Aðrar útgáfur af skjalinu:
PDF
Word Perfect.
Þingskjal 2139, 153. löggjafarþing 974. mál: alþjóðlegar þvingunaraðgerðir og frysting fjármuna.
Lög nr. 68 22. júní 2023.
I. KAFLI
Markmið, gildissvið og orðskýringar.
Markmið.
Markmiðið með lögum þessum er að:
Gildissvið.
Lög þessi gilda um íslenska ríkisborgara og útlendinga sem geta sætt refsiábyrgð samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga um refsilögsögu. Íslenskir ríkisborgarar bera auk þess refsiábyrgð fyrir verknað sem þeir fremja erlendis þrátt fyrir að verknaðurinn sé ekki refsiverður samkvæmt lögum þess ríkis þar sem brotið var framið.
Lög þessi gilda um lögaðila sem skráðir eru eða stofnað er til samkvæmt íslenskum lögum hvar sem þeir starfa eða eru staðsettir. Ef lögaðili er skráður eða til hans stofnað erlendis taka lögin til starfsemi hans að því leyti sem hún á sér stað innan íslenskrar lögsögu.
Orðskýringar.
II. KAFLI
Þvingunaraðgerðir.
Þvingunaraðgerðir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.
Ríkisstjórnin skal gera þær ráðstafanir sem eru nauðsynlegar til þess að framkvæma ályktanir sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkir skv. 41. gr. sáttmála Sameinuðu þjóðanna og Íslandi er skylt að hlíta vegna aðildar sinnar að þeim. Kynna skal slíkar ráðstafanir reglulega fyrir utanríkismálanefnd Alþingis.
Þvingunaraðgerðir alþjóðastofnana o.fl.
Ríkisstjórninni er heimilt, að höfðu samráði við utanríkismálanefnd Alþingis, sbr. lög um þingsköp Alþingis, að taka þátt í og gera þær ráðstafanir sem eru nauðsynlegar til þess að framkvæma ákvarðanir alþjóðastofnana, ríkjahópa eða samstarfsríkja um þvingunaraðgerðir sem miða að því að viðhalda friði og öryggi, tryggja virðingu fyrir mannréttindum og mannfrelsi og koma í veg fyrir fjármögnun hryðjuverka og fjármögnun og útbreiðslu gereyðingarvopna.
Framkvæmd þvingunaraðgerða.
Heimilt er að innleiða fyrirmæli ályktunar um þvingunaraðgerðir skv. 4. og 5. gr. með reglugerð. Í þeim tilgangi getur reglugerð m.a. mælt fyrir um:
Í reglugerð skal taka fram um hvaða ályktun er að ræða, þær þvingunaraðgerðir sem koma eiga til framkvæmda og gegn hverjum þær beinast.
Nú gefur öryggisráð Sameinuðu þjóðanna eða Evrópusambandið út lista yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða skv. 1. mgr. og er ráðherra þá heimilt í reglugerð að vísa til hans á vefsetri öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna eða Stjórnartíðinda Evrópusambandsins og telst það lögmæt birting. Í reglugerð er ráðherra heimilt að kveða á um að breytingar eða uppfærslur lista öðlist sjálfkrafa gildi við uppfærslu eða breytingar á vefsetri öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna eða Stjórnartíðinda Evrópusambandsins.
Ráðuneytið skal halda skrár um þvingunaraðgerðir sem eru í gildi hér á landi og gegn hverjum þær beinast.
Réttindi og skyldur sem fara í bága við þvingunaraðgerðir.
Óheimilt er að efna samninga, eða fullnægja öðrum réttindum og skyldum, sem fara í bága við þessi lög og reglugerðir settar með stoð í þeim. Þetta á við hvort sem þessi réttindi og skyldur stofnuðust fyrir eða eftir gildistöku viðkomandi reglugerðar nema annað sé tekið fram í henni.
Vanefnd á réttindum og skyldum skv. 1. mgr. skal ekki leiða af sér skaðabótaskyldu.
Brottfall þvingunaraðgerðar.
Sé ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna eða ákvörðun eða ályktun alþjóðastofnunar eða ríkjahóps um þvingunaraðgerðir afturkölluð, fallin úr gildi eða eigi hún ekki lengur við skal ráðherra svo fljótt sem verða má fella úr gildi reglugerð sem kemur þvingunaraðgerðinni til framkvæmda.
Undanþágur frá þvingunaraðgerð.
Ráðherra getur veitt undanþágu frá þvingunaraðgerð sem framkvæmd er með heimild í þessum lögum þegar gildar ástæður eru fyrir hendi. Heimilt er að setja skilyrði fyrir undanþágu til þess að tryggja að með henni sé ekki grafið undan eða komist fram hjá markmiði þvingunaraðgerðarinnar.
III. KAFLI
Frysting fjármuna og efnahagslegs auðs og bann við efndum krafna.
Frysting fjármuna og efnahagslegs auðs.
Skylt er að frysta fjármuni og efnahagslegan auð í samræmi við reglugerðir sem settar eru á grundvelli laga þessara til að koma í veg fyrir hvers konar fjármagnsflutning, svo sem afhendingu fjármuna, úttektir, millifærslu, eignarskráningu sem og önnur viðskipti, og hindra þannig að aðilar sem sæta frystingu fjármuna og efnahagslegs auðs fái greiðslur í hendur eða geti nýtt fjármuni með öðrum hætti.
Þegar fjármunir og efnahagslegur auður er frystur tekur frystingin til fjármuna og efnahagslegs auðs sem í heild eða að hluta, beint eða óbeint, tilheyrir, er í eigu, í vörslu eða undir stjórn aðila sem skráður er á lista yfir þvingunaraðgerðir og sem samkvæmt slíkum þvingunaraðgerðum skal sæta frystingu fjármuna og efnahagslegs auðs. Frysting nær einnig til fjármuna og efnahagslegs auðs aðila sem koma fram fyrir hönd aðila sem sætir frystingu fjármuna og efnahagslegs auðs.
Frysting fjármuna eða efnahagslegs auðs kemur ekki í veg fyrir að lagðir séu inn á reikninga sem hafa verið frystir:
Vextir, aðrar tekjur og greiðslur skv. 3. mgr. skulu jafnframt frystar.
Þeir sem fryst hafa fjármuni eða efnahagslegan auð, sbr. 1. mgr., skulu án tafar tilkynna eigendum, ráðherra og skrifstofu fjármálagreininga lögreglu um slíkar ráðstafanir. Tilkynningarskyldir aðilar, sem sæta eftirliti skv. 1. mgr. 38. gr. laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 140/2018, skulu einnig tilkynna Fjármálaeftirlitinu um slíkar ráðstafanir. Tilkynningarskyldir aðilar, sem sæta eftirliti skv. 2. mgr. 38. gr. laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 140/2018, skulu einnig tilkynna ríkisskattstjóra um slíkar ráðstafanir.
Frystir fjármunir eða efnahagslegur auður skal vera í vörslu þess aðila sem hann var hjá þegar frysting er framkvæmd nema ráðherra gefi fyrirmæli um annað.
Ef fjármunir eða efnahagslegur auður er frystur í góðri trú samkvæmt lögum þessum eða reglugerðum settum á grundvelli þeirra skulu viðkomandi aðilar eða starfsmenn þeirra ekki vera bótaskyldir á nokkurn hátt vegna frystingarinnar.
Ráðherra heldur skrá yfir alla fjármuni og efnahagslegan auð sem hefur verið frystur á grundvelli laga þessara og reglugerða settra á grundvelli þeirra.
Undanþága frá frystingu fjármuna eða efnahagslegs auðs.
Ráðherra getur heimilað að frystingu sé aflétt að því er varðar fjármuni eða efnahagslegan auð sem er:
Áður en veitt er undanþága frá frystingu fjármuna skv. 1. mgr. skal ráðherra, eftir því sem við á, leita álits eða tilkynna það til viðeigandi nefnda öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna eða stofnana þeirra með a.m.k. tveggja vikna fyrirvara á því formi sem viðkomandi aðilar leggja til.
Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um undanþágur frá frystingu fjármuna eða efnahagslegs auðs, þ.m.t. um umsóknir og umsóknargögn.
Aflétting frystingar.
Hafi fjármunir ekki verið gerðir upptækir á grundvelli ákvæða almennra hegningarlaga skal aflétta frystingu þegar aðilar eru afskráðir af lista yfir þvingunaraðgerðir.
Ef staðfest er að fjármunir hafi verið frystir hjá aðila sem ber sama eða svipað nafn og aðili sem skráður er á lista yfir þvingunarráðstafanir skal ráðherra gefa fyrirmæli um að aflétta þvingunarráðstöfunum. Fylgja skal ákvæðum 23. gr. eftir því sem við á.
Um tilkynningar um afléttingu frystingar fer eftir 23. og 24. gr. eftir því sem við á.
Ráðstafanir vegna eftirlits með því hvort viðskiptamenn og raunverulegir eigendur séu á listum yfir þvingunaraðgerðir.
Tilkynningarskyldir aðilar skv. a–h-lið 1. mgr.
2. gr. laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 140/2018, skulu hafa viðeigandi kerfi, ferla og aðferðir til að sinna eftirliti með því hvort viðskiptamenn þeirra og raunverulegir eigendur séu á listum yfir þvingunaraðgerðir. Fjármálaeftirlitið getur veitt undanþágu frá kröfu um slíkt kerfi sýni tilkynningarskyldur aðili fram á að markmiði laganna verði náð með ferlum og aðferðum.
Tilkynningarskyldir aðilar skv. i–u-lið 1. mgr. 2. gr. laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 140/2018, skulu innleiða ferla og aðferðir til að sinna eftirliti með því hvort viðskiptamenn þeirra og raunverulegir eigendur séu á listum yfir þvingunaraðgerðir.
