Aðrar útgáfur af skjalinu:
PDF
Word Perfect.
Þingskjal 1393, 152. löggjafarþing 594. mál: aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka (sýndareignir o.fl.).
Lög nr. 62 28. júní 2022.
a. (5. gr.)
Áhættumat tilkynningarskyldra aðila.
Tilkynningarskyldir aðilar skulu gera áhættumat á starfsemi sinni, samningssamböndum og einstökum viðskiptum í samræmi við ákvæði þetta.
A. Áhættumat á starfsemi.
Áhættumat á starfsemi felur í sér að bera kennsl á og meta hættu á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka í starfsemi tilkynningarskylds aðila út frá helstu veikleikum og ógnum sem að starfseminni beinast. Matið skal innihalda skriflega heildstæða greiningu og skal m.a. taka mið af áhættuþáttum sem tengjast viðskiptamönnum, viðskiptalöndum eða svæðum, vörum, þjónustu, viðskiptum, tækni og dreifileiðum.
Við gerð áhættumats ber tilkynningarskyldum aðilum að hafa áhættumat skv. 4. gr. til hliðsjónar ásamt fyrirliggjandi upplýsingum um þekkta áhættu og áhættuþætti. Áhættumat skal taka mið af stærð, eðli, umfangi og margbreytileika í starfsemi tilkynningarskylds aðila.
Áður en áhættumat er unnið skal tilkynningarskyldur aðili skjalfesta þá aðferðafræði sem notuð verður við gerð áhættumatsins. Fara skal fram reglulegt mat á aðferðafræði og hún uppfærð ef tilefni er til.
Í áhættumati skal m.a. fjallað um:
Áhættumat skv. 1. mgr. skal uppfært á tveggja ára fresti eða oftar ef tilefni er til. Ávallt skal framkvæma áhættumat áður en nýjar vörur eða þjónusta er sett á markað og þegar teknar eru í notkun nýjar dreifileiðir og ný tækni.
Eftirlitsaðilum og öðrum lögbærum stjórnvöldum samkvæmt lögum þessum skal afhent afrit af áhættumati sé þess óskað.
Eftirlitsaðilar geta ákveðið að gera ekki kröfu um áhættumat skv. 1. mgr. þar sem tiltekin starfsemi eða viðskipti eru þess eðlis að áhættuþættir eru skýrir og þekktir og viðeigandi ráðstafanir til að draga úr áhættu eru til staðar.
B. Áhættumat á samningssamböndum og einstökum viðskiptum.
Áður en áhættumat á samningssamböndum og einstökum viðskiptum fer fram skal tilkynningarskyldur aðili skjalfesta þá aðferðafræði sem notuð verður við gerð áhættumatsins. Fara skal fram reglulegt mat á aðferðafræði og hún uppfærð ef tilefni er til.
Áhættumat á samningssamböndum og einstökum viðskiptum skal byggja á áhættumati á starfsemi skv. A-lið.
Áhættumat á samningssamböndum og einstökum viðskiptum skal notað til að ákveða tegund og umfang áreiðanleikakönnunar, m.a. til þess að meta hvort beita eigi aukinni áreiðanleikakönnun eða hvort heimilt sé að beita einfaldaðri áreiðanleikakönnun. Áhættumatið er einnig grundvöllur ákvörðunar um með hvaða hætti eftirlit með samningssamböndum og einstökum viðskiptum skuli framkvæmt hjá tilkynningarskyldum aðilum.
Við mat á því hvernig samningssambönd og einstök viðskipti skulu áhættuflokkuð skal horft til allra viðeigandi áhættuþátta sem geta, einir sér eða samanlagt, aukið eða dregið úr áhættu vegna peningaþvættis eða fjármögnunar hryðjuverka. Horfa skal til þeirrar heildaráhættu sem tengist samningssambandi og einstökum viðskiptum, m.a. til:
Tilkynningarskyldir aðilar skulu tryggja að áhættumat á samningssamböndum endurspegli fyrirliggjandi áhættu á hverjum tíma og sé í samræmi við þau viðskipti sem viðskiptamaður stundar.
b. (5. gr. a.)
