Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 515, 151. löggjafarþing 17. mál: mannvirki (flokkun og eftirlit með mannvirkjum).
Lög nr. 134 15. desember 2020.

Lög um breytingu á lögum um mannvirki, nr. 160/2010 (flokkun og eftirlit með mannvirkjum).


1. gr.

     Við 3. gr. laganna bætist eftirfarandi skilgreining í viðeigandi stafrófsröð: Áritun eða undirritun: Staðfesting skjals, þ.m.t. rafræn, sbr. lög um rafræna auðkenningu og traustþjónustu fyrir rafræn viðskipti.

2. gr.

     2. málsl. 1. mgr. 9. gr. laganna orðast svo: Ráðherra getur í reglugerð kveðið á um að minni háttar mannvirkjagerð eða smávægilegar breytingar á mannvirkjum, sbr. flokkun mannvirkja skv. 1. mgr. 17. gr., skuli undanþiggja byggingarleyfi, að slíkar framkvæmdir séu einungis tilkynningarskyldar eða að gera skuli vægari kröfur um fylgigögn eða umsóknarferli.

3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. laganna:
 1. 2. tölul. 1. mgr. orðast svo: Leyfisveitandi hefur yfirfarið og staðfest aðaluppdrætti.
 2. 2. mgr. orðast svo:
 3.      Leyfisveitandi skal yfirfara og staðfesta séruppdrætti og tilheyrandi greinargerðir áður en vinna við viðkomandi verkþátt hefst.


4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 17. gr. laganna:
 1. Á eftir 1. málsl. 1. mgr. koma þrír nýir málsliðir, svohljóðandi: Mannvirki skulu flokkuð eftir stærð þeirra, hversu vandasöm hönnun þeirra er, fyrirhugaðri notkun og samfélagslegu mikilvægi. Framkvæmd eftirlits með framkvæmdum skal taka mið af þeirri flokkun. Ráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um flokkun mannvirkja og framkvæmd eftirlits út frá slíkri flokkun.
 2. 5. mgr. orðast svo:
 3.      Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur eftirlit með störfum löggiltra hönnuða, löggiltra iðnmeistara og byggingarstjóra, m.a. með úttektum á gæðastjórnunarkerfum þeirra. Eftirlit með gæðastjórnunarkerfum löggiltra hönnuða, byggingarstjóra og iðnmeistara skal fara fram á minnst fimm ára fresti, auk þess sem heimilt er að framkvæma aukið og/eða tíðara eftirlit ef ítrekað koma fram aðfinnslur við störf þeirra. Við framkvæmd eftirlits, sem og við umsókn um starfsleyfi eða endurnýjun þess, skulu eftirlitsskyldir aðilar afla og leggja fram úttektarskýrslu um gerð eða virkni gæðastjórnunarkerfis frá faggiltri skoðunarstofu eða vottunarstofu. Komi í ljós við eftirlit að gæðastjórnunarkerfi uppfylli ekki ákvæði laga þessara eða reglugerða sem settar eru samkvæmt þeim skal gefa eftirlitsskyldum aðila kost á að bæta úr því nema um alvarlegt brot sé að ræða. Um alvarleg og ítrekuð brot fer samkvæmt ákvæðum 57. gr. Heimilt er að kveða nánar á um tilhögun eftirlits í reglugerð.


5. gr.

     19. gr. laganna orðast svo, ásamt fyrirsögn:
Gæðastjórnunarkerfi leyfisveitenda.
     Leyfisveitendur skulu hafa virkt gæðastjórnunarkerfi samkvæmt nánari fyrirmælum í reglugerð. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur eftirlit með gæðastjórnunarkerfum byggingarfulltrúa. Við framkvæmd eftirlits Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar skulu byggingarfulltrúar afla og leggja fram úttektarskýrslu um gerð eða virkni gæðastjórnunarkerfis frá faggiltri skoðunarstofu.
     Leyfisveitanda er heimilt að útvista eftirliti við yfirferð séruppdrátta þegar um vandasama eða umfangsmikla framkvæmd er að ræða. Skoðunarmaður skal uppfylla skilyrði 21. gr. Sé um sérstaklega vandasama framkvæmd að ræða er leyfisveitanda heimilt að gera sérstakar kröfur til hæfis skoðunarmanna. Yfirferð skoðunarmanna er á ábyrgð leyfisveitanda og skal farið eftir ákvæðum 3. mgr. 17. gr. um framkvæmd skoðunar að því leyti sem við á.

6. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 23. gr. laganna:
 1. Orðin „eigin hendi“ í 2. málsl. 2. mgr. falla brott.
 2. 3. málsl. 5. mgr. fellur brott.


7. gr.

     2. mgr. 37. gr. laganna orðast svo:
     Uppdrættir sem leyfisveitandi hefur samþykkt skulu ásamt útgefnu byggingarleyfi ætíð vera aðgengilegir eftirlitsmönnum.

8. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 51. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „aðkeyptrar sérfræðiþjónustu, og“ í 1. málsl. kemur: aðkeyptrar sérfræðiþjónustu og útvistunar eftirlits.
 2. Á eftir 3. málsl. koma fjórir nýir málsliðir, svohljóðandi: Heimilt er að taka mið af meðaltalskostnaði vegna einstakra eftirlitsþátta. Ef sýnt er að umframvinna falli til hjá embætti byggingarfulltrúa skal greiðandi fyrir fram upplýstur um umfang þeirrar umframvinnu eða áætlun gerð í samráði aðila. Gjald fyrir umframvinnu skal innheimt samkvæmt tímagjaldi sem tilgreint er í gjaldskrá. Heimilt er að ákveða að tímagjaldið í gjaldskránni taki ársfjórðungslegum breytingum í samræmi við launavísitölu fyrir starfsmenn sveitarfélaga.


9. gr.

     52. gr. laganna orðast svo:
     Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er heimilt að innheimta gjöld fyrir veitta þjónustu og verkefni sem stofnuninni er falið að annast eða hún tekur að sér, m.a. fyrir undirbúning, svo sem vegna aðkeyptrar sérfræðiþjónustu, útgáfu byggingar- og framkvæmdaleyfis og vottorða, fyrir útmælingu, eftirlit, úttektir, yfirferð hönnunargagna og útgáfu starfsleyfa og löggildinga, samkvæmt gjaldskrá sem stjórn stofnunarinnar setur. Gjaldið skal aldrei vera hærra en nemur þeim kostnaði sem hlýst af því að veita þjónustuna.

10. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 3. tölul. 60. gr. laganna:
 1. Á eftir orðinu „gæðakerfa“ í 1. málsl. kemur: byggingarfulltrúa.
 2. Á eftir 1. málsl. koma tveir nýir málsliðir er orðast svo: Ráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um flokkun mannvirkja og um framkvæmd eftirlits út frá slíkri flokkun. Jafnframt er heimilt að kveða nánar á um tilhögun eftirlits með störfum löggiltra hönnuða, löggiltra iðnmeistara og byggingarstjóra í reglugerð.


11. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða í lögunum:
 1. Við 1. tölul. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Byggingarfulltrúar og starfsmenn þeirra sem voru starfandi við gildistöku laganna teljast einnig uppfylla skilyrði 1. mgr. 21. gr. sem skoðunarmenn.
 2. 2. tölul. fellur brott.


12. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

13. gr.

     Við gildistöku laga þessara verður eftirfarandi breyting á lögum um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, nr. 137/2019: Við 17. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Ráðherra getur einnig kveðið nánar á um notkun rafrænnar byggingagáttar í reglugerð.

Samþykkt á Alþingi 7. desember 2020.