Viðskiptamenn og raunverulegir eigendur skulu skimaðir gagnvart listum yfir þvingunaraðgerðir í upphafi viðskipta og reglulega á meðan samningssambandið varir. Þá skulu aðilar sem eiga aðild að millifærslum fjármuna til og frá erlendum ríkjum skimaðir gagnvart listum yfir þvingunaraðgerðir.
Tilkynningarskyldir aðilar skulu varðveita afrit af gögnum og upplýsingum sem staðfesta að skimun hafi farið fram og að lagt hafi verið mat á niðurstöðu skimunar skv. 3. mgr. í að lágmarki fimm ár frá því að samningssambandi lýkur eða einstök viðskipti hafa átt sér stað.
Þegar grunur leikur á um að viðskiptamaður eða raunverulegur eigandi hafi gert ráðstafanir til að komast hjá frystingu fjármuna eða efnahagslegs auðs skv. 10. gr. skal tilkynningarskyldur aðili tilkynna þeim eftirlitsaðila sem fer með eftirlit með tilkynningarskylda aðilanum skv. 26. gr. um slíkt. Jafnframt skal tilkynningarskyldur aðili tilkynna skrifstofu fjármálagreininga lögreglu og ráðherra um slíkar ráðstafanir.
Bann við efndum krafna.
Óheimilt er að efna kröfur sem tengjast samningi eða viðskiptum þegar aðgerðir, í samræmi við reglugerðir sem settar eru á grundvelli laga þessara, hafa áhrif á framkvæmd þeirra, beint eða óbeint, í heild eða að hluta, þ.m.t. kröfur um skaðleysisbætur eða aðrar ámóta kröfur, t.d. bótakröfur eða kröfur samkvæmt ábyrgðarloforði, einkum framlengingar- eða greiðslukröfur vegna skuldabréfa eða ábyrgðar eða skaðleysisbóta og þá sérstaklega fjárhagslegrar ábyrgðar eða fjárhagslegra skaðleysisbóta, í hvaða mynd sem er, ef slíkar kröfur eru settar fram af:
Þegar mál er til meðferðar vegna fullnustu kröfu skal sönnunarbyrði vegna þeirrar fullyrðingar að eigi sé bannað skv. 1. mgr. að efna kröfuna hvíla á þeim aðila sem leitar eftir fullnustu kröfunnar.
Ákvæði þetta er með fyrirvara um rétt aðila sem um getur í 1. mgr. til að skjóta málum til dómstóla sem skeri úr um lögmæti þess að samningsbundnar skyldur séu ekki uppfylltar í samræmi við reglugerðir sem settar eru á grundvelli laga þessara.
IV. KAFLI
Landgöngubann og yfirflugsbann.
Landgöngubann.
Meina ber einstaklingi, öðrum en íslenskum ríkisborgara, landgöngu eða gegnumferð í samræmi við reglugerðir sem settar eru á grundvelli laga þessara, sbr. e-lið 1. mgr. 6. gr.
Við skráningu einstaklings á lista yfir þvingunaraðgerðir vegna landgöngubanns skal, eins og við á, skrá fullt nafn aðila, dulnefni, kynskráningu, fæðingardag, fæðingarstað, búsetu, ríkisfang og vegabréfsnúmer. Upplýsingar skulu skráðar í samræmi við viðmið Alþjóðaflugmálastofnunarinnar.
Undanþágur frá landgöngubanni.
Ráðherra er heimilt að veita undanþágu frá landgöngubanni þegar Ísland er skuldbundið að þjóðarétti sem gistiland alþjóðlegrar ráðstefnu sem Sameinuðu þjóðirnar boða til eða sem fram fer á þeirra vegum eða samkvæmt marghliða samningi þar sem kveðið er á um forréttindi og friðhelgi.
Ráðherra er heimilt að veita undanþágu frá landgöngubanni ef ferð er réttlætt af knýjandi mannúðarástæðum eða með þátttöku í fundum alþjóðlegra milliríkjastofnana þar sem fram fara pólitísk skoðanaskipti sem efla með beinum hætti stefnumarkmið þvingunaraðgerða, þ.m.t. að binda enda á alvarleg mannréttindabrot eða efla mannréttindi.
Ráðherra er heimilt að veita undanþágu ef koma eða gegnumferð er nauðsynleg til þess að meðferð dómstóla geti farið fram.
Yfirflugsbann og undanþága frá yfirflugsbanni.
Meina ber loftförum að fara í, úr eða í gegnum íslenska lofthelgi í samræmi við reglugerðir sem settar eru á grundvelli laga þessara.
Ákvæði 1. mgr. gildir ekki ef um er að ræða nauðlendingu eða yfirflug á grundvelli neyðarástands.
Ráðherra er heimilt að veita undanþágu frá 1. mgr., þ.m.t. ef slíkt er réttlætt af knýjandi mannúðarástæðum.
V. KAFLI
Tilnefning á og afskráning af lista yfir þvingunaraðgerðir.
Rannsókn vegna tilnefningar á lista yfir þvingunaraðgerðir.
Þrátt fyrir að grunur liggi ekki fyrir um refsivert athæfi er lögreglu heimilt að hefja rannsókn á aðila samkvæmt ákvæðum laga um meðferð sakamála ef réttmætur grundvöllur eða réttmætar ástæður eru til að ætla að hann uppfylli skilyrði fyrir skráningu á lista yfir þvingunaraðgerðir skv. 19., 20. eða 21. gr.
Rannsókn samkvæmt þessu ákvæði skal framkvæma án þess að þeim aðila sem rannsókn beinist að sé tilkynnt um hana.
Tilnefning á lista öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna yfir þvingunaraðgerðir.
Ríkislögreglustjóri sendir ráðherra rökstudda tillögu um tilnefningu aðila á lista öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna yfir þvingunaraðgerðir. Tillögunni skulu fylgja, eftir því sem við á:
Áður en ráðherra tekur ákvörðun um tilnefningu skal hann ráðfæra sig við ráðherra viðkomandi málaflokks og kalla eftir frekari upplýsingum, sé þess þörf. Jafnframt skal ráðherra, eftir því sem unnt er, afla frekari upplýsinga frá því ríki þar sem aðili sem fyrirhugað er að tilnefna er búsettur og/eða hefur ríkisborgararétt og eftir atvikum frá alþjóða- og Evrópustofnunum.
Þrátt fyrir þagnarskyldu er öllum opinberum aðilum skylt að veita ráðherra upplýsingar við rannsókn mála samkvæmt þessu ákvæði.
Við mat á því hvort tilnefna eigi aðila á lista yfir þvingunaraðgerðir skal ráðherra taka tillit til:
Tilnefna skal aðila á lista yfir þvingunaraðgerðir ef réttmætur grundvöllur eða réttmætar ástæður eru fyrir tilnefningu hans. Sakamálarannsókn, ákæra eða sakfelling er ekki nauðsynleg forsenda tilnefningar. Ákvæði IV.–VII. kafla stjórnsýslulaga gilda ekki um ákvörðun ráðherra um tilnefningu á lista öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna yfir þvingunaraðgerðir.
Ráðherra tilkynnir viðeigandi nefnd öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um tilnefningu á því formi sem viðkomandi nefnd leggur til. Tilkynningu skulu fylgja öll viðeigandi gögn, þar á meðal upplýsingar um nafn tilnefnds aðila, aðrar persónugreinanlegar upplýsingar og forsendur og rökstuðningur fyrir tilnefningunni. Í tilkynningu skal jafnframt koma fram hvort heimilt sé að upplýsa að Ísland sé tilnefningarríki.
Ráðherra skal árlega endurskoða tilnefningar á lista yfir þvingunaraðgerðir og grundvöll þeirra.
Ráðherra er heimilt að deila upplýsingum sem varða tilnefningu á lista yfir þvingunaraðgerðir með þeim erlendu stjórnvöldum sem hafa það hlutverk að tilnefna aðila á lista yfir þvingunaraðgerðir. Sama á við um alþjóða- og Evrópustofnanir sem sinna málaflokknum.
Tilnefning á innlenda lista yfir þvingunaraðgerðir.
Tilnefning aðila á innlenda lista yfir þvingunaraðgerðir fer fram með sama hætti og tilnefning aðila skv. 19. gr., eftir því sem við á. Ákvæði IV.–VII. kafla stjórnsýslulaga gilda ekki um ákvörðun ráðherra um tilnefningu á innlenda lista yfir þvingunaraðgerðir.
Hafi aðili verið skráður á lista yfir þvingunaraðgerðir skv. 1. mgr. skal nafn viðkomandi aðila birt án tafar í reglugerð sem kveður nánar á um þvingunaraðgerðir.
Sé þess óskað að önnur ríki framfylgi þvingunaraðgerðum gagnvart aðila sem skráður er á lista yfir þvingunaraðgerðir skv. 1. mgr., þ.m.t. frystingu fjármuna eða efnahagslegs auðs, skal ráðherra senda beiðni þess efnis til lögbærra stjórnvalda. Beiðninni skulu fylgja öll viðeigandi gögn, þar á meðal upplýsingar um nafn tilnefnds aðila, aðrar persónugreinanlegar upplýsingar og forsendur og rökstuðningur fyrir tilnefningunni.
Tilnefning á lista frá öðrum ríkjum eða ríkjahópum.
Ráðherra tekur við beiðni um tilnefningu á lista yfir þvingunaraðgerðir frá öðrum ríkjum, ríkjasvæðum eða samböndum.
Áður en ákvörðun er tekin um skráningu aðila á lista yfir þvingunaraðgerðir frá öðrum ríkjum, ríkjasvæðum eða samböndum skal ráðherra ráðfæra sig við ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara og gilda ákvæði 19. gr. eftir því sem við á, þar á meðal um rökstuðning og sönnunarkröfur. Slíkt samráð skal fara fram án tafar og afstaða til beiðninnar liggja fyrir eins fljótt og unnt er. Ákvæði IV.–VII. kafla stjórnsýslulaga gilda ekki um ákvörðun ráðherra um tilnefningu á lista frá öðrum ríkjum, ríkjasvæðum eða samböndum.
