Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 230, 151. löggjafarþing 200. mál: stuðningur úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti.
Lög nr. 117 26. október 2020.

Lög um breytingu á lögum um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti, nr. 50/2020 (afgreiðsla umsókna).


1. gr.

     Við 1. mgr. 7. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Skattinum er heimilt að afgreiða umsóknir sem berast að liðnum fresti skv. 1. málsl. enda séu önnur skilyrði laga þessara uppfyllt.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi og gilda afturvirkt frá gildistöku laga nr. 50/2020.

Samþykkt á Alþingi 21. október 2020.