Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1571, 150. löggjafarþing 773. mál: leigubifreiðar (innlögn atvinnuleyfis).
Lög nr. 51 3. júní 2020.

Lög um breytingu á lögum um leigubifreiðar, nr. 134/2001 (innlögn atvinnuleyfis).


1. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Þrátt fyrir 5. mgr. 9. gr. getur leigubifreiðastjóri sem hafið hefur nýtingu atvinnuleyfis lagt leyfið inn. Ákvæði þetta gildir til 31. desember 2020.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 29. maí 2020.