Hafi aðili verið skráður á lista yfir þvingunaraðgerðir skv. 1. mgr. skal nafn viðkomandi aðila birt án tafar í reglugerð sem kveður nánar á um þvingunaraðgerðir.
Ráðherra skal tilkynna þeim sem sendi beiðni skv. 1. mgr. hvort orðið hafi verið við beiðninni eða henni hafnað um leið og ákvörðun liggur fyrir.
Tilkynning um skráningu á lista yfir þvingunaraðgerðir.
Hafi íslenskur ríkisborgari, einstaklingur sem búsettur er á Íslandi eða lögaðili með staðfestu á Íslandi verið skráður á lista yfir þvingunaraðgerðir skv. 19. eða 21. gr. skal ráðherra eftir því sem unnt er:
Ráðherra skal með sama hætti og kveðið er á um í 1. mgr. tilkynna öllum aðilum sem skráðir hafa verið á lista skv. 20. gr.
Endurskoðun ákvarðana um skráningu á lista yfir þvingunaraðgerðir.
Aðilar sem telja sig ranglega tilgreinda á lista yfir aðila sem þvingunaraðgerð beinist gegn geta borið upp við ráðherra rökstutt og skriflegt erindi um að vera fjarlægðir af listanum. Þá getur ráðherra ákveðið að leggja fram beiðni hjá þar til bærum aðilum um að viðkomandi verði fjarlægður af listanum. Við slíka ákvörðun skal ráðherra gæta ákvæða stjórnsýslulaga.
Í erindi til ráðherra skv. 1. mgr. skal að lágmarki eftirfarandi koma fram:
Ákvörðun ráðherra skv. 1. mgr. skal liggja fyrir eigi síðar en 14 dögum eftir að fullnægjandi upplýsingar hafa borist frá aðila skv. 2. mgr. Fallist ráðherra ekki á beiðni aðila skv. 1. mgr. skal ráðherra leiðbeina viðkomandi um þau úrræði sem eru fyrir hendi.
Ef aðili vill ekki una ákvörðun um skráningu á lista yfir þvingunaraðgerðir getur hann höfðað mál til ógildingar hennar fyrir dómstólum. Málshöfðun frestar ekki réttaráhrifum ákvörðunar og skulu slík mál sæta flýtimeðferð í samræmi við ákvæði XIX. kafla laga um meðferð einkamála.
Ákvörðunum um skráningu aðila á lista yfir þvingunaraðgerðir samkvæmt lögum þessum verður ekki skotið til æðra stjórnvalds.
Afskráning af lista yfir þvingunaraðgerðir.
Ráðherra skal óska eftir afskráningu aðila af lista yfir þvingunaraðgerðir skv. 19. gr.:
Ráðherra skal fjarlægja skráðan aðila af lista yfir þvingunaraðgerðir skv. 20. gr. ef einhver af þeim atriðum sem nefnd eru í 1. mgr. eiga við.
Ráðherra skal fjarlægja skráðan aðila af lista yfir þvingunaraðgerðir skv. 21. gr. hafi tilkynning þess efnis komið frá skráningarríki, nema forsendur séu til að gefa út reglugerð skv. 20. gr.
Beiðni um afskráningu skv. 1. mgr. skal send viðeigandi nefnd öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á því formi sem hún leggur til.
Beiðni um afskráningu skv. 1. mgr. skulu fylgja þau gögn og upplýsingar sem viðkomandi nefndir krefjast, þar á meðal upplýsingar um skráðan aðila, forsendur og rökstuðningur fyrir beiðni um afskráningu og viðeigandi gögn sem sýna fram á að viðkomandi uppfylli ekki lengur skilyrði skráningar.
Hafi aðili verið afskráður af lista yfir þvingunaraðgerðir skal ráðherra án tafar tilkynna honum það. Ráðherra skal jafnframt senda tilkynningu þess efnis til stjórnvalda skv. 25. gr. og beina fyrirmælum til þeirra sem hafa frysta fjármuni eða efnahagslegan auð í sinni vörslu, sbr. III. kafla, um að aflétta frystingu þá þegar.
Ráðherra veitir leiðbeiningar um hvernig skráðir aðilar geta óskað beint eftir endurskoðun eða afskráningu af lista yfir þvingunaraðgerðir hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.
Tilkynningar.
Ráðherra skal eins fljótt og unnt er tilkynna eftirlitsaðilum og eftir atvikum öðrum viðeigandi stjórnvöldum um:
Fjármálaeftirlitið skal án tafar framsenda allar tilkynningar skv. 1. mgr. til tilkynningarskyldra aðila skv. a–j-lið 1. mgr. 2. gr. laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 140/2018. Ríkisskattstjóri skal án tafar birta allar tilkynningar skv. 1. mgr. á aðgengilegan máta fyrir tilkynningarskylda aðila skv. l–u-lið 1. mgr. 2. gr. laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 140/2018.
VI. KAFLI
Eftirlit og samvinna.
Eftirlit.
Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með því að tilkynningarskyldir aðilar sem falla undir 1. mgr.
38. gr. laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 140/2018, fari að ákvæðum 10. og 13. gr. laga þessara. Um eftirlitið fer samkvæmt lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og þeim sérlögum sem um starfsemi eftirlitsskyldra aðila gilda.
Ríkisskattstjóri hefur eftirlit með því að tilkynningarskyldir aðilar sem falla undir 2. mgr. 38. gr. laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 140/2018, fari að ákvæðum 10. og 13. gr. laga þessara og getur sett nánari reglur um framkvæmd eftirlitsins.
Í tengslum við eftirlit skv. 1. og 2. mgr. geta eftirlitsaðilar gert vettvangskannanir eða óskað upplýsinga hjá tilkynningarskyldum aðilum á þann hátt og svo oft sem þeir telja þörf á.
Í tengslum við eftirlit skv. 1. og 2. mgr. er aðilum skylt að láta eftirlitsaðilum í té án tafar allar upplýsingar og gögn sem eftirlitsaðilar telja nauðsynleg. Skiptir þá ekki máli hvort upplýsingarnar eða gögnin varða þann aðila sem beiðninni er beint til eða annan aðila ef sá aðili sem beiðninni er beint til getur veitt upplýsingar um þætti sem varða eftirlit samkvæmt lögum þessum. Lagaákvæði um þagnarskyldu takmarka ekki skyldu til þess að veita upplýsingar og aðgang að gögnum. Þetta gildir þó ekki um upplýsingar sem lögmaður öðlast við athugun á lagalegri stöðu skjólstæðings í tengslum við dómsmál, þ.m.t. þegar hann veitir ráðgjöf um hvort höfða eigi mál eða komast hjá máli, eða upplýsingar sem hann öðlast fyrir, á meðan eða eftir lok dómsmáls, ef upplýsingarnar hafa bein tengsl við málið.
Aðilum sem beiðni skv. 4. mgr. er beint að er óheimilt að veita þriðja aðila upplýsingar um beiðnina.
Samhæfing og samvinna stjórnvalda.
Samhæfing stjórnvalda vegna verkefna sem falla undir lög þessi skal fara fram í stýrihópi sem skipaður er í samræmi við lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Þrátt fyrir þagnarskyldu aðila sem eiga sæti í stýrihópi er þeim heimilt að deila upplýsingum og gögnum sín á milli til þess að vinna að markmiði laga þessara skv. 1. gr.
VII. KAFLI
Þvingunarúrræði og viðurlög vegna tilkynningarskyldra aðila.
Úrbætur.
Komi í ljós að tilkynningarskyldur aðili fylgir ekki ákvæðum laga þessara, reglugerða eða reglna settra á grundvelli þeirra skulu eftirlitsaðilar krefjast þess að úr sé bætt innan hæfilegs frests.
Dagsektir.
Eftirlitsaðilar skv. 26. gr. geta lagt dagsektir á tilkynningarskyldan aðila og aðila skv. 4. mgr. 26. gr. veiti hann ekki umbeðnar upplýsingar eða sinni ekki kröfum um úrbætur innan frests skv. 28. gr. Dagsektir leggjast á þar til farið hefur verið að kröfum eftirlitsaðila. Dagsektir geta numið frá 10 þús. kr. til 1 millj. kr. á dag. Við ákvörðun um fjárhæð dagsekta er heimilt að taka tillit til eðlis vanrækslu eða brots og fjárhagslegs styrkleika viðkomandi aðila.
Dagsektir skulu ákveðnar af Fjármálaeftirlitinu eða ríkisskattstjóra, eftir því sem við á. Óinnheimtar dagsektir falla ekki niður þótt aðilar verði síðar við kröfum eftirlitsaðila nema Fjármálaeftirlitið eða ríkisskattstjóri, eftir því sem við á, samþykki lækkun eða niðurfellingu þeirra.
Ákvarðanir um dagsektir samkvæmt þessari grein eru aðfararhæfar.
Innheimtar dagsektir renna í ríkissjóð að frádregnum kostnaði við innheimtuna.
Stjórnvaldssektir.
Eftirlitsaðilar skv. 26. gr. geta lagt stjórnvaldssektir á tilkynningarskyldan aðila og eftir atvikum starfsmenn hans sem brjóta gegn eftirtöldum ákvæðum laga þessara, reglugerðum og reglum settum á grundvelli þeirra:
Við ákvörðun stjórnvaldssekta skal tekið tillit til allra atvika sem máli skipta, þ.m.t.:
Stjórnvaldssektir sem lagðar eru á tilkynningarskylda aðila skv. a–h-lið 1. mgr. 2. gr. laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 140/2018, geta numið frá 5 millj. kr. til 800 millj. kr. Stjórnvaldssektir sem lagðar eru á starfsmenn þeirra geta numið frá 500 þús. kr. til 625 millj. kr.
