Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1068, 151. löggjafarþing 590. mál: tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar (framlenging á umsóknarfresti).
Lög nr. 14 24. mars 2021.

Lög um breytingu á lögum um tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar, nr. 57/2020 (framlenging á umsóknarfresti).


1. gr.

     Við 2. mgr. 2. gr. laganna bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Fyrirsjáanlegt er að heildartekjur af starfseminni á næstu þremur mánuðum frá því að sótt er um úrræðið lækki um 75 hundraðshluta eða meira í samanburði við sama tíma á árinu 2019.

2. gr.

     Í stað ártalsins „2021“ í 2. mgr. 23. gr. laganna kemur: 2022.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 18. mars 2021.