Stefna, stýringar og verkferlar.
Tilkynningarskyldir aðilar skulu hafa skjalfesta stefnu, stýringar og verkferla til að draga úr og stýra áhættu sem stafar af peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Byggja skal stefnu, stýringar og verkferla á áhættumati skv. 5. gr. Ráðstafanir tilkynningarskyldra aðila samkvæmt þessu ákvæði skulu vera í samræmi við stærð, eðli, umfang og margbreytileika í starfsemi tilkynningarskylds aðila.
Stefna, stýringar og verkferlar skv. 1. mgr. skulu að lágmarki fela í sér, eftir því sem við á:
Stefna tilkynningarskylds aðila skal samþykkt af stjórn og stýringar og verkferlar skulu samþykkt af yfirstjórn. Yfirstjórn skal hafa eftirlit með framkvæmd stefnu, stýringa og verkferla og gefa fyrirmæli um auknar ráðstafanir þar sem við á.
Neita skal um skráningu skv. 1. mgr. 35. gr. ef:
Skráningarskyldur aðili, raunverulegir eigendur, stjórn og framkvæmdastjóri skv. 1. mgr. 35. gr. skulu á hverjum tíma uppfylla hæfisskilyrði samkvæmt þessari grein. Seðlabanki Íslands getur á hverjum tíma tekið hæfi stjórnarmanna og framkvæmdastjóra skv. 1. mgr. þessarar greinar til sérstakrar skoðunar. Seðlabanki Íslands setur nánari reglur um hæfisskilyrði samkvæmt þessari grein, þar á meðal um hvað felist í fullnægjandi þekkingu, hæfni og reynslu sem nýtist í starfi, góðu orðspori og fjárhagslegu sjálfstæði, og hvernig staðið skuli að hæfismati.
Um ákvörðun viðurlaga.
Við ákvörðun um tegund og umfang viðurlaga samkvæmt þessum kafla skal tekið tillit til allra atvika sem máli skipta, þar á meðal eftirfarandi atriða eftir því sem við á:
Þingskjal 1393, 152. löggjafarþing 594. mál: aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka (sýndareignir o.fl.).
Lög nr. 62 28. júní 2022.
Lög um breytingu á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 140/2018 (sýndareignir o.fl.).
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 2. gr. laganna:- Í stað orðsins „Gjaldeyrisskiptastöðvar“ í i-lið kemur: Gjaldeyrisskiptaþjónusta.
- J-liður orðast svo: Þjónustuveitendur sýndareigna, sbr. skilgreiningu í 3. gr.
- K-liður fellur brott.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:- Í stað orðanna „dómarar við endurskoðunardómstóla“ í e-lið 2. mgr. 6. tölul. kemur: ríkisendurskoðandi.
- Í stað orðsins „Gjaldeyrisskiptastöð“ í 8. tölul. kemur: Gjaldeyrisskiptaþjónusta.
- 16. tölul. orðast svo: Sýndareignir: Hvers konar verðmæti á stafrænu formi:
- sem hægt er að nota sem greiðslu eða fjárfestingu og hægt er að miðla, og
- sem teljast ekki til rafeyris í skilningi laga um útgáfu og meðferð rafeyris eða gjaldmiðils sem er gefinn út af seðlabanka eða öðrum stjórnvöldum.
- Á eftir orðunum „Til gildra persónuskilríkja teljast“ í 18. tölul. kemur: m.a.
- Við bætast sjö nýir töluliðir, 21.–27. tölul., svohljóðandi:
- Áhættuþættir: Breytilegir þættir sem annaðhvort einir sér eða samanlagt geta aukið eða dregið úr hættu á peningaþvætti eða fjármögnun hryðjuverka.
- Eðlislæg áhætta: Áhætta áður en tekið er tillit til stýringa og annarra aðferða til að draga úr eða stýra áhættu.
- Eftirstæð áhætta: Áhætta sem er til staðar eftir að tekið hefur verið tillit til stýringa og annarra aðferða til að draga úr eða stýra áhættu.