Þrátt fyrir 3. mgr. geta stjórnvaldssektir sem lagðar eru á tilkynningarskylda aðila skv. a–h-lið 1. mgr. 2. gr. laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 140/2018, verið allt að 10% af heildarveltu samkvæmt síðasta samþykkta ársreikningi lögaðilans eða 10% af síðasta samþykkta samstæðureikningi ef lögaðili er hluti af samstæðu.
Stjórnvaldssektir sem lagðar eru á tilkynningarskylda aðila skv. i–u-lið 1. mgr. 2. gr. laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 140/2018, geta numið frá 500 þús. kr. til 500 millj. kr. Stjórnvaldssektir sem lagðar eru á starfsmenn þeirra geta numið frá 100 þús. kr. til 125 millj. kr.
Ákvarðanir um stjórnvaldssektir skulu teknar af Fjármálaeftirlitinu eða ríkisskattstjóra, eftir því sem við á, og eru þær aðfararhæfar. Sektir renna í ríkissjóð að frádregnum kostnaði við innheimtuna. Séu stjórnvaldssektir ekki greiddar innan mánaðar frá ákvörðun álagningar þeirra skal greiða dráttarvexti af fjárhæð sektarinnar. Um ákvörðun og útreikning dráttarvaxta fer eftir lögum um vexti og verðtryggingu. Stjórnvaldssektum verður beitt óháð því hvort lögbrot eru framin af ásetningi eða gáleysi.
Ef aðili brýtur gegn lögum þessum, reglugerðum eða reglum settum á grundvelli þeirra, og fyrir liggur að hann hafi hlotið fjárhagslegan ávinning af broti, er heimilt að ákvarða hinum brotlega sektarfjárhæð sem getur, þrátt fyrir ákvæði 3.–5. mgr., orðið allt að tvöfaldri þeirri fjárhæð sem fjárhagslegur ávinningur hins brotlega nemur.
Þegar brot á lögum þessum er framið í starfsemi lögaðila og í þágu hans má leggja stjórnvaldssekt á lögaðilann án tillits til þess hvort sök verður sönnuð á fyrirsvarsmann eða starfsmann lögaðila. Hafi fyrirsvarsmaður eða starfsmaður gerst sekur um brot á lögum þessum má einnig leggja stjórnvaldssekt á lögaðilann ef brotið var í þágu hans.
Eftirlitsaðilar skulu, eftir því sem við á, hafa samstarf um og samræma aðgerðir við beitingu viðurlaga.
Sátt.
Hafi aðili gerst brotlegur við ákvæði laga þessara, reglugerðir eða reglur sem settar eru á grundvelli þeirra eða ákvarðanir eftirlitsaðila sem á þeim byggjast er eftirlitsaðilum heimilt að ljúka málinu með sátt með samþykki málsaðila. Sátt er bindandi fyrir málsaðila þegar hann hefur samþykkt og staðfest efni hennar með undirskrift sinni. Eftirlitsaðilar setja nánari reglur um framkvæmd ákvæðisins.
Eignaupptaka.
Gera má upptæka hluti, samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga, sem hafa verið notaðir við brot, hafa orðið til við brot eða með öðrum hætti tengjast framningu brots samkvæmt lögum þessum. Þá má gera upptækan ávinning af broti eða fjárhæð sem svarar til hans í heild eða hluta.
Réttur til að fella ekki á sig sök.
Í máli sem beinist að einstaklingi og lokið getur með álagningu stjórnvaldssekta hefur aðili, sem rökstuddur grunur leikur á að hafi gerst sekur um lögbrot, rétt til að neita að svara spurningum eða afhenda gögn eða muni nema hægt sé að útiloka að það geti haft þýðingu fyrir ákvörðun um brot hans. Eftirlitsaðilar skulu leiðbeina hinum grunaða um þennan rétt.
Frestur til að leggja á stjórnvaldssektir.
Heimild eftirlitsaðila til að leggja á stjórnvaldssektir fellur niður þegar fimm ár eru liðin frá því að háttsemi lauk.
Frestur skv. 1. mgr. rofnar þegar eftirlitsaðili tilkynnir aðila um upphaf rannsóknar á meintu broti. Rof frests hefur réttaráhrif gagnvart öllum sem staðið hafa að broti.
Málshöfðunarfrestur.
Vilji aðili ekki una ákvörðun eftirlitsaðila getur hann höfðað mál til ógildingar hennar fyrir dómstólum. Mál skal höfðað innan þriggja mánaða frá því að aðila var tilkynnt um ákvörðunina. Málshöfðun frestar ekki réttaráhrifum ákvörðunar né heimild til aðfarar samkvæmt henni.
Sé mál höfðað til ógildingar ákvörðunar skv. 29. gr. innan 14 daga frá því að viðkomandi aðila var tilkynnt um hana og óski hann jafnframt eftir að málið hljóti flýtimeðferð er ekki heimilt að innheimta dagsektir fyrr en dómur hefur fallið. Þrátt fyrir málshöfðun til ógildingar ákvörðunar skv. 29. gr. leggjast dagsektir áfram á viðkomandi aðila.
Ákvörðunum samkvæmt lögum þessum verður ekki skotið til æðra stjórnvalds.
Opinber birting viðurlaga.
Eftirlitsaðilar skulu birta á vef sínum stjórnsýsluviðurlög sem ákveðin eru í samræmi við 30. og 31. gr. Ákvarðanir skulu birtar eins fljótt og unnt er eftir að brotlegum aðila hefur verið tilkynnt um ákvörðunina. Í tilkynningunni skal að lágmarki upplýsa um tegund og eðli brots og hver ber ábyrgð á brotinu. Ekki er skylt að birta upplýsingar um viðurlög ef brotið sætir enn rannsókn.
Ef birting skv. 1. mgr. veldur hlutaðeigandi aðila tjóni sem er ekki í eðlilegu samræmi við það brot sem um ræðir eða birtingin verður talin stefna hagsmunum fjármálamarkaðarins eða rannsóknarhagsmunum í hættu skal viðkomandi eftirlitsaðili:
Eftirlitsaðilar skulu birta með sama hætti og greinir í 1. mgr. ef mál hefur verið höfðað til ógildingar á ákvörðun um beitingu stjórnsýsluviðurlaga og niðurstöður málsins.
Upplýsingar sem birtar eru skulu vera aðgengilegar á vef eftirlitsaðila að lágmarki í fimm ár. Persónuupplýsingar skulu þó ekki vera aðgengilegar lengur en málefnalegar ástæður krefjast samkvæmt lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
Eftirlitsaðilar skulu birta opinberlega stefnu sem þeir fylgja við framkvæmd birtingar samkvæmt þessu ákvæði.
VIII. KAFLI
Viðurlög vegna brota gegn þvingunaraðgerðum.
Viðurlög.
Sá sem brýtur gegn boði eða banni sem mælt er fyrir um í reglugerð skv. 1. mgr. 6. gr. eða boði eða banni skv. 7. gr. skal sæta sektum eða fangelsi allt að fjórum árum, nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum. Sé brotið stórfellt varðar það sektum eða fangelsi allt að sex árum.
Hafi brot sem vísað er til í 1. mgr. verið framið af stórfelldu gáleysi varðar það sektum eða fangelsi allt að einu ári.
Þegar brot er framið í starfsemi lögaðila og í þágu hans má gera honum sekt án tillits til þess hvort sök verður sönnuð á fyrirsvarsmann eða starfsmann lögaðilans. Hafi fyrirsvarsmaður eða starfsmaður gerst sekur um brot má samhliða ákvörðun um refsingu þeirra gera lögaðilanum sekt ef brotið var í þágu hans.
Tilraun og hlutdeild í brotum á reglugerðum settum samkvæmt lögum þessum er refsiverð samkvæmt almennum hegningarlögum.
Hafi ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, alþjóðastofnunar eða ríkjahóps um þvingunaraðgerðir verið afturkölluð eða sé hún fallin úr gildi þegar brot er framið verður refsingu ekki beitt samkvæmt þessum lögum.
Eignaupptaka og haldlagning.
Gera má upptæka hluti, samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga, sem hafa verið notaðir við brot, hafa orðið til við brot eða með öðrum hætti tengjast framningu brots samkvæmt lögum þessum, reglugerðum og reglum settum á grundvelli þeirra. Þá má gera upptækan ávinning af broti eða fjárhæð sem svarar til hans í heild eða hluta.
Kveði reglugerð sett skv. 6. gr. á um upptöku eigna, tiltekinna eigna eða hluta sem eru í vörslu aðila sem skráðir hafa verið á lista yfir þvingunaraðgerðir í samræmi við reglugerðir sem settar eru á grundvelli laga þessara má gera slíkar eignir eða hluti upptæka, samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga.
Ráðherra er heimilt í reglugerð og að höfðu samráði við ráðherra sem fer með málefni lögreglu og löggæslu að kveða nánar á um framkvæmd haldlagningar skv. 2. mgr.
IX. KAFLI
Ýmis ákvæði.
Vinnsla persónuupplýsinga.
Vinnsla persónuupplýsinga vegna eftirlits með viðskiptamönnum og raunverulegum eigendum skv. 13. gr. skal samræmast löggjöf um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og eingöngu vera í þeim tilgangi að hafa eftirlit með því að viðskiptamenn og raunverulegir eigendur séu ekki á listum yfir þvingunaraðgerðir. Önnur vinnsla, notkun eða miðlun er óheimil á grundvelli þessara laga.
Tilkynningarskyldur aðili skal veita nýjum viðskiptamönnum upplýsingar um vinnslu persónuupplýsinga skv. 13. gr. og um tilgang vinnslunnar áður en hann stofnar til samningssambands eða áður en einstök viðskipti eru framkvæmd. Að lágmarki skal upplýsa um skyldur tilkynningarskyldra aðila um vinnslu og meðferð persónuupplýsinga samkvæmt lögum þessum.
