um meðferð einkamála og lögum um meðferð sakamála (Endurupptökudómur).


I. KAFLI
Breyting á lögum um dómstóla, nr. 50/2016, með síðari breytingum.

1. gr.

     Við 4. gr. laganna bætist nýr málsliður sem verður 1. málsl., svohljóðandi: Endurupptökudómur starfar skv. IX. kafla.

2. gr.

     Á eftir orðunum „úrskurða héraðsdómstóla“ í 6. mgr. 7. gr. laganna kemur: Endurupptökudóms.

3. gr.

     Við 1. málsl. 1. mgr. 11. gr. laganna bætist: sem og embætti dómenda við Endurupptökudóm.

4. gr.

     54. gr. laganna, ásamt fyrirsögn, orðast svo:
Skipun og hlutverk Endurupptökudóms.
     Endurupptökudómur er sérdómstóll sem sker úr um hvort heimila skuli endurupptöku dómsmála sem dæmd hafa verið í héraði, Landsrétti eða Hæstarétti.
     Um endurupptöku máls fer eftir ákvæðum laga um meðferð einkamála eða laga um meðferð sakamála.
     Ráðherra skipar fimm dómendur í Endurupptökudóm. Þrír af þeim skulu vera embættisdómarar, þar af einn tilnefndur af Hæstarétti úr hópi dómara við réttinn, annar af Landsrétti úr hópi dómara við réttinn og sá þriðji sameiginlega af dómstjórum héraðsdómstólanna úr hópi héraðsdómara. Framangreindir tilnefningaraðilar skulu tilnefna bæði karl og konu til setu í dóminum en heimilt er að víkja frá því þegar hlutlægar ástæður leiða til þess að það er ekki mögulegt og skal tilnefningaraðili þá skýra ástæður þess. Stjórn dómstólasýslunnar setur reglur um málsmeðferð við val á þeim embættisdómurum sem tilnefndir eru til setu í dóminum. Skipa skal jafnmarga varamenn fyrir þá dómendur sem koma úr hópi embættisdómara og ákveður ráðherra hvor þeirra sem tilnefndir eru af hverjum tilnefningaraðila verði aðalmaður og hvor verði varamaður.
     Embætti tveggja dómenda og jafnmargra varadómenda skulu auglýst og við veitingu þeirra gætt ákvæða III. kafla og reglna um störf dómnefndar. Skulu þeir fullnægja skilyrðum til að hljóta skipun í embætti hæstaréttardómara og ekki vera fyrrverandi eða starfandi dómarar eða starfsmenn dómstóls.
     Skipunartími í dóminn er fimm ár en þó þannig að skipunartími eins manns rennur út hvert ár. Sami maður verður ekki skipaður sem aðalmaður í dóminn oftar en einu sinni.
     Sá hæstaréttardómari sem skipaður er í dóminn skal vera forseti hans og jafnframt dómsformaður þegar hann tekur þátt í meðferð máls. Þegar hann tekur ekki þátt í meðferð máls tekur sá landsréttardómari eða héraðsdómari sem skipaður er í dóminn sæti dómsformanns.
     Þrír dómendur taka þátt í meðferð hvers máls, tveir dómendur sem skipaðir eru skv. 4. mgr. ásamt einum embættisdómara eftir ákvörðun forseta. Dómandi skal ekki taka sæti í máli ef beiðst er endurupptöku á dómi sem kveðinn var upp á því dómstigi er hann var tilnefndur af. Geti dómandi sem skipaður er skv. 4. mgr. ekki tekið þátt í meðferð máls vegna vanhæfis eða af öðrum ástæðum ákveður forseti hvor varamanna tekur sæti hans. Um hæfi dómenda til meðferðar einstaks máls fer að öðru leyti eftir ákvæðum laga um meðferð einkamála eða laga um meðferð sakamála.
     Endurupptökudómur hefur aðsetur hjá dómstólasýslunni. Dómendur Endurupptökudóms fá greitt fyrir hvert mál sem þeir taka sæti í samkvæmt tímagjaldi sem ákveðið er af stjórn dómstólasýslunnar. Um réttindi þeirra og skyldur fer að öðru leyti eftir VIII. kafla að því frátöldu að dómanda sem skipaður er skv. 4. mgr. er heimilt að taka sér önnur störf og eiga hlut í félagi eða atvinnufyrirtæki án þess að leita leyfis nefndar um dómarastörf til þess en tilkynna skal hann nefndinni um önnur störf sín og eignarhluti í félagi eða atvinnufyrirtæki.