- Samningssamband: Viðskiptasamband milli tilkynningarskylds aðila og viðskiptamanns sem:
- er til komið vegna viðskipta viðskiptamanns hjá tilkynningarskylda aðilanum og
- gert er ráð fyrir, á þeim tíma sem stofnað er til viðskiptasambandsins, að vari um ákveðinn tíma.
- Þjónustuveitandi sýndareigna: Einstaklingur eða lögaðili sem:
- skiptir sýndareignum yfir í gjaldmiðil eða rafeyri,
- skiptir gjaldmiðli eða rafeyri yfir í sýndareignir,
- skiptir sýndareignum yfir í aðrar sýndareignir,
- varðveitir, framselur eða millifærir sýndareignir, fyrir hönd annars einstaklings eða lögaðila,
- veitir þjónustu í tengslum við útgáfu, útboð eða sölu sýndareigna,
- er þjónustuveitandi stafrænna veskja, sbr. skilgreiningu í 20. tölul., eða
- fer með öðrum hætti með umráð yfir sýndareignum í atvinnuskyni.
- Rafeyrir: Rafeyrir sem fellur undir gildissvið laga um útgáfu og meðferð rafeyris.
- Samstæða: Samstæða eins og hún er skilgreind í lögum um ársreikninga.
3. gr.
Í stað 5. gr. laganna koma tvær nýjar greinar, 5. gr. og 5. gr. a, ásamt fyrirsögnum, svohljóðandi:a. (5. gr.)
A. Áhættumat á starfsemi.
Áhættumat á starfsemi felur í sér að bera kennsl á og meta hættu á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka í starfsemi tilkynningarskylds aðila út frá helstu veikleikum og ógnum sem að starfseminni beinast. Matið skal innihalda skriflega heildstæða greiningu og skal m.a. taka mið af áhættuþáttum sem tengjast viðskiptamönnum, viðskiptalöndum eða svæðum, vörum, þjónustu, viðskiptum, tækni og dreifileiðum.
Við gerð áhættumats ber tilkynningarskyldum aðilum að hafa áhættumat skv. 4. gr. til hliðsjónar ásamt fyrirliggjandi upplýsingum um þekkta áhættu og áhættuþætti. Áhættumat skal taka mið af stærð, eðli, umfangi og margbreytileika í starfsemi tilkynningarskylds aðila.
Áður en áhættumat er unnið skal tilkynningarskyldur aðili skjalfesta þá aðferðafræði sem notuð verður við gerð áhættumatsins. Fara skal fram reglulegt mat á aðferðafræði og hún uppfærð ef tilefni er til.
Í áhættumati skal m.a. fjallað um:
- eðlislæga áhættu, áhættuflokkun einstakra áhættuþátta og forsendur þeirrar niðurstöðu,
- gæði stýringa og annarra aðferða til að draga úr áhættu,
- eftirstæða áhættu og áhættuflokkun einstakra áhættuþátta.
Áhættumat skv. 1. mgr. skal uppfært á tveggja ára fresti eða oftar ef tilefni er til. Ávallt skal framkvæma áhættumat áður en nýjar vörur eða þjónusta er sett á markað og þegar teknar eru í notkun nýjar dreifileiðir og ný tækni.
Eftirlitsaðilum og öðrum lögbærum stjórnvöldum samkvæmt lögum þessum skal afhent afrit af áhættumati sé þess óskað.
Eftirlitsaðilar geta ákveðið að gera ekki kröfu um áhættumat skv. 1. mgr. þar sem tiltekin starfsemi eða viðskipti eru þess eðlis að áhættuþættir eru skýrir og þekktir og viðeigandi ráðstafanir til að draga úr áhættu eru til staðar.
B. Áhættumat á samningssamböndum og einstökum viðskiptum.
Áður en áhættumat á samningssamböndum og einstökum viðskiptum fer fram skal tilkynningarskyldur aðili skjalfesta þá aðferðafræði sem notuð verður við gerð áhættumatsins. Fara skal fram reglulegt mat á aðferðafræði og hún uppfærð ef tilefni er til.