Þrátt fyrir löggjöf um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga á hinn skráði ekki rétt á að fá upplýsingar um hvaða persónuupplýsingar hafa verið skráðar af tilkynningarskyldum aðilum ef slík upplýsingagjöf:
Vinnsla og varðveisla persónuupplýsinga skv. 13. gr. telst til almannahagsmuna.
Reglugerðarheimild.
Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd laga þessara, þar á meðal um álagningu dagsekta og stjórnvaldssekta skv. VII. kafla, vörslu frystra fjármuna og efnahagslegs auðs og um ráðstafanir vegna eftirlits skv. 13. gr.
Gildistaka.
Lög þessi öðlast þegar gildi.
Við gildistöku laga þessara falla lög um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða, nr. 93/2008, og lög um frystingu fjármuna og skráningu aðila á lista yfir þvingunaraðgerðir í tengslum við fjármögnun hryðjuverka og útbreiðslu gereyðingarvopna, nr. 64/2019, úr gildi.
Þingskjal 2139, 153. löggjafarþing 974. mál: alþjóðlegar þvingunaraðgerðir og frysting fjármuna.
Lög nr. 68 22. júní 2023.
Lög um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða og frystingu fjármuna.
1. gr.
- Mæla fyrir um framkvæmd þvingunaraðgerða sem ákveðnar eru af öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á grundvelli 41. gr. sáttmála Sameinuðu þjóðanna, af alþjóðastofnunum eða af ríkjahópum til að viðhalda friði og öryggi og/eða tryggja virðingu fyrir mannréttindum og mannfrelsi.
- Hindra fjármögnun hryðjuverka, mannréttindabrota og brota á mannúðarrétti og útbreiðslu og fjármögnun gereyðingarvopna.
2. gr.
Lög þessi gilda um lögaðila sem skráðir eru eða stofnað er til samkvæmt íslenskum lögum hvar sem þeir starfa eða eru staðsettir. Ef lögaðili er skráður eða til hans stofnað erlendis taka lögin til starfsemi hans að því leyti sem hún á sér stað innan íslenskrar lögsögu.
3. gr.
- Aðili: Einstaklingur eða lögaðili, þ.m.t. ríkisstjórnir, fyrirtæki, samsteypur, stofnanir, sjóðir og samtök.
- Efnahagslegur auður: Hvers kyns eignir, efnislegar jafnt sem óefnislegar, færanlegar eða ófæranlegar, sem eru ekki fjármunir en sem unnt er að nota til að afla fjármuna, vöru eða þjónustu.
- Eftirlitsaðilar: Fjármálaeftirlitið og ríkisskattstjóri.
- Fjármunir: Hvers kyns fjáreignir og ágóði, þ.m.t.:
- reiðufé, ávísanir, peningakröfur, víxlar, póstávísanir og aðrir greiðslugerningar,
- inneignir hjá fjármálastofnunum eða öðrum aðilum, inneignir á reikningum, skuldir og fjárskuldbindingar,
- fjármálagerningar sem verslað er með í og/eða utan viðskiptavettvanga, þ.m.t. hlutabréf og hlutir, skírteini fyrir verðbréfum, skuldabréf, lán, ábyrgðir, skuldaviðurkenningar og afleiðusamningar,
- vextir, arðgreiðslur eða aðrar tekjur eða verðmæti sem rekja má til eða myndast af eignum,
- lánsviðskipti, réttur til skuldajöfnunar, tryggingar, áfangatryggingar eða aðrar fjárskuldbindingar,
- ábyrgðir, farmbréf og reikningar,
- skjöl sem færa sönnur á hlutdeild í fjármunum eða fjármagni,
- hvers konar gerningar til að fjármagna útflutning.
- Fjármögnun hryðjuverka: Fjármögnun hryðjuverka samkvæmt skilgreiningu laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
- Frysting efnahagslegs auðs: Að koma í veg fyrir hvers konar nýtingu efnahagslegs auðs í því skyni að afla fjármuna, vöru eða þjónustu, þ.m.t. með sölu, leigu eða veðsetningu.
- Frysting fjármuna: Að koma í veg fyrir hvers konar flutning, millifærslu, breytingu, notkun á, aðgang að eða viðskipti með fjármuni á einhvern hátt sem mundi leiða til breytinga á umfangi þeirra, fjárhæð, staðsetningu, eignarrétti, eignarhaldi, eðli, áfangastað eða annarra breytinga sem gera notkun fjármuna mögulega, þ.m.t. eignastýring.
- Gereyðingarvopn: Kjarna-, efna-, sýkla- eða eiturvopn eða burðarkerfi fyrir slík vopn, sbr. lög um afvopnun, takmörkun vígbúnaðar og útflutningseftirlit.
- Raunverulegur eigandi: Hugtakið eins og það er skilgreint í 13. tölul. 3. gr. laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 140/2018.
- Skráður aðili: Aðili sem hefur verið skráður á þvingunarlista samkvæmt lögum þessum.
- Tilkynningarskyldur aðili: Aðili sem fellur undir 2. gr. laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 140/2018.
- Útbreiðsla og fjármögnun gereyðingarvopna: Þróun, framleiðsla, öflun, söfnun, notkun, útvegun, eignarhald, flutningur, miðlun, viðskipti með eða varsla á gereyðingarvopnum, sbr. 2. gr. reglugerðar um alþjóðlegar öryggisaðgerðir varðandi gereyðingarvopn, nr. 123/2009.
- Yfirflug: För loftfars um íslenska lofthelgi.
4. gr.
5. gr.
6. gr.
- bann við viðskiptum og fjárfestingum,
- bann við inn- og útflutningi, þ.m.t. á vopnum,
- frystingu á fjármunum og öðrum eignum,
- bann við samskiptum, þar á meðal fjarskiptum og menningarsamskiptum,
- landgöngubann og bann við ferðum farartækja,
- bann við að veita þjónustu og þjálfun,
- bann við að veita efnahagsaðstoð og tæknilega aðstoð,
- bann við starfsemi og þátttöku í atvinnulífi,
- bann við yfirflugi og hafnbann,
- bann við efndum krafna,
- aðrar aðgerðir sem ákveðnar eru til að viðhalda friði og öryggi, til að tryggja virðingu fyrir mannréttindum og mannfrelsi og koma í veg fyrir fjármögnun hryðjuverka og/eða fjármögnun og útbreiðslu gereyðingarvopna.
Í reglugerð skal taka fram um hvaða ályktun er að ræða, þær þvingunaraðgerðir sem koma eiga til framkvæmda og gegn hverjum þær beinast.
Nú gefur öryggisráð Sameinuðu þjóðanna eða Evrópusambandið út lista yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða skv. 1. mgr. og er ráðherra þá heimilt í reglugerð að vísa til hans á vefsetri öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna eða Stjórnartíðinda Evrópusambandsins og telst það lögmæt birting. Í reglugerð er ráðherra heimilt að kveða á um að breytingar eða uppfærslur lista öðlist sjálfkrafa gildi við uppfærslu eða breytingar á vefsetri öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna eða Stjórnartíðinda Evrópusambandsins.
Ráðuneytið skal halda skrár um þvingunaraðgerðir sem eru í gildi hér á landi og gegn hverjum þær beinast.
7. gr.
Vanefnd á réttindum og skyldum skv. 1. mgr. skal ekki leiða af sér skaðabótaskyldu.
8. gr.
9. gr.
10. gr.
Þegar fjármunir og efnahagslegur auður er frystur tekur frystingin til fjármuna og efnahagslegs auðs sem í heild eða að hluta, beint eða óbeint, tilheyrir, er í eigu, í vörslu eða undir stjórn aðila sem skráður er á lista yfir þvingunaraðgerðir og sem samkvæmt slíkum þvingunaraðgerðum skal sæta frystingu fjármuna og efnahagslegs auðs. Frysting nær einnig til fjármuna og efnahagslegs auðs aðila sem koma fram fyrir hönd aðila sem sætir frystingu fjármuna og efnahagslegs auðs.
Frysting fjármuna eða efnahagslegs auðs kemur ekki í veg fyrir að lagðir séu inn á reikninga sem hafa verið frystir:
- vextir eða aðrar tekjur af þessum reikningum,
- greiðslur samkvæmt samningum, samkomulagi eða skuldbindingum sem stofnað var til eða mynduðust áður en þvingunaraðgerðirnar voru ákveðnar.
Vextir, aðrar tekjur og greiðslur skv. 3. mgr. skulu jafnframt frystar.
Þeir sem fryst hafa fjármuni eða efnahagslegan auð, sbr. 1. mgr., skulu án tafar tilkynna eigendum, ráðherra og skrifstofu fjármálagreininga lögreglu um slíkar ráðstafanir. Tilkynningarskyldir aðilar, sem sæta eftirliti skv. 1. mgr. 38. gr. laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 140/2018, skulu einnig tilkynna Fjármálaeftirlitinu um slíkar ráðstafanir. Tilkynningarskyldir aðilar, sem sæta eftirliti skv. 2. mgr. 38. gr. laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 140/2018, skulu einnig tilkynna ríkisskattstjóra um slíkar ráðstafanir.
Frystir fjármunir eða efnahagslegur auður skal vera í vörslu þess aðila sem hann var hjá þegar frysting er framkvæmd nema ráðherra gefi fyrirmæli um annað.
Ef fjármunir eða efnahagslegur auður er frystur í góðri trú samkvæmt lögum þessum eða reglugerðum settum á grundvelli þeirra skulu viðkomandi aðilar eða starfsmenn þeirra ekki vera bótaskyldir á nokkurn hátt vegna frystingarinnar.
Ráðherra heldur skrá yfir alla fjármuni og efnahagslegan auð sem hefur verið frystur á grundvelli laga þessara og reglugerða settra á grundvelli þeirra.
11. gr.
