Lagasafn. Íslensk lög 1. október 2007. Útgáfa 134. Prenta í tveimur dálkum.
Lög um Skálholtsskóla
1993 nr. 22 29. mars
Ferill málsins á Alþingi.
Frumvarp til laga.
Tóku gildi 7. apríl 1993.
1. gr. Skálholtsskóli er kirkjuleg menningar- og menntastofnun, í eigu þjóðkirkju Íslands og starfar á grunni fornrar skólahefðar í Skálholti og norrænnar lýðháskólahefðar.

Kirkjuráð ber stjórnunarlega og fjárhagslega ábyrgð á rekstri skólans fyrir hönd þjóðkirkju Íslands. Gerður skal samningur um þátttöku ríkissjóðs í rekstri hans.
2. gr. Markmið Skálholtsskóla er að efla tengsl kirkju og þjóðlífs og stuðla að sem víðtækustum áhrifum kristinnar trúar og kristinnar menningar í íslensku þjóðlífi. Skólinn skal leitast við að efla þjóðkirkjuna, m.a. með fræðslu starfsmanna hennar.
3. gr. Skólinn skal einkum starfa á eftirgreindum sviðum:
a. Guðfræðisviði.
b. Kirkjutónlistarsviði.
c. Fræðslusviði.

Sviðin skulu nánar skilgreind í samþykktum skólans, sbr. 4. gr.
4. gr. Kirkjuráð skipar skólaráð Skálholtsskóla til fjögurra ára í senn.

Nánari ákvæði um starf og rekstur Skálholtsskóla skulu tilgreind í samþykktum hans sem kirkjuráð setur.
5. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. …
Ákvæði til bráðabirgða. Lög þessi skulu endurskoðuð innan fjögurra ára með hliðsjón af endurskoðun samkomulags um rekstur Skálholtsskóla, dags. 1. desember 1992.