5. gr.

     Fyrirsögn IX. kafla laganna verður: Endurupptökudómur.

6. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Endurupptökudómur tekur frá og með 1. desember 2020 við meðferð beiðna um endurupptöku dómsmála sem ekki hafa verið afgreiddar af endurupptökunefnd fyrir þann tíma. Ákvæði þessara laga og laga um meðferð einkamála eða laga um meðferð sakamála gilda um meðferð þeirra mála upp frá því.
     Ráðherra er heimilt frá gildistöku þessa ákvæðis að skipa dómendur við dóminn frá 1. desember 2020. Í því skyni er ráðherra heimilt frá sama tímamarki að óska tilnefninga úr hópi hæstaréttardómara, landsréttardómara og héraðsdómara sem og að auglýsa tvær lausar stöður og jafnmargar stöður varadómenda við dóminn.
     Þegar skipað er í fyrsta sinn í Endurupptökudóm skal einn dómandi ásamt varadómanda skipaður til eins árs, annar dómandi ásamt varadómanda til tveggja ára og svo koll af kolli þannig að fimmti dómandi ásamt varadómanda sé skipaður til fimm ára. Skal skipunartími hvers þeirra ákveðinn af tilviljun þegar ráðið hefur verið hverjir veljast þar til starfa. Ef aðalmaður er skipaður til þriggja ára eða skemmri tíma er heimilt að skipa hann í Endurupptökudóm einu sinni að nýju.

II. KAFLI
Breyting á lögum um meðferð einkamála, nr. 91/1991, með síðari breytingum.

7. gr.

     Í stað orðanna „eftir ákvörðun endurupptökunefndar samkvæmt lögum um dómstóla, sbr. 1. mgr. 167. gr.“ í 5. mgr. 137. gr. laganna kemur: með úrskurði Endurupptökudóms samkvæmt lögum um dómstóla, sbr. XXVIII. kafla.

8. gr.

     191. gr. laganna orðast svo:
     1. Nú hefur héraðsdómur gengið í máli, sem hefur ekki verið áfrýjað, og áfrýjunarfrestur er liðinn, og getur þá Endurupptökudómur orðið við beiðni um að málið verði endurupptekið í héraði ef skilyrði a- eða b-liðar er fullnægt, enda mæli atvik með því að leyfið verði veitt, þar á meðal að stórfelldir hagsmunir aðilans séu í húfi:
 1. Sterkar líkur eru leiddar að því með nýjum gögnum eða upplýsingum að málsatvik hafi ekki verið leidd réttilega í ljós þegar málið var til meðferðar og aðilanum verður ekki um það kennt og að gögnin eða upplýsingarnar muni verða til breyttrar niðurstöðu í mikilvægum atriðum.
 2. Sterkar líkur eru leiddar að því að ný gögn eða upplýsingar um annað en málsatvik muni verða til breyttrar niðurstöðu í mikilvægum atriðum.

     2. Aðili getur að jafnaði ekki sótt um endurupptöku máls skv. 1. mgr. oftar en einu sinni nema ný gögn eða upplýsingar hafi komið fram eftir að leyst var úr fyrri beiðni hans og sterkar líkur séu leiddar að því að gögnin eða upplýsingarnar muni verða til breyttrar niðurstöðu í mikilvægum atriðum.

9. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 192. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „endurupptökunefndar“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: Endurupptökudóms.
 2. Í stað orðsins „endurupptökunefnd“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: Endurupptökudómur.
 3. Við 2. mgr. bætast þrír nýir málsliðir, svohljóðandi: Málsmeðferð fyrir Endurupptökudómi skal að jafnaði vera skrifleg. Þó getur dómurinn ákveðið munnlega málsmeðferð, þar á meðal munnlegar skýrslutökur. Þegar málsmeðferðin er skrifleg skal Endurupptökudómur, að fenginni greinargerð gagnaðila endurupptökubeiðanda, gefa endurupptökubeiðanda, og eftir atvikum gagnaðila að nýju, kost á að skila skriflegum athugasemdum og frekari gögnum eftir þörfum.
 4. Í stað 3. mgr. koma þrjár nýjar málsgreinar, svohljóðandi, og breytast númer málsgreina samkvæmt því:
 5.      3. Endurupptökudómur kveður upp úrskurð um hvort mál verði endurupptekið. Úrlausnir Endurupptökudóms eru endanlegar og verður ekki skotið til annars dómstóls. Úrskurðir dómsins um hvort mál verði endurupptekið skulu vera skriflegir og birtir opinberlega, þar á meðal sérálit minni hluta dómenda ef um það er að ræða. Um birtingu úrskurða fer eftir reglum stjórnar dómstólasýslunnar um birtingu dóma og úrskurða á vefsíðu dómstólanna, sem settar eru á grundvelli ákvæða í lögum um dómstóla.
       4. Í úrskurði ber að greina nafn og heimili þess sem beðið hefur um endurupptöku og þann dóm sem beiðst er upptöku á, svo og í stuttu máli á hverju beiðnin er reist. Þá á að koma þar fram stutt yfirlit yfir atvik máls og rökstuðningur fyrir niðurstöðu dómsins sem dregin skal að lokum saman í úrskurðarorð. Ef beiðni er bersýnilega ekki á rökum reist er ekki þörf á að greina málsatvik í úrskurði. Að öðru leyti tekur dómurinn afstöðu til atriða, svo sem varðandi meðferð máls, með skriflegri ákvörðun.
       5. Fallist dómurinn á beiðni skal hann um leið taka afstöðu til þess hvort áhrif fyrri dóms falli niður meðan málið er rekið. Endurupptaka hindrar ekki aðför eftir dómi nema áhrif hans séu felld niður með þessum hætti.
 6. 5. mgr. orðast svo:
 7.      Um málsmeðferð fyrir Endurupptökudómi, þ.m.t. um ákvörðun málskostnaðar, fer að öðru leyti eftir ákvæðum þessara laga. Gjafsókn verður þó ekki veitt vegna endurupptökumála. Endurupptökudómur setur sér reglur þar sem nánar skal kveðið á um starfsemi hans og meðferð mála fyrir honum að svo miklu leyti sem ekki er mælt fyrir um það í lögum þessum.


10. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 193. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „Endurupptökunefnd samkvæmt lögum um dómstóla“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: Endurupptökudómur.
 2. 1. málsl. 2. mgr. orðast svo: Aðili getur að jafnaði ekki sótt um endurupptöku máls skv. 1. mgr. oftar en einu sinni nema ný gögn eða upplýsingar hafi komið fram eftir að leyst var úr fyrri beiðni hans og sterkar líkur séu leiddar að því að gögnin eða upplýsingarnar muni verða til breyttrar niðurstöðu í mikilvægum atriðum.
 3. Í stað orðanna „1.–3. mgr.“ í 3. mgr. kemur: 1.–5. og 7. mgr.


III. KAFLI
Breyting á lögum um meðferð sakamála, nr. 88/2008, með síðari breytingum.

11. gr.

     Í stað orðanna „ákvörðun endurupptökunefndar“ í 3. mgr. 187. gr. laganna kemur: úrskurði Endurupptökudóms.

12. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 228. gr. laganna:
 1. 1. málsl. 1. mgr. orðast svo: Nú hefur héraðsdómur gengið í sakamáli sem ekki hefur verið áfrýjað og áfrýjunarfrestur er liðinn og getur þá Endurupptökudómur orðið við beiðni manns, sem telur sig ranglega sakfelldan, sakfelldan fyrir mun meira brot en það sem hann hefur framið eða telur refsingu bersýnilega ranglega ákvarðaða, um að málið verði endurupptekið í héraði ef einhverju eftirtalinna skilyrða er fullnægt.
 2. Á eftir orðinu „gögn“ í a-lið 1. mgr. kemur: eða upplýsingar; og í stað orðsins „þau“ í sama staflið kemur: gögnin eða upplýsingarnar.
 3. Í stað orðsins „Endurupptökunefnd“ í 3. mgr. kemur: Endurupptökudómur.
 4. Í stað orðsins „endurupptökunefnd“ í 1. málsl. 5. mgr. kemur: Endurupptökudómur; og í stað orðanna „hjá nefndinni“ í 2. málsl. sömu málsgreinar kemur: fyrir dóminum.


13. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 229. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „endurupptökunefndar“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: Endurupptökudóms.
 2. Í stað orðsins „endurupptökunefnd“ í 3. mgr. kemur: Endurupptökudómur.


14. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 230. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „endurupptökunefnd“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: Endurupptökudómur.
 2. Í stað orðsins „lögmann“ í 2. og 3. málsl. 1. mgr. kemur: verjanda.
 3. Í stað orðsins „nefndinni“ í 3. málsl. 1. mgr. kemur: dóminum.
 4. 4. málsl. 1. mgr. orðast svo: Dómurinn ákveður þóknun verjanda vegna starfa hans.
 5. Í stað orðsins „Endurupptökunefnd“ í 2. mgr. kemur: Endurupptökudómur.
 6. 1. málsl. 3. mgr. orðast svo: Við meðferð beiðni um endurupptöku getur Endurupptökudómur beint því til ríkissaksóknara að hann hlutist til um rannsókn á nánar tilgreindum atriðum skv. 2. þætti laga þessara eða að aflað verði sönnunargagna fyrir dóminum.
 7. Í stað orðsins „dómi“ í 2. málsl. 3. mgr. kemur: dóminum.
 8. Í stað orðanna „XXI. kafla“ í 3. málsl. 3. mgr. kemur: XVI.–XX. kafla.
 9. 4. mgr. orðast svo:
 10.      Málsmeðferð fyrir Endurupptökudómi skal að jafnaði vera skrifleg. Þó getur dómurinn ákveðið munnlega málsmeðferð, þar á meðal munnlegar skýrslutökur. Þegar málsmeðferðin er skrifleg skal Endurupptökudómur, að fenginni greinargerð gagnaðila endurupptökubeiðanda, gefa endurupptökubeiðanda, og eftir atvikum gagnaðila að nýju, kost á að skila skriflegum athugasemdum og frekari gögnum eftir þörfum.


15. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 231. gr. laganna:
 1. 1. mgr. orðast svo:
 2.      Endurupptökudómur kveður upp úrskurð um hvort mál verði endurupptekið. Sé beiðni tekin til greina skal fyrri dómur í málinu falla úr gildi, annaðhvort að öllu leyti eða að hluta, nema dómurinn ákveði að réttaráhrif hans haldist þar til nýr dómur hefur verið kveðinn upp.
 3. Á eftir 1. mgr. koma tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
 4.      Úrlausnir Endurupptökudóms eru endanlegar og verður ekki skotið til annars dómstóls. Úrskurðir dómsins um hvort mál verði endurupptekið skulu vera skriflegir og birtir opinberlega, þar á meðal sérálit minni hluta dómenda ef um það er að ræða. Um birtingu úrskurða fer eftir reglum stjórnar dómstólasýslunnar um birtingu dóma og úrskurða á vefsíðu dómstólanna, sem settar eru á grundvelli ákvæða í lögum um dómstóla.
       Í úrskurði ber að greina nafn og heimili þess sem beðið hefur um endurupptöku og þann dóm sem beiðst er upptöku á, svo og í stuttu máli á hverju beiðnin er reist. Þá á að koma þar fram stutt yfirlit yfir atvik máls og rökstuðningur fyrir niðurstöðu dómsins sem dregin skal að lokum saman í úrskurðarorð. Ef beiðni er bersýnilega ekki á rökum reist er ekki þörf á að greina málsatvik í úrskurði. Að öðru leyti tekur dómurinn afstöðu til atriða, svo sem varðandi meðferð máls, með skriflegri ákvörðun.
 5. Í stað orðanna „ákvörðun endurupptökunefndar“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: úrskurð Endurupptökudóms.
 6. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
 7.      Um málsmeðferð fyrir Endurupptökudómi fer að öðru leyti eftir ákvæðum þessara laga. Endurupptökudómur setur sér reglur þar sem nánar skal kveðið á um starfsemi hans og meðferð mála fyrir honum að svo miklu leyti sem ekki er mælt fyrir um það í lögum þessum.


16. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 232. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „Endurupptökunefnd samkvæmt lögum um dómstóla“ í 1. mgr. kemur: Endurupptökudómur.
 2. Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þó getur dómurinn ákveðið að sömu skilyrðum uppfylltum að máli sem dæmt hefur verið í Hæstarétti verði vísað til meðferðar og dómsuppsögu að nýju í Landsrétti.
 3. Í stað orðsins „Endurupptökunefnd“ í 3. mgr. kemur: Endurupptökudómur.
 4. Við 4. mgr. bætist: og XXXIII. kafla eftir því sem á við.
 5. Á eftir orðinu „Landsrétti“ í 5. mgr. kemur: eða Hæstarétti.
 6. Í stað tilvísunarinnar „3. og 4. mgr.“ í 6. mgr. kemur: 5. og 6. mgr.


17. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. desember 2020 nema 3. og 6. gr. sem taka þegar gildi.
     Við gildistöku laga þessara fellur niður skipun í endurupptökunefnd.

Samþykkt á Alþingi 19. maí 2020.