- nauðsynlegur til að uppfylla grunnþarfir viðkomandi einstaklings og aðstandenda á framfæri hans, þ.m.t. greiðslur vegna matarkaupa, leigu íbúðarhúsnæðis eða veðlána, lyfja og læknismeðferðar, skattheimtu, tryggingariðgjalda og opinberra þjónustugjalda,
- nauðsynlegur vegna óvenjulegra útgjalda,
- ætlaður til greiðslu á samningsskuldbindingum sem stofnuðust áður en skylda til frystingar stofnaðist að því tilskildu að staðfest sé að:
- samningurinn tengist ekki fjárhagsaðstoð, hlutum, tæknilegri aðstoð eða þjónustu samkvæmt skilgreiningum þessara laga sem er óheimil samkvæmt reglugerðum settum á grundvelli þessara laga, og
- greiðslan, með beinum eða óbeinum hætti, berist ekki til aðila sem skráður er á lista yfir þvingunaraðgerðir samkvæmt lögum þessum,
- eingöngu ætlaður til að greiða hæfilega sérfræðiþóknun og til endurgreiðslu á kostnaði vegna lögfræðiþjónustu, og
- eingöngu ætlaður til að greiða þóknanir eða þjónustugjöld fyrir venjubundna vörslu eða umsýslu frystra fjármuna eða efnahagslegs auðs.
Áður en veitt er undanþága frá frystingu fjármuna skv. 1. mgr. skal ráðherra, eftir því sem við á, leita álits eða tilkynna það til viðeigandi nefnda öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna eða stofnana þeirra með a.m.k. tveggja vikna fyrirvara á því formi sem viðkomandi aðilar leggja til.
Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um undanþágur frá frystingu fjármuna eða efnahagslegs auðs, þ.m.t. um umsóknir og umsóknargögn.
12. gr.
Ef staðfest er að fjármunir hafi verið frystir hjá aðila sem ber sama eða svipað nafn og aðili sem skráður er á lista yfir þvingunarráðstafanir skal ráðherra gefa fyrirmæli um að aflétta þvingunarráðstöfunum. Fylgja skal ákvæðum 23. gr. eftir því sem við á.
Um tilkynningar um afléttingu frystingar fer eftir 23. og 24. gr. eftir því sem við á.
13. gr.
Tilkynningarskyldir aðilar skv. i–u-lið 1. mgr. 2. gr. laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 140/2018, skulu innleiða ferla og aðferðir til að sinna eftirliti með því hvort viðskiptamenn þeirra og raunverulegir eigendur séu á listum yfir þvingunaraðgerðir.
Viðskiptamenn og raunverulegir eigendur skulu skimaðir gagnvart listum yfir þvingunaraðgerðir í upphafi viðskipta og reglulega á meðan samningssambandið varir. Þá skulu aðilar sem eiga aðild að millifærslum fjármuna til og frá erlendum ríkjum skimaðir gagnvart listum yfir þvingunaraðgerðir.
Tilkynningarskyldir aðilar skulu varðveita afrit af gögnum og upplýsingum sem staðfesta að skimun hafi farið fram og að lagt hafi verið mat á niðurstöðu skimunar skv. 3. mgr. í að lágmarki fimm ár frá því að samningssambandi lýkur eða einstök viðskipti hafa átt sér stað.
Þegar grunur leikur á um að viðskiptamaður eða raunverulegur eigandi hafi gert ráðstafanir til að komast hjá frystingu fjármuna eða efnahagslegs auðs skv. 10. gr. skal tilkynningarskyldur aðili tilkynna þeim eftirlitsaðila sem fer með eftirlit með tilkynningarskylda aðilanum skv. 26. gr. um slíkt. Jafnframt skal tilkynningarskyldur aðili tilkynna skrifstofu fjármálagreininga lögreglu og ráðherra um slíkar ráðstafanir.
14. gr.
- einstaklingum, lögaðilum, rekstrareiningum eða stofnunum sem sæta banni við efndum krafna samkvæmt reglugerðum sem settar eru á grundvelli laga þessara eða
- einstaklingum, lögaðilum, rekstrareiningum eða stofnunum sem starfa í gegnum eða fyrir hönd aðila skv. a-lið.
Þegar mál er til meðferðar vegna fullnustu kröfu skal sönnunarbyrði vegna þeirrar fullyrðingar að eigi sé bannað skv. 1. mgr. að efna kröfuna hvíla á þeim aðila sem leitar eftir fullnustu kröfunnar.
Ákvæði þetta er með fyrirvara um rétt aðila sem um getur í 1. mgr. til að skjóta málum til dómstóla sem skeri úr um lögmæti þess að samningsbundnar skyldur séu ekki uppfylltar í samræmi við reglugerðir sem settar eru á grundvelli laga þessara.
15. gr.
Við skráningu einstaklings á lista yfir þvingunaraðgerðir vegna landgöngubanns skal, eins og við á, skrá fullt nafn aðila, dulnefni, kynskráningu, fæðingardag, fæðingarstað, búsetu, ríkisfang og vegabréfsnúmer. Upplýsingar skulu skráðar í samræmi við viðmið Alþjóðaflugmálastofnunarinnar.
16. gr.
Ráðherra er heimilt að veita undanþágu frá landgöngubanni ef ferð er réttlætt af knýjandi mannúðarástæðum eða með þátttöku í fundum alþjóðlegra milliríkjastofnana þar sem fram fara pólitísk skoðanaskipti sem efla með beinum hætti stefnumarkmið þvingunaraðgerða, þ.m.t. að binda enda á alvarleg mannréttindabrot eða efla mannréttindi.
Ráðherra er heimilt að veita undanþágu ef koma eða gegnumferð er nauðsynleg til þess að meðferð dómstóla geti farið fram.
17. gr.
Ákvæði 1. mgr. gildir ekki ef um er að ræða nauðlendingu eða yfirflug á grundvelli neyðarástands.
Ráðherra er heimilt að veita undanþágu frá 1. mgr., þ.m.t. ef slíkt er réttlætt af knýjandi mannúðarástæðum.
18. gr.
Rannsókn samkvæmt þessu ákvæði skal framkvæma án þess að þeim aðila sem rannsókn beinist að sé tilkynnt um hana.
19. gr.
- niðurstöður rannsóknar, sbr. 18. gr.,
- gögn sem sýna fram á þátttöku, stuðning eða aðstoð tilnefnds aðila í átökum, brotum eða öðru sem er grundvöllur þvingunaraðgerðar,
- upplýsingar um aðferðir og fjármuni sem notaðir hafa verið í tengslum við átök, brot eða annað sem er grundvöllur þvingunaraðgerðar,
- önnur bein eða óbein sönnunargögn,
- nafn eða nöfn tilnefndra aðila eða aðrar upplýsingar sem kunna að varpa ljósi á hver hann eða þeir eru,
- upplýsingar um fæðingardag, fæðingarstað, búsetu og ríkisfang,
- upplýsingar um fjölskyldutengsl tilnefnds aðila,
- sakaskrá tilnefnds aðila og upplýsingar úr málaskrá lögreglu og
- upplýsingar um þá einstaklinga sem hafa yfirráð yfir lögaðila, ef um lögaðila er að ræða.
Áður en ráðherra tekur ákvörðun um tilnefningu skal hann ráðfæra sig við ráðherra viðkomandi málaflokks og kalla eftir frekari upplýsingum, sé þess þörf. Jafnframt skal ráðherra, eftir því sem unnt er, afla frekari upplýsinga frá því ríki þar sem aðili sem fyrirhugað er að tilnefna er búsettur og/eða hefur ríkisborgararétt og eftir atvikum frá alþjóða- og Evrópustofnunum.
Þrátt fyrir þagnarskyldu er öllum opinberum aðilum skylt að veita ráðherra upplýsingar við rannsókn mála samkvæmt þessu ákvæði.
Við mat á því hvort tilnefna eigi aðila á lista yfir þvingunaraðgerðir skal ráðherra taka tillit til:
- atriða sem gefa til kynna hvers konar þátttöku, stuðning eða aðild aðilinn á að þeim átökum, brotum eða öðru sem er grundvöllur þvingunaraðgerðar,
- hvort höfðað hafi verið sakamál á hendur aðila sem fyrirhugað er að tilnefna vegna tengsla hans við átök, brot eða annað sem er grundvöllur þvingunaraðgerðar,
- gæða þeirra upplýsinga sem aflað hefur verið til að auðkenna aðila sem fyrirhugað er að tilnefna til að koma í veg fyrir að rangur aðili sé tilnefndur,
- tengsla við aðila sem þegar eru á lista yfir þvingunaraðgerðir,
- tegundar og gæða gagna sem sýna fram á tengsl við þau átök, brot eða annað sem er grundvöllur þvingunaraðgerðar, og
- annarra viðeigandi upplýsinga.
Tilnefna skal aðila á lista yfir þvingunaraðgerðir ef réttmætur grundvöllur eða réttmætar ástæður eru fyrir tilnefningu hans. Sakamálarannsókn, ákæra eða sakfelling er ekki nauðsynleg forsenda tilnefningar. Ákvæði IV.–VII. kafla stjórnsýslulaga gilda ekki um ákvörðun ráðherra um tilnefningu á lista öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna yfir þvingunaraðgerðir.
Ráðherra tilkynnir viðeigandi nefnd öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um tilnefningu á því formi sem viðkomandi nefnd leggur til. Tilkynningu skulu fylgja öll viðeigandi gögn, þar á meðal upplýsingar um nafn tilnefnds aðila, aðrar persónugreinanlegar upplýsingar og forsendur og rökstuðningur fyrir tilnefningunni. Í tilkynningu skal jafnframt koma fram hvort heimilt sé að upplýsa að Ísland sé tilnefningarríki.
Ráðherra skal árlega endurskoða tilnefningar á lista yfir þvingunaraðgerðir og grundvöll þeirra.
Ráðherra er heimilt að deila upplýsingum sem varða tilnefningu á lista yfir þvingunaraðgerðir með þeim erlendu stjórnvöldum sem hafa það hlutverk að tilnefna aðila á lista yfir þvingunaraðgerðir. Sama á við um alþjóða- og Evrópustofnanir sem sinna málaflokknum.
