Athugið að þetta er ekki nýjasta útgáfa lagasafns.
Athugið að þetta er ekki nýjasta útgáfa lagasafns.
Lagasafn. Íslensk lög 3. maí 2019. Útgáfa 149b. Prenta í tveimur dálkum.
Lög um Þjóðskrá Íslands
2018 nr. 70 20. júní
Ferill málsins á Alþingi. Frumvarp til laga.
Tóku gildi 1. september 2018.
Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra eða samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.








a. Stofnunin sér um þjóðskrá og tengdar skrár, gefur út kennitölur og annast rekstur gagna- og upplýsingakerfa þjóðskrár samkvæmt lögum sem um þjóðskrá gilda hverju sinni.
b. Stofnunin sér um fasteignaskrá og tengdar skrár og annast rekstur gagna- og upplýsingakerfa fasteignaskrár og útreikning fasteignamats og brunabótamats samkvæmt lögum sem um þau málefni gilda hverju sinni.
c. Stofnunin sér um að viðhalda og láta í té stofn til útgáfu vegabréfa til íslenskra ríkisborgara og annarrar skilríkjaútgáfu á vegum hins opinbera eða samkvæmt sérlögum. Þá gefur stofnunin út rafrænt auðkenni.
d. Stofnunin gefur út kjörskrárstofn, rekur utankjörfundarkerfi og sinnir verkefnum sem henni eru falin við framkvæmd kosninga.
e. Stofnunin getur samkvæmt ákvörðun ráðherra annast rekstur og varðveislu á öðrum opinberum skrám eða þróun og rekstur annarra opinberra tölvukerfa.
f. Stofnunin er ráðgefandi fyrir ráðherra á starfssviði sínu, veitir aðstoð við undirbúning lagafrumvarpa og reglugerða og aðstoðar við stefnumótun og ákvörðunartöku eftir því sem við á.
g. Stofnunin tekur þátt í alþjóðlegu samstarfi og mótun alþjóðareglna á starfssviði sínu í samvinnu við ráðherra. Samkvæmt ákvörðun ráðherra getur stofnunin annast undirbúning samninga við erlend ríki og alþjóðastofnanir og eftir atvikum getur ráðherra, í samráði við ráðherra sem fer með utanríkismál, falið stofnuninni gerð slíkra samninga. Stofnunin vinnur enn fremur að innleiðingu og framfylgd alþjóðasamninga og EES-gerða eftir því sem við á í samvinnu við ráðuneytið.
h. Stofnunin tekur þátt í og annast rannsóknir, greiningu og þróun á starfssviði sínu.
i. Stofnunin á samráð við þá aðila, félög, samtök og stofnanir sem tengjast starfsemi hennar.
j. Stofnunin annast önnur verkefni sem ráðherra kann að fela henni.






a. aðgang að fasteignamati og kerfi til álagningar fasteignaskatts,
b. aðgang að brunabótamati og kerfi því viðkomandi,
c. skráningu nýrrar fasteignar í fasteignaskrá,
d. aðgang að upplýsingum úr fasteignaskrá og tengdum skrám,
e. aðgang að upplýsingum úr þjóðskrá og tengdum skrám,
f. vottorð, uppflettingar og sérvinnslu úr skrám stofnunarinnar,
g. upplýsingar úr öðrum skrám sem stofnunin heldur hverju sinni,
h. sölu á sérhæfðri þjónustu vegna lögmæltra verkefna stofnunarinnar,
i. rafrænar fyrirspurnir úr þinglýsingahluta fasteignaskrár,
j. verkefni sem stofnuninni eru falin skv. e-lið 2. mgr. 3. gr.








a. hlutverk og starfshætti Þjóðskrár Íslands,
b. rekstur starfs- og upplýsingakerfa,
c. starfsemi fagráða.
1)Rg. 795/2018.


