Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1760, 151. löggjafarþing 663. mál: þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnaður (ferðakostnaður).
Lög nr. 94 25. júní 2021.

Lög um breytingu á lögum um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað, nr. 88/1995, með síðari breytingum (ferðakostnaður).


1. gr.

     Við 7. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Réttur þingmanns skv. 1. og 2. mgr., sem sækist eftir endurkjöri, fellur niður þegar sex vikur eru til kjördags. Þó má ákveða í reglum forsætisnefndar að heimilt sé að endurgreiða alþingismanni ferðakostnað á þessu tímabili ef um er að ræða viðburði eða ferðir á vegum Alþingis eða þegar Alþingi er enn að störfum og þingmaður tekur þátt í störfum þess.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 12. júní 2021.