20. gr.
Hafi aðili verið skráður á lista yfir þvingunaraðgerðir skv. 1. mgr. skal nafn viðkomandi aðila birt án tafar í reglugerð sem kveður nánar á um þvingunaraðgerðir.
Sé þess óskað að önnur ríki framfylgi þvingunaraðgerðum gagnvart aðila sem skráður er á lista yfir þvingunaraðgerðir skv. 1. mgr., þ.m.t. frystingu fjármuna eða efnahagslegs auðs, skal ráðherra senda beiðni þess efnis til lögbærra stjórnvalda. Beiðninni skulu fylgja öll viðeigandi gögn, þar á meðal upplýsingar um nafn tilnefnds aðila, aðrar persónugreinanlegar upplýsingar og forsendur og rökstuðningur fyrir tilnefningunni.
21. gr.
Áður en ákvörðun er tekin um skráningu aðila á lista yfir þvingunaraðgerðir frá öðrum ríkjum, ríkjasvæðum eða samböndum skal ráðherra ráðfæra sig við ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara og gilda ákvæði 19. gr. eftir því sem við á, þar á meðal um rökstuðning og sönnunarkröfur. Slíkt samráð skal fara fram án tafar og afstaða til beiðninnar liggja fyrir eins fljótt og unnt er. Ákvæði IV.–VII. kafla stjórnsýslulaga gilda ekki um ákvörðun ráðherra um tilnefningu á lista frá öðrum ríkjum, ríkjasvæðum eða samböndum.
Hafi aðili verið skráður á lista yfir þvingunaraðgerðir skv. 1. mgr. skal nafn viðkomandi aðila birt án tafar í reglugerð sem kveður nánar á um þvingunaraðgerðir.
Ráðherra skal tilkynna þeim sem sendi beiðni skv. 1. mgr. hvort orðið hafi verið við beiðninni eða henni hafnað um leið og ákvörðun liggur fyrir.
22. gr.
- tilkynna um skráningu hans á lista yfir þvingunaraðgerðir, hvaða þvingunaraðgerðum hann sætir og áhrif þeirra,
- veita skráðum aðila þær upplýsingar sem heimilt er að veita um ástæður skráningarinnar,
- upplýsa skráðan aðila um rétt til að óska eftir afskráningu eða endurskoðun skráningarinnar, ef við á, þar á meðal hvert beina skuli slíkri beiðni,
- veita skráðum aðila aðrar viðeigandi upplýsingar og
- veita skráðum aðila upplýsingar um hvort og þá hvernig hægt er að óska eftir undanþágu frá þvingunaraðgerðum.
Ráðherra skal með sama hætti og kveðið er á um í 1. mgr. tilkynna öllum aðilum sem skráðir hafa verið á lista skv. 20. gr.
23. gr.
Í erindi til ráðherra skv. 1. mgr. skal að lágmarki eftirfarandi koma fram:
- fullt nafn, kennitala og lögheimili,
- upplýsingar um þá þvingunaraðgerð sem aðili telur sig ranglega tilgreindan vegna á lista yfir aðila sem sæta þvingunaraðgerðum,
- rökstuðningur fyrir því hvers vegna aðili telur sig ranglega tilgreindan á lista og
- ef um lögaðila er að ræða skal auk upplýsinga í a–c-lið upplýsa um hluthafa, stjórnendur, ÍSAT-atvinnugreinaflokkun og helstu starfsemi lögaðilans.
Ákvörðun ráðherra skv. 1. mgr. skal liggja fyrir eigi síðar en 14 dögum eftir að fullnægjandi upplýsingar hafa borist frá aðila skv. 2. mgr. Fallist ráðherra ekki á beiðni aðila skv. 1. mgr. skal ráðherra leiðbeina viðkomandi um þau úrræði sem eru fyrir hendi.
Ef aðili vill ekki una ákvörðun um skráningu á lista yfir þvingunaraðgerðir getur hann höfðað mál til ógildingar hennar fyrir dómstólum. Málshöfðun frestar ekki réttaráhrifum ákvörðunar og skulu slík mál sæta flýtimeðferð í samræmi við ákvæði XIX. kafla laga um meðferð einkamála.
Ákvörðunum um skráningu aðila á lista yfir þvingunaraðgerðir samkvæmt lögum þessum verður ekki skotið til æðra stjórnvalds.
24. gr.
- ef hann telur að skilyrði fyrir skráningu séu ekki lengur uppfyllt,
- hafi ráðherra í samræmi við 1. mgr. 23. gr. fallist á beiðni aðila um að fjarlægja aðilann af lista vegna rangrar tilgreiningar á lista yfir aðila sem þvingunaraðgerð beinist gegn,
- hafi dómstóll í samræmi við 4. mgr. 23. gr. komist að þeirri niðurstöðu að fella skuli skráðan aðila af lista yfir þvingunaraðgerðir eða
- skráður aðili er látinn.
Ráðherra skal fjarlægja skráðan aðila af lista yfir þvingunaraðgerðir skv. 20. gr. ef einhver af þeim atriðum sem nefnd eru í 1. mgr. eiga við.
Ráðherra skal fjarlægja skráðan aðila af lista yfir þvingunaraðgerðir skv. 21. gr. hafi tilkynning þess efnis komið frá skráningarríki, nema forsendur séu til að gefa út reglugerð skv. 20. gr.
Beiðni um afskráningu skv. 1. mgr. skal send viðeigandi nefnd öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á því formi sem hún leggur til.
Beiðni um afskráningu skv. 1. mgr. skulu fylgja þau gögn og upplýsingar sem viðkomandi nefndir krefjast, þar á meðal upplýsingar um skráðan aðila, forsendur og rökstuðningur fyrir beiðni um afskráningu og viðeigandi gögn sem sýna fram á að viðkomandi uppfylli ekki lengur skilyrði skráningar.
Hafi aðili verið afskráður af lista yfir þvingunaraðgerðir skal ráðherra án tafar tilkynna honum það. Ráðherra skal jafnframt senda tilkynningu þess efnis til stjórnvalda skv. 25. gr. og beina fyrirmælum til þeirra sem hafa frysta fjármuni eða efnahagslegan auð í sinni vörslu, sbr. III. kafla, um að aflétta frystingu þá þegar.
Ráðherra veitir leiðbeiningar um hvernig skráðir aðilar geta óskað beint eftir endurskoðun eða afskráningu af lista yfir þvingunaraðgerðir hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.
25. gr.
- skráningu og allar breytingar sem verða á listum yfir þvingunaraðgerðir skv. 19.–21. gr.,
- afléttingu frystingar skv. 12. gr.,
- afskráningu af lista yfir þvingunaraðgerðir skv. 24. gr.
Fjármálaeftirlitið skal án tafar framsenda allar tilkynningar skv. 1. mgr. til tilkynningarskyldra aðila skv. a–j-lið 1. mgr. 2. gr. laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 140/2018. Ríkisskattstjóri skal án tafar birta allar tilkynningar skv. 1. mgr. á aðgengilegan máta fyrir tilkynningarskylda aðila skv. l–u-lið 1. mgr. 2. gr. laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 140/2018.
26. gr.
Ríkisskattstjóri hefur eftirlit með því að tilkynningarskyldir aðilar sem falla undir 2. mgr. 38. gr. laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 140/2018, fari að ákvæðum 10. og 13. gr. laga þessara og getur sett nánari reglur um framkvæmd eftirlitsins.
Í tengslum við eftirlit skv. 1. og 2. mgr. geta eftirlitsaðilar gert vettvangskannanir eða óskað upplýsinga hjá tilkynningarskyldum aðilum á þann hátt og svo oft sem þeir telja þörf á.
Í tengslum við eftirlit skv. 1. og 2. mgr. er aðilum skylt að láta eftirlitsaðilum í té án tafar allar upplýsingar og gögn sem eftirlitsaðilar telja nauðsynleg. Skiptir þá ekki máli hvort upplýsingarnar eða gögnin varða þann aðila sem beiðninni er beint til eða annan aðila ef sá aðili sem beiðninni er beint til getur veitt upplýsingar um þætti sem varða eftirlit samkvæmt lögum þessum. Lagaákvæði um þagnarskyldu takmarka ekki skyldu til þess að veita upplýsingar og aðgang að gögnum. Þetta gildir þó ekki um upplýsingar sem lögmaður öðlast við athugun á lagalegri stöðu skjólstæðings í tengslum við dómsmál, þ.m.t. þegar hann veitir ráðgjöf um hvort höfða eigi mál eða komast hjá máli, eða upplýsingar sem hann öðlast fyrir, á meðan eða eftir lok dómsmáls, ef upplýsingarnar hafa bein tengsl við málið.
Aðilum sem beiðni skv. 4. mgr. er beint að er óheimilt að veita þriðja aðila upplýsingar um beiðnina.
27. gr.
Þrátt fyrir þagnarskyldu aðila sem eiga sæti í stýrihópi er þeim heimilt að deila upplýsingum og gögnum sín á milli til þess að vinna að markmiði laga þessara skv. 1. gr.
28. gr.
29. gr.
Dagsektir skulu ákveðnar af Fjármálaeftirlitinu eða ríkisskattstjóra, eftir því sem við á. Óinnheimtar dagsektir falla ekki niður þótt aðilar verði síðar við kröfum eftirlitsaðila nema Fjármálaeftirlitið eða ríkisskattstjóri, eftir því sem við á, samþykki lækkun eða niðurfellingu þeirra.
Ákvarðanir um dagsektir samkvæmt þessari grein eru aðfararhæfar.
Innheimtar dagsektir renna í ríkissjóð að frádregnum kostnaði við innheimtuna.
30. gr.
