Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1192, 152. löggjafarþing 475. mál: matvæli og eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru (lífræn framleiðsla).
Lög nr. 51 23. júní 2022.

Lög um breytingu á lögum um matvæli og lögum um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru (lífræn framleiðsla).


I. KAFLI
Breyting á lögum um matvæli, nr. 93/1995.

1. gr.

     Við 1. málsl. 1. mgr. 2. gr. laganna bætist: þ.m.t. lífrænnar framleiðslu.

2. gr.

     Eftirfarandi orðskýringar bætast við 4. gr. laganna í viðeigandi stafrófsröð:
  1. Aðlögun að lífrænni framleiðslu er umbreyting frá framleiðslu sem ekki er lífræn til lífrænnar framleiðslu á tilteknu tímabili.
  2. Lífræn framleiðsla og tengd vottun er notkun framleiðsluaðferða, þ.m.t. á aðlögunartímanum, á öllum stigum framleiðslu, vinnslu og dreifingar í samræmi við reglugerð (ESB) 2018/848, svo sem kveðið er á um í reglugerð sem ráðherra setur með heimild skv. 31. gr. a.


3. gr.

     Við 6. gr. laganna bætist nýr stafliður, svohljóðandi: lífrænni framleiðslu, að undanskilinni smásölu.

4. gr.

     Á eftir IV. kafla A laganna kemur nýr kafli, IV. kafli B, Lífræn framleiðsla, með þremur nýjum greinum, 13. gr. g – 13. gr. i, svohljóðandi:
     
     a. (13. gr. g.)
     Óheimilt er að nota hvers kyns orð, orðmyndir, hugtök, myndir eða tákn sem vísa til lífrænnar framleiðslu á merkingum umbúða, í auglýsingaefni eða viðskiptaskjölum nema framleiðslan uppfylli skilyrði í reglugerð um lífræna framleiðslu og hafi hlotið vottun til notkunar á vörumerki til lífrænnar framleiðslu frá lögbæru yfirvaldi eða vottunarstofu, sbr. 23. gr.
     
     b. (13. gr. h.)
     Um tíðni eftirlits með lífrænni framleiðslu gilda ákvæði reglugerðar sem ráðherra setur, sbr. 1. mgr. 31. gr. a.
     
     c. (13. gr. i.)
     Heimilt er að fella tímabundið úr gildi eða afturkalla vottorð um lífræna framleiðslu að hluta eða í heild þegar ekki er farið eftir ákvæðum reglugerða um lífræna framleiðslu og notkun framleiðsluaðferða sem ráðherra setur, sbr. 5. mgr. 31. gr. a.

5. gr.

     Við 7. mgr. 22. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Um tíðni eftirlits með lífrænni vottun gilda ákvæði 13. gr. h.

6. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 31. gr. a laganna:
  1. Á eftir orðunum „erfðabreytt matvæli og merkingar þeirra“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: lífræna framleiðslu og merkingu lífrænna vara.
  2. Á eftir 4. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
  3.      Ráðherra er heimilt að innleiða með reglugerð reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/848 frá 30. maí 2018 um lífræna framleiðslu og merkingu lífrænna vara og um niðurfellingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 834/2007, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 31/2022 frá 4. febrúar 2022.


II. KAFLI
Breyting á lögum um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, nr. 22/1994.

7. gr.

     Við 2. gr. laganna bætist nýr málsliður svohljóðandi: Um lífræna framleiðslu fóðurs, áburðar og sáðvöru gilda ákvæði reglugerðar sem ráðherra setur.

8. gr.

     Eftirfarandi orðskýring bætist við 2. gr. a laganna í viðeigandi stafrófsröð: Lífræn framleiðsla er notkun framleiðsluaðferða sem eru í samræmi við reglugerð sem ráðherra setur, sbr. 8. mgr. 7. gr.

9. gr.

     Á eftir 5. gr. laganna kemur ný grein, 5. gr. a, svohljóðandi:
     Óheimilt er að nota hvers kyns orð, orðmyndir, hugtök, myndir eða tákn sem vísa til lífrænnar framleiðslu á merkingum umbúða, í auglýsingaefni eða viðskiptaskjölum nema framleiðslan uppfylli skilyrði lífrænt vottaðrar framleiðslu og hafi hlotið vottun þar um frá lögbæru yfirvaldi og tilnefndri vottunarstofu, sbr. 7. gr. j.

10. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. laganna:
  1. Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Um lífræna framleiðslu gilda ákvæði reglugerðar sem ráðherra setur, sbr. 1. mgr. 31. gr. a laga um matvæli, nr. 93/1995, og 8. mgr.
  2. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
  3.      Ráðherra er heimilt að innleiða með reglugerð reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/848 frá 30. maí 2018 um lífræna framleiðslu og merkingu lífrænna vara og um niðurfellingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 834/2007, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 31/2022 frá 4. febrúar 2022.


11. gr.

     Á eftir 1. mgr. 9. gr. laganna kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
     Heimilt er að fella tímabundið úr gildi eða afturkalla vottorð um lífræna framleiðslu að hluta eða í heild þegar ekki er farið eftir ákvæðum reglugerða um lífræna framleiðslu sem ráðherra setur, sbr. 2. gr.

12. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.
     Við gildistöku laga þessara falla úr gildi lög um lífræna landbúnaðarframleiðslu, nr. 162/1994.

Samþykkt á Alþingi 9. júní 2022.