Áhættumat á samningssamböndum og einstökum viðskiptum skal byggja á áhættumati á starfsemi skv. A-lið.
Áhættumat á samningssamböndum og einstökum viðskiptum skal notað til að ákveða tegund og umfang áreiðanleikakönnunar, m.a. til þess að meta hvort beita eigi aukinni áreiðanleikakönnun eða hvort heimilt sé að beita einfaldaðri áreiðanleikakönnun. Áhættumatið er einnig grundvöllur ákvörðunar um með hvaða hætti eftirlit með samningssamböndum og einstökum viðskiptum skuli framkvæmt hjá tilkynningarskyldum aðilum.
Við mat á því hvernig samningssambönd og einstök viðskipti skulu áhættuflokkuð skal horft til allra viðeigandi áhættuþátta sem geta, einir sér eða samanlagt, aukið eða dregið úr áhættu vegna peningaþvættis eða fjármögnunar hryðjuverka. Horfa skal til þeirrar heildaráhættu sem tengist samningssambandi og einstökum viðskiptum, m.a. til:
- starfsemi, orðspors og stjórnmálalegra tengsla viðskiptamanns og raunverulegs eiganda,
- ríkja eða ríkjasvæða sem tengjast viðskiptasambandinu,
- áhættuþátta sem tengjast þeirri vöru, þjónustu eða færslum sem sóst er eftir,
- dreifileiða sem notaðar eru,
- þess hvort viðskiptamaður noti milligönguaðila til að koma fram fyrir sína hönd,
- þess hvort viðskiptamaður sé lögaðili með flókið eignarhald eða stjórnskipulag,
- þess hvort viðskiptamaður sé fjárvörslusjóður eða sambærilegur aðili, og
- þess hvort viðskiptamaður stundi aðallega reiðufjárviðskipti.
Tilkynningarskyldir aðilar skulu tryggja að áhættumat á samningssamböndum endurspegli fyrirliggjandi áhættu á hverjum tíma og sé í samræmi við þau viðskipti sem viðskiptamaður stundar.
b. (5. gr. a.)
Stefna, stýringar og verkferlar skv. 1. mgr. skulu að lágmarki fela í sér, eftir því sem við á:
- ákvæði um þróun og uppfærslu stefnu, stýringa og verkferla, þ.m.t. aðferðir við áhættustýringu, áreiðanleikakönnun, tilkynningar um grunsamleg viðskipti, varðveislu gagna, innra eftirlit og tilnefningu ábyrgðarmanns, og könnun á hæfi starfsmanna, og
- kröfu um sjálfstæða endurskoðunardeild eða sjálfstæða úttektaraðila til að framkvæma úttekt á og prófa þá þætti sem um getur í a-lið.
Stefna tilkynningarskylds aðila skal samþykkt af stjórn og stýringar og verkferlar skulu samþykkt af yfirstjórn. Yfirstjórn skal hafa eftirlit með framkvæmd stefnu, stýringa og verkferla og gefa fyrirmæli um auknar ráðstafanir þar sem við á.
4. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. laganna:- Orðið „viðvarandi“ í a-lið fellur brott.
- Við bætast tveir nýir stafliðir, svohljóðandi:
- vegna einstakra viðskipta með sýndareignir að fjárhæð 1.000 evrur eða meira miðað við opinbert viðmiðunargengi eins og það er skráð hverju sinni, hvort sem viðskiptin fara fram í einni færslu eða fleiri sem virðast tengjast hver annarri,
- við millifærslu sýndareigna, þegar um einstök viðskipti er að ræða, hvort sem um er að ræða færslu fjármuna innan lands eða yfir landamæri, að fjárhæð 1.000 evrur eða meira miðað við opinbert viðmiðunargengi eins og það er skráð hverju sinni.
5. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. laganna:- Við 1. mgr. bætist nýr stafliður, svohljóðandi: ekki er hægt að fjármagna greiðslumiðilinn með nafnlausum rafeyri.
