Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1953, 150. löggjafarþing 709. mál: aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og skráning raunverulegra eigenda (ráðstafanir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka).
Lög nr. 96 7. júlí 2020.

Lög um breytingu á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og lögum um skráningu raunverulegra eigenda (ráðstafanir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka).


I. KAFLI
Breyting á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 140/2018, með síðari breytingum.

1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 2. gr. laganna:
 1. A-liður orðast svo: Fjármálafyrirtæki samkvæmt skilgreiningu laga um fjármálafyrirtæki og lánveitendur og lánamiðlarar samkvæmt lögum um neytendalán og lögum um fasteignalán til neytenda sem ekki falla jafnframt undir n-lið.
 2. N-liður orðast svo: Fasteignasölur, bifreiðaumboð, fasteigna-, fyrirtækja-, skipa- og bifreiðasalar og fasteignafélög, hvort sem starfsemi snýst um beina leigu eða sölu þessara félaga á fasteignum.
 3. Á eftir p-lið kemur nýr stafliður, svohljóðandi: Skartgripa- og gullsalar, þegar um er að ræða viðskipti í einni greiðslu eða fleiri sem virðast tengjast hver annarri, að fjárhæð 10.000 evrur eða meira miðað við opinbert viðmiðunargengi eins og það er skráð hverju sinni.
 4. R-liður orðast svo: Önnur starfsemi, ótalin hér að framan, þar sem lögaðilar og einstaklingar sem í atvinnuskyni eiga viðskipti sem greitt er fyrir með reiðufé, hvort sem viðskiptin fara fram í einni greiðslu eða fleiri sem virðast tengjast hver annarri, að fjárhæð 10.000 evrur eða meira miðað við opinbert viðmiðunargengi eins og það er skráð hverju sinni.
 5. Við bætist nýr stafliður, svohljóðandi: Aðilar sem geyma eða eiga viðskipti með listmuni, sem eru geymdir á geymslusvæði fyrir ótollafgreiddar vörur skv. 1. mgr. 69. gr. tollalaga, nr. 88/2005, þegar um er að ræða viðskipti í einni greiðslu eða fleiri sem virðast tengjast hver annarri, að fjárhæð 10.000 evrur eða meira miðað við opinbert viðmiðunargengi eins og það er skráð hverju sinni.


2. gr.

     Í stað orðsins „framkvæmdastjórn“ í c-lið 2. mgr. 6. tölul. 3. gr. laganna kemur: stjórnum.

3. gr.

     Í stað tilvísunarinnar „s-lið“ í e-lið 8. gr. laganna kemur: t-lið.

4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. laganna:
 1. Í stað fjárhæðarinnar „250 evrur“ í a- og b-lið 1. mgr. kemur: 150 evrur.
 2. Í stað orðanna „eða úttekt í reiðufé“ í e-lið 1. mgr. kemur: úttekt í reiðufé eða fjargreiðsla.
 3. Í stað fjárhæðarinnar „100 evrur“ í e-lið 1. mgr. kemur: 50 evrur.
 4. 2. mgr. fellur brott.


5. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. laganna:
 1. Orðin „gagnvart fjármálafyrirtæki, þ.m.t. framkvæmdastjórar og stjórnarmenn“ í b-lið 1. mgr. falla brott.
 2. Við 2. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Í slíkum tilvikum skal varðveita gögn sem sýna fram á þær ráðstafanir sem gerðar eru til að auðkenna einstaklinga sem í raun stjórna starfsemi viðskiptamanns og þau vandkvæði sem upp kunna að koma við slíka auðkenningu.


6. gr.

     Í stað tilvísunarinnar „41. gr.“ í 4. mgr. 20. gr. laganna kemur: 40. gr.

7. gr.

     Við 32. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Rafeyrisfyrirtæki og greiðsluþjónustuveitendur sem veita þjónustu hér á landi án stofnunar útibús og hafa höfuðstöðvar sínar í öðru aðildarríki innan Evrópska efnahagssvæðisins skulu tilnefna miðlægan tengilið hér á landi til að tryggja að þau fari að lögum þessum og til að auðvelda eftirlit með þeim, þ.m.t. gagnaöflun eftirlitsaðila.

8. gr.

     Í stað tilvísunarinnar „q-lið“ í a-lið 1. mgr. 36. gr. laganna kemur: r-lið.

9. gr.

