Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1762, 151. löggjafarþing 644. mál: ávana- og fíkniefni (iðnaðarhampur).
Lög nr. 93 22. júní 2021.

Lög um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974 (iðnaðarhampur).


1. gr.

     Á eftir 2. gr. a laganna kemur ný grein, 2. gr. b, svohljóðandi:
     Þrátt fyrir ákvæði 4. mgr. 2. gr. er Matvælastofnun heimilt að leyfa innflutning á fræjum af tegundinni Cannabis sativa.
     Eingöngu er heimilt að veita leyfi skv. 1. mgr. ef skilyrði í reglugerð skv. 3. mgr. eru uppfyllt.
     Ráðherra sem fer með málefni landbúnaðar skal setja reglugerð um veitingu undanþágu til innflutnings fræja. Í reglugerðinni skal m.a. kveða á um veitingu leyfis til innflutnings ásamt skilyrðum og takmörkunum á innflutningi.
     Matvælastofnun skal hafa eftirlit með innflutningi á fræjum skv. 3. gr., sbr. 7. gr. laga um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, nr. 22/1994.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 12. júní 2021.