Aðrar útgáfur af skjalinu:
PDF
Word Perfect.
Þingskjal 1251, 151. löggjafarþing 366. mál: Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu (upplýsingaréttur almennings).
Lög nr. 34 29. apríl 2021.
Þingskjal 1251, 151. löggjafarþing 366. mál: Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu (upplýsingaréttur almennings).
Lög nr. 34 29. apríl 2021.
Lög um breytingu á lögum um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, nr. 23/2013 (upplýsingaréttur almennings).
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 18. gr. laganna:- 2. mgr. orðast svo:
- nöfn og starfsheiti umsækjenda um starf, þegar umsóknarfrestur er liðinn,
- nöfn starfsmanna og starfssvið,
- föst launakjör annarra starfsmanna en æðstu stjórnenda,
- launakjör æðstu stjórnenda, og
- áherslur og kröfur um árangur í starfi æðstu stjórnenda sem fram koma í ráðningarsamningi eða öðrum gögnum og upplýsingar um menntun þeirra.
- Við bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
- Fyrirsögn greinarinnar verður: Önnur lög og upplýsingaréttur almennings.
Almenningur á rétt til aðgangs að upplýsingum skv. 2. mgr. jafnvel þótt þær sé ekki að finna í gögnum sem tilheyra tilteknu máli.
2. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.Samþykkt á Alþingi 19. apríl 2021.