- Tilvísunin „a- og b-lið“ í 3. mgr. fellur brott.
6. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. laganna:- Í stað orðanna „prókúruhafar og aðrir þeir sem hafa sérstaka heimild til að koma fram fyrir hönd viðskiptavinar skulu sanna á sér deili skv. a-lið“ í b-lið 1. mgr. kemur: þeir sem koma fram fyrir hönd viðskiptamanns gagnvart tilkynningarskyldum aðila skulu sýna fram á að þeir hafi til þess heimild og sanna á sér deili skv. a-lið.
- Í stað orðanna „hann hafi sannað á sér deili í samræmi við a-lið“ í e-lið 1. mgr. kemur: þær upplýsingar hafi verið sannreyndar.
- 6. mgr. fellur brott.
7. gr.
2. málsl. 1. mgr. 11. gr. laganna orðast svo: Í slíkum tilvikum skulu upplýsingar skv. 1. mgr. 10. gr. sannreyndar eins fljótt og því verður komið við.8. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. laganna:- 1. mgr. orðast svo:
- viðskipti við einstaklinga, lögaðila, fjárvörslusjóði eða sambærilega aðila sem tengjast áhættusömu eða ósamvinnuþýðu ríki, sbr. 14. gr.,
- tilvik skv. 15.–17. gr.,
- önnur tilvik en skv. a- eða b-lið þegar áhættumat tilkynningarskylds aðila gefur til kynna meiri áhættu, eða
- tilvik þar sem áhætta telst að öðru leyti meiri.
- 2. mgr. orðast svo:
- Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
9. gr.
Í stað orðanna „við einstakling, lögaðila, fjárvörslusjóði eða aðra sambærilega aðila sem eru búsettir eða með staðfestu í“ í 1. mgr. 14. gr. laganna kemur: sem tengist.10. gr.
Í stað orðsins „byggist“ í 3. og 4. mgr. 18. gr. laganna kemur: byggir.11. gr.
Í stað orðanna „lög um“ í e-lið 1. mgr. 25. gr., „ákvæði laga um“ í 2. mgr. 28. gr. og 3. mgr. 29. gr. og „lögum um“ í 1. mgr. 29. gr. og 4. mgr. 53. gr. laganna kemur: löggjöf um.12. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 3. mgr. 27. gr. laganna:- C-liður orðast svo: milli aðila sem nefndir eru í l- og m-lið 1. mgr. 2. gr., eða aðila frá þriðju ríkjum sem gera sambærilegar kröfur og gerðar eru í lögum þessum, og sinna starfi sínu hjá sama lögaðila eða tengdum lögaðila sem deilir eignarhaldi, stjórnun eða sama neti fyrirtækja.
- 1. tölul. d-liðar orðast svo: að báðir aðilar tilheyri sömu starfsgrein og séu frá aðildarríki eða þriðja ríki sem gerir sambærilegar kröfur og gerðar eru í lögum þessum.
13. gr.
Í stað orðanna „umboðsmenn, dreifingaraðilar og starfsmenn útibúa“ í 1. málsl. 1. mgr. 33. gr. laganna kemur: starfsmenn útibúa og dótturfélaga.14. gr.
Í stað orðsins „reglur“ í 3. mgr. 34. gr. laganna kemur: stýringar.15. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 35. gr. laganna:- 1. og 2. mgr. orðast svo:
- aðilar sem veita gjaldeyrisskiptaþjónustu, og
- þjónustuveitendur sýndareigna.
- Á eftir 2. mgr. koma tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
- Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Skráningarskylda aðila sem veita gjaldeyrisskiptaþjónustu og þjónustuveitenda sýndareigna.
Undanþegin skráningarskyldu eru fjármálafyrirtæki samkvæmt skilgreiningu laga um fjármálafyrirtæki, sbr. a-lið 1. mgr. 2. gr.
