Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1916, 150. löggjafarþing 436. mál: hollustuhættir og mengunarvarnir (viðaukar).
Lög nr. 66 30. júní 2020.

Lög um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998, með síðari breytingum (viðaukar).


1. gr.

     Í stað tilvísunarinnar „I–V“ í 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. laganna kemur: I, II og IV.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 7. gr. laganna:
 1. Í stað tilvísunarinnar „I–III“ í 1. málsl. kemur: I og II.
 2. Við 1. málsl bætist: og fyrir starfsemi sem staðsett er á hafi utan sveitarfélagamarka.
 3. Tilvísunin „og V“ í 2. málsl. fellur brott.


3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. laganna:
 1. Í stað tilvísunarinnar „III–V“ í 1. mgr. kemur: IV.
 2. Í stað tilvísunarinnar „I–V“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: I–IV.


4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. laganna:
 1. Tilvísunin „III og“ í 1. málsl. 4. mgr. fellur brott.
 2. Við 4. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Jafnframt skal kveða á um umgengni, hreinlæti, öryggisráðstafanir, sóttvarnir og gæðastjórnun eftir því sem við á hverju sinni.
 3. 5. mgr. fellur brott.


5. gr.

     Í stað orðsins „Umhverfisstofnun“ í 2. og 3. málsl. 1. mgr. 28. gr. laganna kemur: útgefandi starfsleyfis.

6. gr.

     Í stað orðsins „Umhverfisstofnun“ í 29. gr. laganna kemur: útgefanda starfsleyfis.

7. gr.

     Í stað tilvísunarinnar „I–V“ í 1. mgr. 40. gr., 1., 3. og 4. mgr. 54. gr. og 1. mgr. 55. gr. laganna kemur: I–IV.

8. gr.

     Fyrirsögn viðauka I með lögunum verður: Starfsemi sem Umhverfisstofnun gefur út starfsleyfi fyrir (I).

9. gr.

     10. tölul. viðauka II með lögunum fellur brott og breytist röð annarra töluliða samkvæmt því.

10. gr.

     Fyrirsögn viðauka II með lögunum verður: Starfsemi sem Umhverfisstofnun gefur út starfsleyfi fyrir (II).

11. gr.

     Fyrirsögn viðauka III með lögunum verður: Starfsemi sem fellur undir IV. kafla.

12. gr.