- 10. gr. um frystingu fjármuna og efnahagslegs auðs, þar á meðal að verða ekki við fyrirmælum um að frysta fjármuni og efnahagslegan auð, hvort sem er í heild eða að hluta, að tilkynna viðeigandi aðilum ekki um frystingu fjármuna eða efnahagslegs auðs, að tilkynna ekki viðeigandi aðilum um ráðstafanir til að komast hjá frystingu fjármuna eða efnahagslegs auðs, að gera aðra fjármuni eða efnahagslegan auð, beint eða óbeint, tiltækan þeim aðilum eða gera þeim kleift að njóta góðs af fjármununum eða efnahagslegum auði.
- 13. gr. um ráðstafanir vegna eftirlits með því hvort viðskiptamenn og raunverulegir eigendur séu á listum yfir þvingunaraðgerðir og skjölun vegna slíkra ráðstafana.
- 4. mgr. 26. gr. um að láta eftirlitsaðilum í té án tafar allar upplýsingar og gögn sem eftirlitsaðilar telja nauðsynleg, svo sem með því að verða ekki við slíkri beiðni eða með því að veita eftirlitsaðilum rangar eða villandi upplýsingar.
- 5. mgr. 26. gr. með því að veita þriðja aðila upplýsingar um beiðni skv. 4. mgr.
Við ákvörðun stjórnvaldssekta skal tekið tillit til allra atvika sem máli skipta, þ.m.t.:
- alvarleika brots,
- hvað brotið hefur staðið lengi,
- ábyrgðar hins brotlega hjá lögaðilanum,
- fjárhagsstöðu hins brotlega,
- ávinnings af broti eða taps sem forðað er með broti,
- hvort brot hafi leitt til taps fyrir þriðja aðila,
- hvers konar mögulegra kerfislegra áhrifa brotsins,
- samstarfsvilja hins brotlega,
- fyrri brota,
- hvort um ítrekað brot er að ræða.
Stjórnvaldssektir sem lagðar eru á tilkynningarskylda aðila skv. a–h-lið 1. mgr. 2. gr. laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 140/2018, geta numið frá 5 millj. kr. til 800 millj. kr. Stjórnvaldssektir sem lagðar eru á starfsmenn þeirra geta numið frá 500 þús. kr. til 625 millj. kr.
Þrátt fyrir 3. mgr. geta stjórnvaldssektir sem lagðar eru á tilkynningarskylda aðila skv. a–h-lið 1. mgr. 2. gr. laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 140/2018, verið allt að 10% af heildarveltu samkvæmt síðasta samþykkta ársreikningi lögaðilans eða 10% af síðasta samþykkta samstæðureikningi ef lögaðili er hluti af samstæðu.
Stjórnvaldssektir sem lagðar eru á tilkynningarskylda aðila skv. i–u-lið 1. mgr. 2. gr. laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 140/2018, geta numið frá 500 þús. kr. til 500 millj. kr. Stjórnvaldssektir sem lagðar eru á starfsmenn þeirra geta numið frá 100 þús. kr. til 125 millj. kr.
Ákvarðanir um stjórnvaldssektir skulu teknar af Fjármálaeftirlitinu eða ríkisskattstjóra, eftir því sem við á, og eru þær aðfararhæfar. Sektir renna í ríkissjóð að frádregnum kostnaði við innheimtuna. Séu stjórnvaldssektir ekki greiddar innan mánaðar frá ákvörðun álagningar þeirra skal greiða dráttarvexti af fjárhæð sektarinnar. Um ákvörðun og útreikning dráttarvaxta fer eftir lögum um vexti og verðtryggingu. Stjórnvaldssektum verður beitt óháð því hvort lögbrot eru framin af ásetningi eða gáleysi.
Ef aðili brýtur gegn lögum þessum, reglugerðum eða reglum settum á grundvelli þeirra, og fyrir liggur að hann hafi hlotið fjárhagslegan ávinning af broti, er heimilt að ákvarða hinum brotlega sektarfjárhæð sem getur, þrátt fyrir ákvæði 3.–5. mgr., orðið allt að tvöfaldri þeirri fjárhæð sem fjárhagslegur ávinningur hins brotlega nemur.
Þegar brot á lögum þessum er framið í starfsemi lögaðila og í þágu hans má leggja stjórnvaldssekt á lögaðilann án tillits til þess hvort sök verður sönnuð á fyrirsvarsmann eða starfsmann lögaðila. Hafi fyrirsvarsmaður eða starfsmaður gerst sekur um brot á lögum þessum má einnig leggja stjórnvaldssekt á lögaðilann ef brotið var í þágu hans.
Eftirlitsaðilar skulu, eftir því sem við á, hafa samstarf um og samræma aðgerðir við beitingu viðurlaga.
31. gr.
32. gr.
33. gr.
34. gr.
Frestur skv. 1. mgr. rofnar þegar eftirlitsaðili tilkynnir aðila um upphaf rannsóknar á meintu broti. Rof frests hefur réttaráhrif gagnvart öllum sem staðið hafa að broti.
35. gr.
Sé mál höfðað til ógildingar ákvörðunar skv. 29. gr. innan 14 daga frá því að viðkomandi aðila var tilkynnt um hana og óski hann jafnframt eftir að málið hljóti flýtimeðferð er ekki heimilt að innheimta dagsektir fyrr en dómur hefur fallið. Þrátt fyrir málshöfðun til ógildingar ákvörðunar skv. 29. gr. leggjast dagsektir áfram á viðkomandi aðila.
Ákvörðunum samkvæmt lögum þessum verður ekki skotið til æðra stjórnvalds.
36. gr.
Ef birting skv. 1. mgr. veldur hlutaðeigandi aðila tjóni sem er ekki í eðlilegu samræmi við það brot sem um ræðir eða birtingin verður talin stefna hagsmunum fjármálamarkaðarins eða rannsóknarhagsmunum í hættu skal viðkomandi eftirlitsaðili:
- fresta birtingu þar til slíkar aðstæður eru ekki lengur fyrir hendi,
- birta upplýsingar um beitingu viðurlaga en fresta nafngreiningu þar til slíkar aðstæður eru ekki lengur fyrir hendi og
- ekki birta neinar upplýsingar ef birting skv. a- eða b-lið stefnir hagsmunum fjármálamarkaðarins í hættu eða ef réttmæti fyrir birtingu ákvörðunarinnar, samanborið við þá hagsmuni sem um ræðir, er minni háttar.
Eftirlitsaðilar skulu birta með sama hætti og greinir í 1. mgr. ef mál hefur verið höfðað til ógildingar á ákvörðun um beitingu stjórnsýsluviðurlaga og niðurstöður málsins.
Upplýsingar sem birtar eru skulu vera aðgengilegar á vef eftirlitsaðila að lágmarki í fimm ár. Persónuupplýsingar skulu þó ekki vera aðgengilegar lengur en málefnalegar ástæður krefjast samkvæmt lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
Eftirlitsaðilar skulu birta opinberlega stefnu sem þeir fylgja við framkvæmd birtingar samkvæmt þessu ákvæði.
37. gr.
Hafi brot sem vísað er til í 1. mgr. verið framið af stórfelldu gáleysi varðar það sektum eða fangelsi allt að einu ári.
Þegar brot er framið í starfsemi lögaðila og í þágu hans má gera honum sekt án tillits til þess hvort sök verður sönnuð á fyrirsvarsmann eða starfsmann lögaðilans. Hafi fyrirsvarsmaður eða starfsmaður gerst sekur um brot má samhliða ákvörðun um refsingu þeirra gera lögaðilanum sekt ef brotið var í þágu hans.
Tilraun og hlutdeild í brotum á reglugerðum settum samkvæmt lögum þessum er refsiverð samkvæmt almennum hegningarlögum.
Hafi ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, alþjóðastofnunar eða ríkjahóps um þvingunaraðgerðir verið afturkölluð eða sé hún fallin úr gildi þegar brot er framið verður refsingu ekki beitt samkvæmt þessum lögum.
38. gr.
Kveði reglugerð sett skv. 6. gr. á um upptöku eigna, tiltekinna eigna eða hluta sem eru í vörslu aðila sem skráðir hafa verið á lista yfir þvingunaraðgerðir í samræmi við reglugerðir sem settar eru á grundvelli laga þessara má gera slíkar eignir eða hluti upptæka, samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga.
Ráðherra er heimilt í reglugerð og að höfðu samráði við ráðherra sem fer með málefni lögreglu og löggæslu að kveða nánar á um framkvæmd haldlagningar skv. 2. mgr.
39. gr.
Tilkynningarskyldur aðili skal veita nýjum viðskiptamönnum upplýsingar um vinnslu persónuupplýsinga skv. 13. gr. og um tilgang vinnslunnar áður en hann stofnar til samningssambands eða áður en einstök viðskipti eru framkvæmd. Að lágmarki skal upplýsa um skyldur tilkynningarskyldra aðila um vinnslu og meðferð persónuupplýsinga samkvæmt lögum þessum.
Þrátt fyrir löggjöf um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga á hinn skráði ekki rétt á að fá upplýsingar um hvaða persónuupplýsingar hafa verið skráðar af tilkynningarskyldum aðilum ef slík upplýsingagjöf:
- kemur í veg fyrir að tilkynningarskyldur aðili, eftirlitsaðilar samkvæmt lögum þessum eða skrifstofa fjármálagreininga lögreglu geti uppfyllt skyldur sínar samkvæmt lögunum eða
- hindrar greiningar, rannsóknir eða aðrar aðgerðir samkvæmt lögum þessum eða veldur því að vörnum, rannsóknum eða greiningum á brotum á ákvæðum laga þessara sé stefnt í hættu.
Vinnsla og varðveisla persónuupplýsinga skv. 13. gr. telst til almannahagsmuna.
40. gr.
41. gr.
Við gildistöku laga þessara falla lög um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða, nr. 93/2008, og lög um frystingu fjármuna og skráningu aðila á lista yfir þvingunaraðgerðir í tengslum við fjármögnun hryðjuverka og útbreiðslu gereyðingarvopna, nr. 64/2019, úr gildi.
Samþykkt á Alþingi 9. júní 2023.