Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 662, 151. löggjafarþing 300. mál: atvinnuleysistryggingar (tekjutengdar bætur).
Lög nr. 145 28. desember 2020.

Lög um breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006 (tekjutengdar bætur).


1. gr.

     Í stað orðanna „til 31. desember 2020“ í 2. mgr. ákvæðis til bráðabirgða XV í lögunum kemur: til og með 31. desember 2021.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða XVI í lögunum:
  1. Í stað dagsetningarinnar „31. desember 2020“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: 31. maí 2021.
  2. Í stað dagsetningarinnar „31. ágúst 2020“ í 2. málsl. 9. mgr. kemur: 31. maí 2021.
  3. Í stað dagsetningarinnar „31. ágúst 2020“ í 10. mgr. kemur: 31. maí 2021.
  4. Í stað dagsetningarinnar „31. ágúst 2020“ í 11. mgr. kemur: 31. maí 2021.
  5. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
  6.      Þrátt fyrir skilyrði 1. tölul. 4. mgr. geta launamenn sem starfa hjá lögaðilum sem greiða ekki tekjuskatt skv. 4. eða 5. tölul. 4. gr. laga um tekjuskatt öðlast rétt til greiðslu atvinnuleysisbóta samkvæmt ákvæði þessu enda uppfylli þeir skilyrði þess að öðru leyti. Við umsókn um atvinnuleysisbætur skv. 1. málsl. skal vinnuveitandi staðfesta að hann uppfylli skilyrði 4. mgr. eftir því sem við á.


3. gr.

     Í stað orðanna „á yfirstandandi bótatímabili skv. 29. gr.“ í 1. málsl. 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða XVIII í lögunum kemur: fyrir 1. júní 2020.

4. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

5. gr.

     Við gildistöku laga þessara verður eftirfarandi breyting á lögum um Ábyrgðasjóð launa, nr. 88/2003, með síðari breytingum: Í stað dagsetningarinnar „1. janúar 2021“ í 3. mgr. ákvæðis til bráðabirgða III í lögunum kemur: 1. júní 2021.

Samþykkt á Alþingi 17. desember 2020.