     Viðauki IV með lögunum, ásamt fyrirsögn, orðast svo:
Starfsemi sem heilbrigðisnefnd gefur út starfsleyfi fyrir.
 1. Aksturs- og/eða kennslubraut.
 2. Almenningssalerni.
 3. Baðstaður í náttúrunni, flokkur 1 og 2.
 4. Bensínstöð.
 5. Bifreiða- og vélaverkstæði.
 6. Bifreiðasprautun.
 7. Bón- og bílaþvottastöð.
 8. Brenna, stærri en 100 m3.
 9. Daggæsla hjá dagforeldrum með sex börn eða fleiri.
 10. Dvalarheimili.
 11. Dýragarður.
 12. Dýragæsla.
 13. Dýralæknastofa.
 14. Dýrasnyrtistofa.
 15. Dýraspítali.
 16. Efnalaug.
 17. Eldi alifugla, annað en í viðauka I.
 18. Eldi svína, annað en í viðauka I.
 19. Endurnýting úrgangs.
 20. Endurvinnsla skipa undir 500 brúttótonnum, sbr. 64. gr. a laga um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003.
 21. Fangelsi og fangagæsla.
 22. Fjallaskáli, nema sæluhús.
 23. Flugeldasýning.
 24. Flugvöllur, þ.m.t. flugstöð, sem áætlunarflug er til.
 25. Flutningur úrgangs.
 26. Framköllun, t.d. á ljós-, röntgen- og kvikmyndum.
 27. Framleiðsla á aukefnum og hjálparefnum fyrir matvælaiðnað.
 28. Framleiðsla á áfengi, gosdrykkjum og vatni.
 29. Framleiðsla á hreinsi- og þvottaefnum.
 30. Framleiðsla á ilmvatni og snyrtivörum.
 31. Framleiðsla á olíu og feiti.
 32. Framleiðsla á spónaplötum, límtré og þess háttar, önnur en í viðauka I.
 33. Framleiðsla fóðurs.
 34. Framleiðsla glers, önnur en í viðauka I.
 35. Framleiðsla leirvara með brennslu, önnur en í viðauka I.
 36. Framleiðsla plasts, önnur en í viðauka I.
 37. Garðaúðun.
 38. Geymsla gass og annarra hættulegra efna.
 39. Geymsla olíumalarefna og lagning utan fastra starfsstöðva, önnur en í viðauka II.
 40. Gististaður, að undanskilinni heimagistingu.
 41. Gæludýraverslun.
 42. Hársnyrtistofa.
 43. Heilsugæslustöð.
 44. Heilsuræktarstöð.
 45. Heimili og stofnanir fyrir börn og unglinga með sex börn eða fleiri.
 46. Heitloftsþurrkun fiskafurða, önnur en í viðauka I.
 47. Hestahald.
 48. Hestaleiga og/eða reiðskóli.
 49. Hreinsivirki fráveitu sem meðhöndlar meira en 50 pe.
 50. Hundahótel.
 51. Húðflúrsstofa og stofa þar sem fram fer húðgötun, húðrof og fegrunarflúr.
 52. Íþróttahús.
 53. Íþróttamiðstöð.
 54. Íþróttavöllur.
 55. Jarðborun.
 56. Kaffivinnsla.
 57. Kanínurækt.
 58. Kartöfluvinnsla, önnur en í viðauka I.
 59. Kírópraktor.
 60. Kjötvinnsla, önnur en í viðauka I.
 61. Lauksteikingarverksmiðja.
 62. Leðurvinnsla, önnur en í viðauka I og II.
 63. Leiksvæði.
 64. Líkbrennsla.
 65. Loðdýrarækt.
 66. Meðhöndlun asbests.
 67. Meðhöndlun seyru, þ.m.t. flutningur, notkun og hreinsun.
 68. Meðhöndlun, blöndun og mölun á korni, önnur en í viðauka I.
 69. Meindýravarnir.
 70. Mjólkurbú og ostagerð, önnur en í viðauka I.
 71. Mjöl- og lýsisvinnsla, önnur en í viðauka I.
 72. Móttökustöð fyrir úrgang, aðrar en í viðauka I og II.
 73. Nálastungustofa.
 74. Niðurrif bifreiða og bílapartasala.
 75. Niðurrif mannvirkja.
 76. Nuddstofa.
 77. Pappírsvöru- og pappakassaframleiðsla, önnur en í viðauka I.
 78. Prentun þar sem er notkun á mengandi efnum.
 79. Ryðvarnarverkstæði.
 80. Saltvinnsla.
 81. Sambýli þar sem veitt er þjónusta allan sólarhringinn.
 82. Samgöngumiðstöð.
 83. Samkomuhús.
 84. Sjúkrahús.
 85. Sjúkrastofnun.
 86. Sjúkraþjálfun.
 87. Skemmti- og þemagarður, þ.m.t. tívolí.
 88. Skotvöllur.
 89. Skólahúsnæði.
 90. Sláturhús, önnur en í viðauka I.
 91. Smurstöð.
 92. Snyrtistofa.
 93. Sólbaðsstofa.
 94. Spennistöð þar sem spennar innihalda yfir 2.000 lítra af olíu.
 95. Starfsemi þar sem notað er kælikerfi sem inniheldur flúoraðar gróðurhúsalofttegundir eða ósoneyðandi efni sem og þjónusta við þau kerfi.
 96. Starfsmannabúðir.
 97. Starfsmannabústaðir.
 98. Steypueiningaverksmiðja.
 99. Steypustöð.
 100. Stofa þar sem gerðar eru aðgerðir, svo sem læknastofa og fótaaðgerðastofa.
 101. Sund- og baðstaður.
 102. Tannlæknastofa.
 103. Tjald- og hjólhýsasvæði.
 104. Trésmíðaverkstæði, önnur en í viðauka I.
 105. Útihátíð.
 106. Vefnaðar- og spunaverksmiðja.
 107. Veitingastaður.
 108. Verslunarmiðstöð.
 109. Vinnsla á hrájárni eða stáli, önnur en í viðauka I.
 110. Vinnsla fisks og annarra sjávarafurða, önnur en í viðauka I.
 111. Vinnsla gúmmís.
 112. Vinnsla jarðefna, þ.m.t. legsteinagerð, önnur en í viðauka I.
 113. Vinnsla járnlausra málma, önnur en í viðauka I.
 114. Vinnsla málma, önnur en í viðauka I.
 115. Virkjun og orkuveita frá 1 MW.
 116. Yfirborðsmeðferð efna, hluta eða afurða með lífrænum leysum, önnur en í viðauka I.
 117. Yfirborðsmeðferð málma eða plastefna, önnur en í viðauka I.
 118. Þvottahús, þ.m.t. ullarþvottastöð.
 119. Æfingasvæði slökkviliðs.
 120. Önnur sambærileg starfsemi.

13. gr.

     Viðauki V með lögunum fellur brott.

14. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 2020.

Samþykkt á Alþingi 29. júní 2020.