     Á eftir IX. kafla laganna kemur nýr kafli, IX. kafli A, Skrá um bankareikninga, með einni grein, 37. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
Skrá um bankareikninga.
     Viðskiptabönkum, sparisjóðum, lánafyrirtækjum og greiðsluþjónustuveitendum með starfsleyfi hér á landi er skylt að veita upplýsingar eða aðgang að upplýsingum skv. 2. mgr. og í samræmi við reglugerð sem ráðherra setur skv. 5. mgr. Án tafar skal veita upplýsingar eða aðgang að upplýsingum um allar breytingar á áður veittum upplýsingum samkvæmt þessari grein. Ákvæði annarra laga um trúnaðar- og þagnarskyldu víkja fyrir ákvæðum þessarar greinar.
     Halda skal skrá um bankareikninga þar sem eftirtaldar upplýsingar skulu vera aðgengilegar:
 1. Nafn og kennitala eiganda sérhvers innláns- og greiðslureiknings.
 2. Nafn og kennitala umboðsmanns eiganda sérhvers reiknings og aðila sem hefur heimild til að framkvæma færslur af reikningi, ef við á.
 3. Nafn og kennitala raunverulegs eiganda þess sem er eigandi reiknings, ef við á.
 4. Reikningsnúmer sérhvers reiknings auk alþjóðlegs bankareikningsnúmers (IBAN-númers).
 5. Dagsetning á opnun og lokun reiknings.
 6. Nafn og kennitala leigutaka geymsluhólfa og leigutími.

     Starfsmenn skrifstofu fjármálagreininga lögreglu skulu hafa aðgang að skrá um bankareikninga í þeim tilgangi að uppfylla skyldur sínar samkvæmt lögum þessum. Starfsmenn eftirlitsaðila samkvæmt lögum þessum skulu einnig hafa aðgang að upplýsingum í skránni um bankareikninga í þeim tilgangi að uppfylla skyldur sínar samkvæmt lögunum.
     Upplýsingar skulu varðveittar í skrá um bankareikninga í samræmi við ákvæði 28. gr. Um miðlun upplýsinga úr skrá samkvæmt þessari grein fer eftir ákvæðum XI. kafla. Heimilt er að tengja skrá um bankareikninga við samtengda skrá innan Evrópska efnahagssvæðisins.
     Ráðherra skal í reglugerð kveða á um starfrækslu skrár um bankareikninga sem inniheldur upplýsingar um eigendur innlánsreikninga og greiðslureikninga og leigutaka geymsluhólfa. Í reglugerðinni skal kveðið á um hvort skráin byggist á gagnagrunni eða kerfi sem sækir gögn við sérhverja leit. Þá skal í reglugerðinni kveðið á um hvaða stjórnvald skuli starfrækja skrána og hvernig eftirliti með notkun hennar skuli háttað.

10. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 38. gr. laganna:
 1. Í stað tilvísunarinnar „l–s-lið“ kemur: l–u-lið.
 2. Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ríkisskattstjóri hefur jafnframt eftirlit með almannaheillafélögum samkvæmt lögum um skráningarskyldu félaga til almannaheilla með starfsemi yfir landamæri, nr. 119/2019, hvað varðar peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.


11. gr.

     Í stað tilvísunarinnar „i–s-lið“ í 5. mgr. 46. gr. laganna kemur: i–u-lið.

12. gr.

     Við 56. gr. laganna bætist nýr stafliður, svohljóðandi: um kröfur til rafeyrisfyrirtækja og greiðsluþjónustuveitenda um að tilnefna miðlægan tengilið skv. 7. mgr. 32. gr.

13. gr.

     Við 57. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Lög þessi eru jafnframt sett til innleiðingar á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/843 frá 30. maí 2018 um breytingu á tilskipun (ESB) 2015/849 um ráðstafanir gegn því að fjármálakerfið sé notað til peningaþvættis eða til fjármögnunar hryðjuverka og um breytingu á tilskipunum 2009/138/EB og 2013/36/ESB, framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1108 frá 7. maí 2018 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/849 um tæknilega eftirlitsstaðla að því er varðar kröfur um tilnefningu miðlægs tengiliðar fyrir rafeyrisfyrirtæki og greiðsluþjónustuveitendur og framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/758 frá 31. janúar 2019, um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/849 um tæknilega eftirlitsstaðla að því er varðar lágmarksráðstafanir og aukið eftirlit sem lána- og fjármálastofnanir viðhafa til að takmarka hættu á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka í ákveðnum þriðju ríkjum.

II. KAFLI
Breyting á lögum um skráningu raunverulegra eigenda, nr. 82/2019, með síðari breytingum.

14. gr.

     Við 1. mgr. 4. gr. laganna bætast þrír nýir málsliðir, svohljóðandi: Skráningarskyldum aðilum ber að grípa til viðeigandi ráðstafana til að tryggja að upplýsingar um raunverulega eigendur séu réttar. Ef tilefni er til skal kanna hvort breytingar hafi átt sér stað. Raunverulegum eiganda er skylt að veita skráningarskyldum aðila upplýsingar skv. 2. mgr. sé þess óskað.

15. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.
     Þrátt fyrir 1. mgr. kemur ákvæði 9. gr. til framkvæmda 1. janúar 2021.

Samþykkt á Alþingi 29. júní 2020.