Eldri útgáfa lagasafns

Lagasafn.  Íslensk lög 1. október 2006.  Útgáfa 132b.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um sérfræðilega aðstoð fyrir þingflokka

1971 nr. 56 16. apríl


Ferill málsins á Alþingi.    Frumvarp til laga.

Tóku gildi 14. júní 1971.

1. gr. Greiða skal þingflokki tiltekna lágmarksfjárhæð og að auki ákveðna upphæð fyrir hvern þingmann til að kosta sérfræðilega aðstoð fyrir þingflokkinn og þingmenn hans við þingstörf. Utanflokkaþingmaður fær sömu upphæð og greidd er á hvern þingmann þingflokks.
2. gr. Á fjárlögum skal hverju sinni ákveða, hve miklu fé skuli varið til aðstoðar þingflokkum samkvæmt lögum þessum.
3. gr. Þingflokkur er samtök tveggja eða fleiri þingmanna, sem eru fulltrúar stjórnmálaflokks, er hefur komið á fót landssamtökum.
4. gr. Greiðslur til þingflokks skulu inntar af hendi ársfjórðungslega, þ.e. 1. febrúar, 1. maí o.s.frv., og skulu miðaðar við skipan Alþingis í byrjun ársfjórðungs, þ.e. 1. janúar, og 1. apríl o.s.frv.
Þingflokkur ræður sjálfur ráðstöfun þess fjár, er í hans hlut kemur.
5. gr. Forsetar Alþingis setja í samráði við formenn þingflokka reglur um skiptingu þess fjár, sem hverju sinni er veitt til aðstoðar þingflokkum.
6. gr. Formenn þingflokka skulu árlega senda forsetum Alþingis greinargerð um ráðstöfun þess fjár, er þeir veita móttöku samkvæmt lögum þessum, eftir nánari reglum, er forsetar setja. Sama gildir um þingmann utanflokka.