Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1025, 151. löggjafarþing 465. mál: Lúganósamningurinn um dómsvald og um viðurkenningu og fullnustu dóma í einkamálum (útganga Bretlands úr Evrópusambandinu).
Lög nr. 17 18. mars 2021.

Lög um breytingu á lögum um Lúganósamninginn um dómsvald og um viðurkenningu og fullnustu dóma í einkamálum, nr. 7/2011 (útganga Bretlands úr Evrópusambandinu).


1. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Lúganósamningurinn og þær þrjár bókanir sem honum fylgja og hafa lagagildi hér á landi, sbr. 2. gr., gilda um mál sem berast íslenskum dómstólum til meðferðar frá Sameinaða konungsríkinu Stóra-Bretlandi og Norður-Írlandi, enda hafi þau borist fyrir 1. janúar 2021 eða grundvallast á dómi sem kveðinn var þar upp fyrir sama tímamark. Hið sama á við um dómsáttir, opinber skjöl og önnur gögn sem falla undir ákvæði samningsins.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 12. mars 2021.