Skráningarskyldur aðili skv. 1. mgr. skal veita upplýsingar um framkvæmdastjóra, stjórnarmenn, stofnendur, hluthafa og raunverulega eigendur ásamt ítarlegri lýsingu á fyrirhugaðri starfsemi og upplýsingum um starfsstöð. Auk þess skal skráningarskyldur aðili veita upplýsingar um fyrirhugaðar aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka samkvæmt lögum þessum, sérstaklega varðandi áhættumat, könnun áreiðanleika upplýsinga um viðskiptamenn, stefnu, stýringar og verkferla, þjálfun starfsmanna, ábyrgðarmann og rannsóknar- og tilkynningarskyldu. Seðlabanki Íslands getur óskað frekari upplýsinga í tengslum við skráningu sé það talið nauðsynlegt.
16. gr.
Í stað 1. mgr. 37. gr. laganna koma tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:Neita skal um skráningu skv. 1. mgr. 35. gr. ef:
- skráningarskyldur aðili, raunverulegir eigendur, stjórn eða framkvæmdastjóri eru ekki lögráða, hafa ekki gott orðspor eða hafa á síðustu fimm árum verið úrskurðaðir gjaldþrota,
- skráningarskyldur aðili, raunverulegir eigendur, stjórn eða framkvæmdastjóri, hafa á síðustu tíu árum hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað samkvæmt lögum þessum, almennum hegningarlögum, samkeppnislögum, lögum um hlutafélög, lögum um einkahlutafélög, lögum um bókhald, lögum um ársreikninga, lögum um gjaldþrotaskipti o.fl., lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, lögum um gjaldeyrismál eða sérlögum sem gilda um aðila sem lúta opinberu eftirliti með fjármálastarfsemi,
- stjórn eða framkvæmdastjóri eru ekki fjárhagslega sjálfstæð eða hafa ekki yfir að ráða þekkingu, hæfni og reynslu sem nýtist í starfi,
- skráningarskyldur aðili uppfyllir ekki kröfur þessara laga.
Skráningarskyldur aðili, raunverulegir eigendur, stjórn og framkvæmdastjóri skv. 1. mgr. 35. gr. skulu á hverjum tíma uppfylla hæfisskilyrði samkvæmt þessari grein. Seðlabanki Íslands getur á hverjum tíma tekið hæfi stjórnarmanna og framkvæmdastjóra skv. 1. mgr. þessarar greinar til sérstakrar skoðunar. Seðlabanki Íslands setur nánari reglur um hæfisskilyrði samkvæmt þessari grein, þar á meðal um hvað felist í fullnægjandi þekkingu, hæfni og reynslu sem nýtist í starfi, góðu orðspori og fjárhagslegu sjálfstæði, og hvernig staðið skuli að hæfismati.
17. gr.
Á eftir 44. gr. laganna kemur ný grein, 44. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:- alvarleika brots,
- hvað brotið hefur staðið lengi,
- ábyrgðar hins brotlega hjá lögaðilanum,
- fjárhagsstöðu hins brotlega,
- ávinnings af broti eða taps sem forðað er með broti,
- hvort brot hafi leitt til taps þriðja aðila,
- hvers konar mögulegra kerfislegra áhrifa brotsins,
- samstarfsvilja hins brotlega,
- fyrri brota og hvort um ítrekað brot er að ræða.
18. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 46. gr. laganna:- 2. mgr. fellur brott.
- Í stað tilvísunarinnar „3. og 4. mgr.“ í 6. mgr. kemur: 3., 4. og 5. mgr.
19. gr.
Á eftir orðinu „stjórnvaldssekta“ í 1. málsl. 48. gr. laganna kemur: eða öðrum viðurlögum samkvæmt lögum þessum.20. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 49. gr. laganna:- Á eftir orðinu „stjórnvaldssektir“ í 1. mgr. kemur: eða beita öðrum viðurlögum.
- Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Frestur til að beita viðurlögum.
21. gr.
H-liður 56. gr. laganna orðast svo: um álagningu dagsekta, stjórnvaldssekta og annarra viðurlaga skv. XII. kafla.22. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.Samþykkt á Alþingi 15. júní 2022.